Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 58
58 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Í örstuttri grein Helga Hjörvar undir yfirskriftinni „Þegar skorið var undan Al- þingi“ tekst honum að hnoða saman mein- fýsi, rætni og hæpnum fullyrðingum eins og honum einum er lagið. Helga hlotnaðist sá heiður 1986 að vera kosinn ræðumaður kvöldsins í Morfís, þar sem fram- haldsskólakrakkar keppast um að heilla aðra framhaldsskólakrakka með sniðugheitum úr ræðustól, og þar sem ræðumaður fær ekki einu sinni að ráða því hvort hann tali fyr- ir eða á móti viðfangsefninu. Af þessu uppveðraðist Helgi fyrir 30 árum, lifir á því enn og hefur ekkert þroskast síðan. Í umræddri grein er aðal- viðfangsefni Helga að ata forsætis- ráðherra auri. Fyrst er fullyrt að forsætisráðherra „láti“ landsmenn ræða staðsetningu Landspítala með það að augnamiði að afvegaleiða umræðuna. Það hvarflar ekki að Helga að forsætisráðherra gæti haft raunverulegan áhuga á að spítalinn rísi á ódýrari og hagkvæmari hátt þar sem hann ætti oln- bogarými til framtíðar. Með gamalli dæmisögu af byggingarferli Al- þingishússins reynir Helgi af lævísi nöðr- unnar að koma inn þeirri hugsun að for- sætisráðherra eigi hagsmuna að gæta varðandi staðarval Landspítala. Ekki er nóg með að grein Helga sé rætinn og lævís undirróður gegn forsætisráðherra, heldur er hún líka gersneydd allri mál- efnalegri tengingu og það eina sem gæti talist sniðugt á Morfís vísu er „smjörklíputrixið“ en það er reynd- ar stolið frá Davíð Oddssyni. Sérfræðingur í að sá fræjum óvildar Eftir Árna Árnason Árni Árnason »… reynir Helgi af lævísi nöðrunnar að koma inn þeirri hugsun að forsætisráðherra eigi hagsmuna að gæta varð- andi staðarval Land- spítala. Höfundur er vélstjóri. Mig langar að reyna að ná til ráðherra sjávarútvegsmála með þessum skrifum mín- um og reyndar til ann- arra er málin varða. Sigurður Ingi hefur í mörgum málum sýnt einræðistilburði og tekið margar mjög svo sérstakar ákvarðanir í tíð sinni sem ráðherra. Oft hefur maður það á tilfinning- unni að ráðherra hafi í raun engan skilning á því hvað hann er að fyr- irskipa, eða samþykkja frá sínum mönnum í ráðuneytinu sem ég tel að séu í raun vanhæfir til þess að skrifa undir reglugerðir er lúta að sjávarútvegi eftir þau orð sem Jó- hann Guðmundsson lét falla á fundi með LS, Landssambandi smábáta- eiganda, en þar lét hann þau orð falla að það ætti ekki að láta smá- báta hafa aflaheimildir því þeir væru allir reknir með tapi, það ætti að úthluta öllum kvóta til þessara stóru sem skili mestum hagnaði. Undir þetta tekur Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Ég spyr nú á móti, hvort það verði ekki dálítið dýrt og talsvert dýrara en sem nemur skatti af hagnaði þessara stóru, að halda uppi og borga undir öll þau sjáv- arpláss um land allt þar sem smá- bátaútgerð er, ef það er vilji þess- ara manna að banna ætti smábátaútgerð. En aftur að ráðherra, nú ætla ég að reyna að ná til hans með smá leikriti þar sem hann er þátttak- andi. Leikarar eru: Bóndinn (útgerð- armaður), Sigurður Ingi Jóhanns- son, hesturinn (útgerðarfélagið), ráðherrann (sjárvarútvegs- ráðherra), Þórður Birgisson, leigu- sali, (kvótaeigandi) KS á Sauð- árkróki, Skattmann (veiðileyfagjald) Jón Gunnarsson. Bóndi einn er að reyna að koma undir sig fótunum í kornrækt og notar til þess hest einn ágætan hest sem kallaður er Doddi, saman reyna þeir að yrkja sitt land og rækta það sem til þarf. Sigurður bóndi er eins og svo margir sem vilja byrja sinn rekst- ur í þeim sporum að þurfa að leigja land til þess að geta byrjað sinn búskap, til eins árs í senn, því ekki fær hann lán hjá banka á þeim kjörum sem viðráðanleg eru. Sigurður hafði gert rekstraráætlun sem gekk upp, en reyndar með mikilli vinnu og fórnfýsi, er byggðist að hluta til á byggða- styrk sem miðaðist við afurð unna í heimabyggð. Byrjaði þetta bara ágætlega og horfur voru þokkalegar miðað við óbreytt ástand, en þá, eins og skrattinn úr sauðarleggnum, kemur ráðherra í heimsókn og keyrir á vinstri afturfótinn á hestinum þann- ig að hann fótbrotnar. Sigurður bóndi stendur hugsi hjá og er að spá hvort hann eigi að bregða búi eða gera eins og ráðherra vor var nýbúinn að tala um, að láta lífríkið njóta vafans. Sigurður tekur þá ákvörðun að hjúkra hesti sínum og reyna að koma honum á fætur. Með þrautseigju kemst Doddi aftur á fætur, en er pínu haltur. Land- spilda sú er bóndinn hafði tekið á leigu af KS hafði nú farið í smá órækt þar sem hesturinn Doddi gat ekki sinnt sinni vinnu. Sigurður neyðist til að leigja frá sér þann hluta sem hann gat ekki nýtt, á verði sem er langt undir því sem hann þurfti að leigja af KS þar sem kornmarkaðurinn var að klárast, en nýtt ár byrjar 1. sept ár hvert og ekki má hann landlaus flytja rétt sinn milli ára eins og þeir sem land- ið eiga. Sigurður byrjar nýtt kornár og gerir eins og áður að leigja sama landið af KS á sama háa verðinu og áður sem samt var þannig að dæm- ið ætti að ganga upp og hann ætti að hafa tekjur af fyrir sig og sína. Enn á ný kemur ráðherra og viti menn, ráðherrann keyrir aftur á hestinn en nú hægri fótinn. Sig- urður og Doddi komast enn og aft- ur á lappir og sama sagan end- urtekur sig, Sigurður neyðist til að leigja frá sér hluta landsins á sama lága verðinu. Ráðherra var að koma í heimsókn til að tilkynna Sigurði bónda að hann hefði ákveðið að nú yrði byggðastyrkurinn tekinn af, því það ætti að byggja stóriðju í sveitarfélaginu, og bændur þyrftu enga ölmusu frá ríkinu. Enn og aft- ur byrja þeir félagar nýtt ár, nú hefur skattmann komið inn nýjum reglum er varða auðlindagjald, nú skulu allir sem eiga land og líka þeir sem nota land greiða skatt til ríkisins. Gjaldið er reiknað fyr- irfram, tengt því hvað fékkst fyrir kornið árið áður. KS tekur þá ákvörðun að leigja 8-9% af því landi sem þeir eiga og er þá búið að fá fyrir sínum skatti og getur notað 91-92% af sínu landi áfram og sleppur í raun við skattinn, lætur Sigurð sjá um það fyrir sig. Vinur ráðherra sem sér um utanríkismál tók svo þá ákvörðun ásamt óvinum sínum, að skamma Pútín Rússa- forseta. Pútín svaraði með því að hætta að kaupa korn frá Íslandi og verð á korni hríðféll en skatturinn er sá sami. Sigurður er nú kominn í þá stöðu að vera með draghaltan og verð- lausan hest, enga von um að dæmið gangi upp. Smávon er samt í aukabúgrein sem tengd er eggja- tínslu og með því ætti dæmið að ganga upp. Eggin þarf að tína fyrir 1. júní annars verða þau orðin stropuð. En viti menn, kemur ekki herra ráðherra með reglugerð- arbreytingu, undirritaða af Jóhanni Guðmundssyni, æviráðnum starfs- manni ráðuneytisins, um að ekki megi byrja að tína egg fyrr en eftir 1. júní. Rökin eru að náttúran eigi að njóta vafans og vargfuglinn gæti orðið fyrir skaða. Sigurður getur nú ekkert annað gert en að reka hestinn sinn til fjalla og láta náttúruna um að sjá fyrir honum á meðan Sigurður fer á Litla Hraun í skuldafangelsi og tek- ur út sína refsingu þar. Herra Sigurður bóndi Eftir Þórð Birgisson » Oft hefur maður það á tilfinningunni að ráðherra hafi í raun engan skilning á því hvað hann er að fyr- irskipa... Þórður Birgisson Höfundur er trillukarl. Við þurfum að inn- leiða mannréttindi hér á landi, svo skrýtið sem það nú er. NPA (notendastýrð per- sónuleg aðstoð) er einn þáttur í því. Á Ís- landi býr fullorðið fatlað fólk upp til hópa ekki við þau sjálfsögðu mannrétt- indi að vera stjórn- andi í eigin lífi, ráða hvenær það fer í bað, að sofa, í bíó o.s.frv. Vandamálið er að á meðan notendastýrð persónuleg aðstoð er ekki lögfest hér á landi, er þetta verkfæri NPA merkingarlaust fyrir fatlað fólk. Frá árinu 2012 hafa sveitarfélög haft tækifæri til að inn- leiða NPA-verkefnið. Fæst þeirra hafa verið svo framsýn að hafa inn- leitt það, fæst ákváðu að nýta tím- ann til að kynna sér þetta fyr- irkomulag eða prufukeyra það. Sveitarfélagið Skagafjörður er eitt fárra sveitarfélaga sem prufu- keyrðu NPA og komst að því að þetta fyrirkomulag er ekki dýrara, heldur jafnvel ódýrara fyrir sveitar- félagið heldur en gamla fyr- irkomulagið. Það sem sjaldnast er spurt um er hversu mikið græðir sveitarfélagið og sam- félagið allt í raun á að fatlaður einstaklingur ráði sínu lífi sjálfur. Það sem gerist er að sveitarfélagið auðgast, það eignast einstakling sem hugsanlega menntar sig, eða hefur nú með þessu úrræði tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. Með NPA er einstaklingnum gert kleift að lifa sómasamlegu lífi, hann getur t.d. stjórnað því við hvað hann vinnur og hvað hann lærir. Fólk fær tækifæri til að skila til baka til samfélagsins í stað þess að einangrast í pínulitlu lífi á annarra valdi. Að auki er NPA atvinnuskap- andi, fullt af fólki hefur atvinnu af NPA og borgar skatta af sinni vinnu. Það skiptir engu máli hversu mikla eða litla aðstoð fólk þarf, NPA er virðisaukandi fyrir ein- staklinginn og fyrir þjóðfélagið. Svo hvað er málið, þið sem valdið hafið? NPA er virðisaukandi fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið Eftir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur Þuríður Harpa Sigurðardóttir » Fólk fær tækifæri til að skila til baka til samfélagsins í stað þess að einangrast í pínulitlu lífi á annarra valdi. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar í Skagafirði og framkvæmdastjóri Ný- prents ehf. mbl.is alltaf - allstaðar Þarftu að framkvæma? Við eigum pallana fyrir þig Kvarnatengi fyrir zetur og sakkaborð Nýt t Stærðir eru: 12 S, 15 S, 18 S, 20 S, 25 S og 12 B, 15 B, 18 B, 20 B, 25 B www.kvarnir.is 20 ÁRA 1996 2016 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhellu 9 | 221 Hafnarfirði sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is 70 kr. stk. Vertu upplýstur! blattafram.is Á HVERJUM DEGI STUÐLUM VIÐ MÖRG AÐ KYNFERÐISOFBELDI MEÐ ÞVÍ AÐ LÍTA Í HINA ÁTTINA. Í HVAÐA ÁTT HORFIRU?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.