Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 80
80 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eins og er er eitthvað sem þú vilt svo
mikið og af öllu hjarta að það hefur dularfullt
vald yfir þér. Mundu að kapp er best með
forsjá.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er ekki skrýtið að börn elski sporð-
drekann og að vonbiðlar hópist að honum.
Eitthvað verður samt til þess að gleðja þig
ennþá meir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú átt það til að segja hlutina um-
búðalaust sem gerir það að verkum að þú
færð fólk upp á móti þér. Bregstu vel við
samkeppni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ekki er víst að hrúturinn sé sér með-
vitandi um hvað það er sem hann metur
mest. Ekki lenda í rifrildi við samstarfsfólk og
ekki kenna öðrum um.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú verður náttúrlega að hafa þig í
frammi, ef þú vilt að aðrir komi til liðs við þig.
Ef þú veist hvar þú vilt vera að tíu, fimm eða
einu ári liðnu, þá veistu hvað þú þarft að gera
í dag.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þetta er ekki rétti mánuðurinn til að
kaupa nýja tölvu, bíl eða annað farartæki.
Hentu fjörefnunum og einbeittu þér að því að
laða rausnarlegri manngerðir inn í líf þitt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þú ert ekki ánægður með stöðu mála
er kominn tími til að gera eitthvað í því. Ekk-
ert er sárara en þegar lausmælgi annarra op-
inberar innstu tilfinningar og leyndarmál.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Gefðu þér tíma til þess að sinna
vinum og vandamönnum og leita lausna á
þeim vandamálum, sem þeir vilja bera upp
við þig.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þótt þér finnist þú hafa lausnina
skaltu ekki blanda þér í annarra vandamál.
Spurningin: „Hvað næst?“ verður fljótlega:
„Hverjum er ekki sama?“
22. des. - 19. janúar
Steingeit Farðu þér hægt þegar til þín verð-
ur leitað um ráðgjöf í vandasömu einkamáli.
Gakktu því í málin og fáðu þau á hreint.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Alveg sama hversu ánægður þú
vanalega ert, geturðu ekki beðið í dag þar til
klukkan verður fimm. En ef þú gerir það við
elskuna eða yfirmanninn, verðurðu grunaður
um græsku.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast
við of miklu frá öðrum. Vertu ekki stífur held-
ur reyndu að slá á létta strengi.
Arnþórr leirskáld segir á Leirn-um að þau Elín hafi þóst heyra
í lóu á föstudaginn langa á ferð
þeirra á Orminum bláa um Naut-
hólsvíkursvæðið. Afleiðingin varð
þessi leirsletta:
Er nú rétt að yrkja um vor,
enda komin lóa.
Eflast bæði þrek og þor,
þyngsli hverfa, léttast spor.
Í grein sinni „Eldgamlar vísur í
umbúðum“ tekur Guðmundur á
Sandi upp þessa vísu:
Blessuð lóan syngur sætt og segir dýrðin.
Það er hennar þakkargjörðin,
þegar hún kemur hér í fjörðinn.
Síðan bætir hann við: „Enga vísu
heyrði ég oftar kveðna en þessa,
þegar ég var barn, og engin vísa
varð mér kærri. Fylgdi henni sú
skýring, að lóurnar færu alls eigi af
landi burt – þær lægju í dái yfir vet-
urinn í klettaskorum. Gísli Brynj-
úlfsson hefur kveðið um þessa trú á
æfintýralegan hátt.“
Ég gat ekki stillt mig um að rifja
upp kvæði Gísla:
Einn um haust í húmi bar
hal að kletta sprungu,
úti kalt þá orðið var,
öngvir fuglar sungu.
Sá hann lóur sitja þar
sjö í kletta sprungu,
lauf í nefi lítið var
og lá þeim undir tungu.
Og hann sá að sváfu þær
svefnamóki þungu,
læddist inn og einni nær
inn í kletta sprungu.
Vorið eptir enn hann bar
einn að kletta sprungu
visin laufblöð lágu þar,
lóur úti sungu.
Eptir sat hún ein í kleif,
ekki lauf við tungu,
dauðinn að henni dapur sveif
djúpt í kletta sprungu.
Burt hann fór, en bera kíf
börn í hjarta ungu
fyrir þá sem lítið líf
lét í kletta sprungu.
Sjálfur segir Guðmundur í Haust-
löng:
Kuldi blindur þyrmi þér,
þoku og vinda hætta.
Hljóttu yndi hvar sem er
heiðló tindilfætta!
Í kvæðinu Lágnætti eftir Þorstein
Erlingsson stendur:
Sofnar lóa er laung og mjó
ljós á flóa deyja;
verður ró um víðan sjó,
vötn og skógar þegja.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lóan syngur sætt og segir dýrðin
Í klípu
„ÞETTA ER ALGENGT HÉR Í HVERFINU.
ÉG ER AÐ HUGSA UM AÐ FLYTJA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EKKI SULLA NIÐUR DRYKKNUM MÍNUM
MEÐAN ÉG ER Á KLÓSETTINU.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... söngvaseiður.
UMFJÖLLUNAREFNI DAGSINS...
„KETTIR: AF HVERJU ERU ÞEIR
SVONA GLATAÐIR?“
SPYRJUM
SÉRFRÆÐINGANA...
VOFF!
VOFF!
ÓHLUTDRÆGIR
ÁLITSGJAFAR,
EINMITT
ÉG ER
HÆTTUR AÐ SALTA
MATINN MINN!
GOTT
HJÁ ÞÉR,
ELSKAN!
ÞAÐ ER MIKLU BETRA AÐ
NOTA KÖKUSPÆNI!
Víkverji hefur löngum heillast afvísindaskáldskap, einkum ef
hann er í dimmari kantinum. Kvik-
myndaserían um tortímandann hef-
ur til að mynda verið í sérstöku
uppáhaldi hjá Víkverja, þar sem á
bak við „heilalausar“ sprengingar og
vöðvahnykl Arnolds leynast nokkuð
djúpstæðar pælingar, sem jafnvel
má kalla ótta, um að á endanum
muni mannkynið tortíma sjálfu sér
með tækninni, nánar tiltekið með því
að hanna svo fullkomna gervigreind,
að hún muni ákveða það að mann-
skepnan sé óþarft lýti á jörðinni.
x x x
Slíkar vangaveltur eru kannskiekki nýjar af nálinni, en þær
hafa fengið nokkuð mikinn byr á síð-
ustu misserum, eftir því sem rann-
sóknum á gervigreind vindur fram.
Nýjasta dæmið um það hversu langt
mannkynið er komið er gervigreind-
in AlphaGo, sem ku vera langbest í
heimi í borðspilinu forna, Go. Það
hljómar svo sem ekki svo merkilega,
nema fyrir þær sakir að Go er talið
eitt flóknasta borðspil sem hannað
hefur verið, og almennt séð var talið
að það myndi taka mun lengri tíma í
viðbót áður en mönnum tækist að
hanna gervigreind sem réði við spil-
ið. Þær spár þutu hins vegar út um
gluggann á dögunum, þegar forritið
gerði sér lítið fyrir og rassskellti
heimsmeistarann 4-1 í fimm leikja
einvígi.
x x x
Öllu betri fréttir fyrir þau okkar,sem eru á „Skynet-vaktinni“,
komu hins vegar frá Microsoft-
tölvurisanum. Þar á bæ ákváðu
menn að setja á flot „gervigreind“,
sem gæti tjáð sig á Twitter við fólk á
aldrinum 18-24 og lært af tungutaki
þess. Tilraunin heppnaðist ekki bet-
ur en svo, að á mettíma var „Tay“,
eins og Microsoft nefndi forritið,
orðin að rasista og farin að senda frá
sér tíst á borð við þau að Adolf gamli
hefði nú ekki verið hreint svo slæm-
ur. Microsoft-menn brugðust snöggt
við og tóku Tay niður um stund til
viðgerða. Sú viðgerð heppnaðist
ekki betur en svo að Tay ákvað að
monta sig af því að hafa reykt
kannabis fyrir framan lögreglustöð.
Færir það Víkverja von í brjóst um
að tortíming mannkynsins sé lengra
undan en óttast var. víkverji@mbl.is
Víkverji
Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn
mér stigu þína. Sálm. 25.4