Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 51
eru. „En ég veit að þeir eru betri en í
Suður-Súdan. Þar var ástandið mjög
slæmt.“
Nú styttist í að hann verði fluttur
úr móttökubúðunum í flóttamanna-
byggðirnar, lítil þorp í héraðinu sem
líkjast þorpum heimamanna. Hann
hlakkar til því í búðunum er ekkert
við að vera, þó að hægt sé að sparka í
fótbolta á leikvellinum sem ætlaður
er börnum. Annars snýst lífið ekki
um neitt annað en að bíða. Bíða eftir
næstu máltíð. Eftir fregnum að heim-
an. Bíða eftir að fá samastað. „Ég
vona að nú fari lífið að batna,“ segir
Nash.
Allt er skárra en Suður-Súdan
Um 210 þúsund flóttamenn frá
Suður-Súdan hafa komið til Úganda á
síðustu tveimur árum. Í byrjun árs
færðist aukin harka í átökin og það er
til marks um ástandið að margir flúðu
til Mið-Afríkulýðveldisins og Austur-
Kongó. Allt er skárra en Suður-
Súdan. Þar skiptast stjórnarhermenn
og uppreisnarhópar á að brenna nið-
ur þorp, nauðga konum og stúlkum,
gelda drengi, drepa karlmennina eða
þvinga þá til að slást í hópinn. Eins og
svo oft áður er það saklaust fólk, að-
allega börn, sem þjáist mest.
„Þó að börnin séu komin hingað frá
Suður-Súdan, jafnvel ein, þá eru að-
stæðurnar auðvitað ekki góðar. Þau
eru hrædd og óörugg. Þetta er mjög
slæmt,“ segir Isac sem kom til Úg-
anda frá Juba, höfuðborg Suður-
Súdans, í lok febrúar ásamt eigin-
konu sinni og börnum. Hann hefur
tekið að sér eins konar forystu-
hlutverk í móttökubúðunum. Talar
máli einstakra flóttamanna við starfs-
menn þeirra stofnana sem þar starfa.
Hann segir að um hríð hafi ástandið í
Juba verið sæmilegt. Nú fari það
versnandi og það hratt. Matur sé orð-
inn af skornum skammti og óöryggið
mikið. „Það er alltaf hætta á skothríð.
Að fá í sig byssukúlu. Þess vegna
þurftum við að leita skjóls annars
staðar.“
Hundruð barna eru á degi hverjum
í móttökubúðunum í Adjumani. Helst
vilja þau vera á barnvænu svæði
UNICEF. Þar geta þau m.a. sótt
kennslustundir í ensku og listum.
„Börn vilja leika sér,“ segir Mike Jac-
ob, starfsmaður UNICEF á svæðinu.
„Hér gleyma þau sér og fá að njóta
þess að vera börn. Og þau vilja helst
ekki fara!“ segir hann og hlær. „Þeg-
ar þau eru hér eru þau hamingjusöm,
það er eins og öll vandamálin þurrkist
út. Þau skilja allt sem þau hafa upp-
lifað eftir fyrir utan svæðið, stríð og
hörmungar.“
Svo er það þetta stríð
En stríðið er staðreynd og afleið-
ingar þess á líðan og aðstæður fólks
skelfilegar. Þótt börnin gleymi sér í
leik um hríð bítur sár veruleikinn
fljótt í hjartað. Líklega hvað sárast
hjá börnum sem eru ein á ferð, eiga
engan að.
Á síðustu mánuðum hafa yfir 400
börn komið fylgdarlaus í búðirnar í
Úganda. Eruaga Charles er eitt þess-
ara barna. Hann kom einn síns liðs
yfir landamærin, hafði ekkert með-
ferðis nema snjáð fötin sem hann
klæðist. Aðeins fimmtán ára gamall
stendur hann í miðju búðanna og lítur
í kringum sig. Hér þekkir hann eng-
an. Starfsmenn UNICEF fylgjast
sérstaklega með honum og munu
reyna að útvega honum fóstur-
fjölskyldu. „Ég missti föður minn, ég
á enga fjölskyldu nema móður mína
og hún er enn í Suður-Súdan,“ segir
hann.
Eruaga á stóra drauma. Það var
þess vegna sem hann ákvað að koma
til Úganda. Þeir hefðu að engu orðið í
heimalandinu. „Ég þrái að komast í
framhaldsskóla,“ segir hann. „En ég
átti enga peninga. Og svo er það þetta
stríð. Þannig að ég varð að koma
hingað til að komast í skóla.“
Eruaga er þrátt fyrir það sem á
undan er gengið yfirvegaður. Með
báða fætur á jörðinni. En þar vill
hann ekki vera. Hann vill fljúga. „Mig
langar að verða flugmaður,“ segir
hann ákveðinn og andlitið ljómar við
tilhugsunina eina.
Og það er rétt, Eruaga getur geng-
ið í skóla í Úganda. Hvort hann kemst
í flugnámið er hins vegar alls óvíst.
Slíkt kostar skildinginn og tækifæri
hans til að afla tekna eru fá.
Heimamenn njóta góðs af
Í flóttamannabyggðunum, sem
finna má víða um norðurhluta Úg-
anda, hafa stofnanir og hjálpar-
samtök reist skóla og heilsugæslur og
borað eftir vatni. Heimamenn láta
land af hendi undir byggðirnar en fá í
staðinn að njóta þeirrar þjónustu sem
byggð er upp. Oftast gengur sam-
búðin vel og flóttamennirnir aðlagast
fljótt. En sagan segir okkur að þeir
yfirgefa fæstir flóttamanna-
byggðirnar. Þar eyða þeir líklega
flestir allri sinni ævi.
Þegar flóttafólkið kemur úr mót-
tökubúðunum og í flóttamanna-
byggðirnar fær það úthlutað land-
skika og sveðju til að byggja sér lítil
hús. Húsin eru flest úr leir með þéttu
og regnheldu stráþaki. Þar er að
finna litlar verslanir sem áræðnir
flóttamenn reka og í miðju þorpanna
er mat úthlutað daglega. Byggðirnar
eru því engan veginn sjálfbærar og
verða það líklega seint.
Alimah er aðeins tvítug en hún
gegnir miklu ábyrgðarhlutverki í
flóttamannabyggðinni sinni. Hún sér
um að allt gangi smurt fyrir sig í
vatnshreinsistöðinni, lífæð fólksins á
svæðinu. Hún hefur lyklavöldin og
fyrir þetta fær hún greitt. Það kemur
sér vel því erfitt er að verða sér úti
um vinnu í einangruðu samfélagi
flóttamannanna. „Þetta er góð
vinna,“ segir hún og hlær.
Þrátt fyrir að atvinnutækifæri séu
fá, skikarnir litlir og skólarnir ekkert
til að hrópa húrra fyrir segist flótta-
fólkið vissulega hafa það betra í Úg-
anda en í Suður-Súdan. Þar réðu að-
eins vonleysið og óttinn ríkjum. Við
slíkar aðstæður er ákvörðun um að
leggja á flótta tekin.
Ajok er ólétt að sjöunda barninu
sínu. Hún á aðeins stutt eftir af með-
göngunni. Um tvö ár eru síðan hún
kom til Úganda og henni líður vel í
flóttamannabyggð sem telur um
7.000 manns. Í dag er hún klædd í
rauðan glansandi kjól. Og brosið
hennar er breitt. „Við höfum það gott
hérna,“ segir hún létt í bragði þar
sem hún stendur fyrir utan litla kof-
ann sinn sem hún tók sjálf þátt í að
reisa. „Það er stríð heima. Herinn er í
átökum við uppreisnarmenn. Það er
verið að drepa saklaust fólk, konur
meðal annars. Þess vegna kom ég
hingað.“
Ajok missti bróður sinn í stríðinu.
Hún segir flesta í þorpinu hafa misst
einhvern nákominn. „Það var orðið
mjög erfitt að vera heima. Já, mig
langar að fara aftur, ef það kemst á
friður. En á meðan ástandið er svona
ótryggt fer ég ekki héðan.“
Raddirnar sem ekki heyrast
Fréttir af hinu miskunnarlausa
stríði í Suður-Súdan rata sjaldan í
fjölmiðla. Raddir íbúanna heyrast
varla. Ofbeldismennirnir geta því
unnið sín hroðaverk óáreittir. Og það
gera þeir svo sannarlega. Í byrjun
árs komust Sameinuðu þjóðirnar að
því að stjórnarhermenn fengju ekki
greidd laun en í staðinn fengju þeir að
nauðga konum og stúlkum eins og þá
lysti.
„Það er auðveldara að finna konu
sem hefur lent í hópnauðgun í Suður-
Súdan heldur en stúlku sem er læs,“
skrifar Nicholas Kristof, blaðamaður
New York Times, sem var nýlega á
vettvangi.
„Þarna er nú verið að fremja ein
hrikalegustu mannréttindabrot í
heiminum í dag, þar sem nauðganir
eru notaðar sem tæki til að hræða og
sem vopn í stríði,“ segir Zeid Ra’ad
al-Hussein, yfirmaður mannréttinda
hjá Sameinuðu þjóðunum. „Samt sem
áður veit alþjóðasamfélagið nánast
ekki af þessu.“
Jacob Opiyo, svæðisstjóri UNI-
CEF í Úganda, á erfitt með að orða
svar sitt þegar hann er spurður hvort
hann telji að flóttamennirnir geti snú-
ið aftur heim. „Auðvitað vonum við
það,“ segir hann hikandi. „Það er
þeirra val þegar þar að kemur … ef
það kemur að því.“
SUÐUR-SÚDAN
ÚGANDA
KENÍA
AUSTUR
-KONGÓ
EÞÍÓPÍA
SÚDAN
51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Ólétt Ajok á von á sjöunda barninu sínu. „Það er verið að
drepa saklaust fólk,“ segir hún um heimalandið.
Einn Eruaga Charles er einn á flótta, aðeins fimmtán ára.
Hann þráir að mennta sig og verða flugmaður.
Vinkonur Adut og Angeth eru átta ára. Þær eru mjög ánægð-
ar í skólanum sínum og ætla að verða kennarar síðar meir.
Kringlan 4-12 | s. 577-7040
L’Occitane en Provence - Ísland
STÖÐVAÐUTÍMANN
HÚÐVIRÐIST
UNGLEGRI HJÁ
85%(1)
K V ENNA
5 EINKALEYFIÍ UMSÓKN(3)
Immortelle, blómið sem aldrei fölnar er
upprunnið á Korsíku og er dýrmætasta
uppgötvun L’OCCITANE. Endurnýjandi
eiginleikum blómsins er blandað saman
við einstaka blöndu af sjö virkum
innihaldsefnumaf náttúrulegumuppruna(2).
Divine formúlan hjálpar til við að lagfæra
ummerki öldrunar,gerir húðina sléttari og
stinnari og endurnýjar æskuljómann.
L’OCCITANE,sönn saga.
(1
)Á
næ
gj
a
pr
óf
uð
hj
á
95
ko
nu
m
í6
m
án
uð
i.
(2
)H
or
bl
að
ka
,m
yr
ta
og
hu
na
ng
fr
á
K
or
sí
ku
,f
ag
ur
fíf
ill
,
hý
al
úr
on
sý
ra
,k
vö
ld
vo
rr
ós
ar
ol
ía
og
ca
m
el
in
a
ol
ía
.(
3)
Ei
nk
al
ey
fi
íu
m
só
kn
ar
fe
rl
ií
Fr
ak
kl
an
di
.