Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 57
57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
Á fljúgandi ferð Ungur og fjörlegur hjólabrettakappi á fleygiferð fyrir ofan kunnuglegan skugga í miðborg Reykjavíkur í gær þegar blessuð sólin gladdi borgarbúa með geislum sínum.
Golli
Tveir fyrrverandi
umhverfisráðherrar,
Júlíus Sólnes og Eið-
ur S. Guðnason, skrif-
uðu grein í Morg-
unblaðið í síðustu
viku (23. mars) undir
fyrirsögninni Tilurð
umhverfisráðuneyt-
isins. Tilefnið eru um-
mæli Sigríðar Önnu
Þórðardóttur, fyrr-
verandi umhverfisráðherra, um
hlut Sjálfstæðisflokksins í tilkomu
ráðuneytis umhverfismála, þar
sem hún taldi flokk sinn hafa ver-
ið í fararbroddi. Það fær vissulega
ekki staðist eins og greinarhöf-
undar benda á. Það er líka rétt
hjá þeim að stofnun umhverf-
isráðuneytis hafði dregist úr
hömlu hérlendis, en ekki minnist
ég þess að Alþýðuflokkurinn og
Borgaraflokkurinn sem þeir fé-
lagar voru ráðherrar fyrir 1990-
1993 hafi lagt sérstaka áherslu á
stofnun slíks ráðuneytis árin og
áratugina þar á undan.
Tillaga um umhverfis-
ráðuneyti 1972
Alþingi samþykkti ný og fram-
sækin náttúruverndarlög 1971.
Forgöngumaður um þá löggjöf var
Eysteinn Jónsson, fyrrverandi for-
maður Framsóknarflokksins, sem
tók að sér for-
mennsku í Náttúru-
verndarráði 1972-
1978. Aðrir fulltrúar í
ráðinu voru kosnir á
fjölskipuðu Nátt-
úruverndarþingi, sem
haldið var þriðja
hvert ár og skipað var
m.a. fulltrúum
frjálsra félagasam-
taka. Á þinginu 1972
flutti undirritaður
sem fulltrúi
Náttúruverndar-
samtaka Austurlands (NAUST)
svofellda tillögu:
„Náttúruverndarþing beinir þeim
eindregnu tilmælum til Alþingis
að það kjósi nefnd til að endur-
skoða og samræma alla löggjöf
varðandi umhverfismál með það
fyrir augum, að stjórn þeirra verði
falin sérstöku umhverfisráðu-
neyti.“ Við flytjendur tillögunnar
nefndum auk klassískrar nátt-
úruverndar „allt það er varðar
mengun lofts, láðs og lagar, land-
nýtingu og skipulag hverskonar“.
(Sjá ritið Vistkreppa eða nátt-
úruvernd. Reykjavík 1974, s. 179-
182.) Andmæli gegn tillögunni
komu einkum frá embætt-
ismönnum og fulltrúum opinberra
stofnana, en þingið samþykkti til-
löguna svo breytta: „Nátt-
úruverndarþing beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til Náttúru-
verndarráðs, að það beiti sér fyrir
því við ríkisstjórn, að endurskoðuð
og samræmd verði löggjöf um um-
hverfismál og verði kannað, hvort
þau megi sameina undir eina yfir-
stjórn.“
Náttúruverndarráð
hélt málinu vakandi
Náttúruverndarráð fylgdi þess-
ari samþykkt eftir, sendi hana
forsætisráðuneytinu og minnti oft
á hana síðan. Til þessa má m.a.
rekja tilkomu stjórnskipaðrar
nefndar í mars 1975 til að endur-
skoða og samræma ákvæði laga
um umhverfis- og mengunarmál,
en að tillögu hennar lagði Gunnar
Thoroddsen félagsmálaráðherra
fram frumvarp á Alþingi vorið
1978 þar sem lagt var til að sér-
stök stjórnardeild, umhverfis-
máladeild, færi með yfirstjórn um-
hverfismála. Frumvarp þetta hlaut
ekki byr í þinginu né heldur kom
til framkvæmda ákvörðun rík-
isstjórnar um að vista málaflokk-
inn í félagsmálaráðuneytinu. Til-
raunir annarra ráðherra á níunda
áratugnum, Svavars Gestssonar
og Alexanders Stefánssonar, um
að fá sameinandi stjórn yfir um-
hverfismálin runnu líka út í sand-
inn, ekki síst vegna kerfislægrar
andstöðu embættismanna og skiln-
ingsleysis innan stjórnmálaflokk-
anna. Helst var stuðning að hafa
úr röðum Alþýðubandalags og
Samtaka um kvennalista eftir að
þau síðarnefndu komu fram á
sjónarsviðið, en verkalýðshreyf-
ingin lét sig umhverfismálin litlu
varða.
Stjórnvöld rumskuðu
seint og um síðir
Síðla á níunda áratugnum var
Ísland orðið eins og nátttröll í
stjórn umhverfismála í sam-
anburði við önnur norræn ríki og
flest önnur þróuð ríki. Í stjórn-
arsáttmála ríkisstjórnar Þorsteins
Pálssonar 1987 var að vísu vikið
að umhverfisráðuneyti og í stefnu-
yfirlýsingu stjórnar Steingríms
Hermannssonar sem við tók
haustið 1988 var fjallað um stofn-
un slíks ráðuneytis. Undirritaður
fór að beiðni stjórnvalda í nóv-
ember 1988 til Noregs og Dan-
merkur til að safna gögnum um
skipulag þarlendra umhverfisráðu-
neyta og stjórnsýslu og lagaum-
hverfi sem þeim tengdist. Upp-
skera úr þeirri ferð var meðal
efnis sem gekk til nefndar sem
skipuð var sumarið 1989 til að
semja frumvarp um stofnun sjálf-
stæðs umhverfisráðuneytis. Póli-
tískt lag til að koma ráðuneytinu á
fót og fjölga ráðherrum gafst ári
síðar með þátttöku Borgaraflokks-
ins í ríkisstjórn Steingríms haust-
ið 1989 og 23. febrúar 1990 varð
umhverfisráðuneytið til með
breytingu á lögum um Stjórn-
arráðið. Setning reglugerðar um
ráðuneytið dróst hins vegar til 7.
júní 1990, m.a. vegna togstreitu
um málaflokka sem undir það
skyldu heyra. Í ljós kom að land-
græðsla og skógrækt fylgdu þá
ekki með og það var fyrst árið
2008 að þessir málaflokkar voru
loks færðir undir ráðuneyti um-
hverfismála.
Enn eiga umhverfismál
undir högg að sækja
Tilvist umhverfisráðuneytisins í
aldarfjórðung hefur löngu staðfest
gildi þess að sjálfstætt ráðuneyti
fjalli um þetta mikilvæga svið.
Mikið vantar þó á að málaflokk-
urinn njóti þess skilnings og
stuðnings sem nauðsyn krefur. Á
það jafnt við um vægi í stjórnkerf-
inu og fjárveitingar. Ekki færri en
tíu ráðherrar hafa stýrt ráðuneyt-
inu þennan tíma, flestir vel mein-
andi en fæstir notið þess stuðn-
ings sem þarf. Enn er langt í land
með að lífsnauðsynlegt jafnvægi
náist í samskiptum mannsins við
umhverfið og sjálfbær þróun á
enn hvarvetna á brattann að
sækja.
Eftir Hjörleif
Guttormsson »Mikið vantar enn á
að umhverfismálin
njóti þess skilnings og
stuðnings sem nauðsyn
krefur.
Hjörleifur Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Síðborið umhverfisráðuneyti
og veik staða þess hérlendis