Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Á fljúgandi ferð Ungur og fjörlegur hjólabrettakappi á fleygiferð fyrir ofan kunnuglegan skugga í miðborg Reykjavíkur í gær þegar blessuð sólin gladdi borgarbúa með geislum sínum. Golli Tveir fyrrverandi umhverfisráðherrar, Júlíus Sólnes og Eið- ur S. Guðnason, skrif- uðu grein í Morg- unblaðið í síðustu viku (23. mars) undir fyrirsögninni Tilurð umhverfisráðuneyt- isins. Tilefnið eru um- mæli Sigríðar Önnu Þórðardóttur, fyrr- verandi umhverfisráðherra, um hlut Sjálfstæðisflokksins í tilkomu ráðuneytis umhverfismála, þar sem hún taldi flokk sinn hafa ver- ið í fararbroddi. Það fær vissulega ekki staðist eins og greinarhöf- undar benda á. Það er líka rétt hjá þeim að stofnun umhverf- isráðuneytis hafði dregist úr hömlu hérlendis, en ekki minnist ég þess að Alþýðuflokkurinn og Borgaraflokkurinn sem þeir fé- lagar voru ráðherrar fyrir 1990- 1993 hafi lagt sérstaka áherslu á stofnun slíks ráðuneytis árin og áratugina þar á undan. Tillaga um umhverfis- ráðuneyti 1972 Alþingi samþykkti ný og fram- sækin náttúruverndarlög 1971. Forgöngumaður um þá löggjöf var Eysteinn Jónsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins, sem tók að sér for- mennsku í Náttúru- verndarráði 1972- 1978. Aðrir fulltrúar í ráðinu voru kosnir á fjölskipuðu Nátt- úruverndarþingi, sem haldið var þriðja hvert ár og skipað var m.a. fulltrúum frjálsra félagasam- taka. Á þinginu 1972 flutti undirritaður sem fulltrúi Náttúruverndar- samtaka Austurlands (NAUST) svofellda tillögu: „Náttúruverndarþing beinir þeim eindregnu tilmælum til Alþingis að það kjósi nefnd til að endur- skoða og samræma alla löggjöf varðandi umhverfismál með það fyrir augum, að stjórn þeirra verði falin sérstöku umhverfisráðu- neyti.“ Við flytjendur tillögunnar nefndum auk klassískrar nátt- úruverndar „allt það er varðar mengun lofts, láðs og lagar, land- nýtingu og skipulag hverskonar“. (Sjá ritið Vistkreppa eða nátt- úruvernd. Reykjavík 1974, s. 179- 182.) Andmæli gegn tillögunni komu einkum frá embætt- ismönnum og fulltrúum opinberra stofnana, en þingið samþykkti til- löguna svo breytta: „Nátt- úruverndarþing beinir þeim ein- dregnu tilmælum til Náttúru- verndarráðs, að það beiti sér fyrir því við ríkisstjórn, að endurskoðuð og samræmd verði löggjöf um um- hverfismál og verði kannað, hvort þau megi sameina undir eina yfir- stjórn.“ Náttúruverndarráð hélt málinu vakandi Náttúruverndarráð fylgdi þess- ari samþykkt eftir, sendi hana forsætisráðuneytinu og minnti oft á hana síðan. Til þessa má m.a. rekja tilkomu stjórnskipaðrar nefndar í mars 1975 til að endur- skoða og samræma ákvæði laga um umhverfis- og mengunarmál, en að tillögu hennar lagði Gunnar Thoroddsen félagsmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi vorið 1978 þar sem lagt var til að sér- stök stjórnardeild, umhverfis- máladeild, færi með yfirstjórn um- hverfismála. Frumvarp þetta hlaut ekki byr í þinginu né heldur kom til framkvæmda ákvörðun rík- isstjórnar um að vista málaflokk- inn í félagsmálaráðuneytinu. Til- raunir annarra ráðherra á níunda áratugnum, Svavars Gestssonar og Alexanders Stefánssonar, um að fá sameinandi stjórn yfir um- hverfismálin runnu líka út í sand- inn, ekki síst vegna kerfislægrar andstöðu embættismanna og skiln- ingsleysis innan stjórnmálaflokk- anna. Helst var stuðning að hafa úr röðum Alþýðubandalags og Samtaka um kvennalista eftir að þau síðarnefndu komu fram á sjónarsviðið, en verkalýðshreyf- ingin lét sig umhverfismálin litlu varða. Stjórnvöld rumskuðu seint og um síðir Síðla á níunda áratugnum var Ísland orðið eins og nátttröll í stjórn umhverfismála í sam- anburði við önnur norræn ríki og flest önnur þróuð ríki. Í stjórn- arsáttmála ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar 1987 var að vísu vikið að umhverfisráðuneyti og í stefnu- yfirlýsingu stjórnar Steingríms Hermannssonar sem við tók haustið 1988 var fjallað um stofn- un slíks ráðuneytis. Undirritaður fór að beiðni stjórnvalda í nóv- ember 1988 til Noregs og Dan- merkur til að safna gögnum um skipulag þarlendra umhverfisráðu- neyta og stjórnsýslu og lagaum- hverfi sem þeim tengdist. Upp- skera úr þeirri ferð var meðal efnis sem gekk til nefndar sem skipuð var sumarið 1989 til að semja frumvarp um stofnun sjálf- stæðs umhverfisráðuneytis. Póli- tískt lag til að koma ráðuneytinu á fót og fjölga ráðherrum gafst ári síðar með þátttöku Borgaraflokks- ins í ríkisstjórn Steingríms haust- ið 1989 og 23. febrúar 1990 varð umhverfisráðuneytið til með breytingu á lögum um Stjórn- arráðið. Setning reglugerðar um ráðuneytið dróst hins vegar til 7. júní 1990, m.a. vegna togstreitu um málaflokka sem undir það skyldu heyra. Í ljós kom að land- græðsla og skógrækt fylgdu þá ekki með og það var fyrst árið 2008 að þessir málaflokkar voru loks færðir undir ráðuneyti um- hverfismála. Enn eiga umhverfismál undir högg að sækja Tilvist umhverfisráðuneytisins í aldarfjórðung hefur löngu staðfest gildi þess að sjálfstætt ráðuneyti fjalli um þetta mikilvæga svið. Mikið vantar þó á að málaflokk- urinn njóti þess skilnings og stuðnings sem nauðsyn krefur. Á það jafnt við um vægi í stjórnkerf- inu og fjárveitingar. Ekki færri en tíu ráðherrar hafa stýrt ráðuneyt- inu þennan tíma, flestir vel mein- andi en fæstir notið þess stuðn- ings sem þarf. Enn er langt í land með að lífsnauðsynlegt jafnvægi náist í samskiptum mannsins við umhverfið og sjálfbær þróun á enn hvarvetna á brattann að sækja. Eftir Hjörleif Guttormsson »Mikið vantar enn á að umhverfismálin njóti þess skilnings og stuðnings sem nauðsyn krefur. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Síðborið umhverfisráðuneyti og veik staða þess hérlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.