Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    282912345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Drag þýðir í raun og veruumbreyting. Það er ekkieitthvað eitt. Það geta all-ir verið í dragi og búið til sinn karakter og gert það sem þeir vilja, t.d. sungið lag, verið með uppi- stand eða bara komið fram í galakjól og verið sætir. Og allt þar á milli. Það er ekkert rétt eða rangt í þessu,“ seg- ir Hjálmar Forni Sveinbjörnsson Poulsen um dragið. Hann er einnig þekktur sem Miss Gloria Hole, sem varð dragdrottning Íslands árið 2014. Fyrir skemmstu steig Gloria Hole á svið á Gauknum á Drag-súg, en það eru dragkvöld sem hafa verið haldin einu sinni í mánuði frá því í nóvember síðastliðnum. Þar kemur hæfileikaríkt fólk fram í dragi og sýn- ir listir sínar í fjölbreyttum atriðum. „Þetta var ofboðslega gaman. Það sem er svo frábært við þessi kvöld er að það fara ekki bara dragdrottning- ar á svið að „mæma“ lög heldur eru líka dragkóngar, uppistandarar og söngvarar og margir stíga sín fyrstu skref þarna,“ segir Hjálmar um Drag-súg. Í drag fara karlar og konur í gervi hins kynsins þar sem allt er ýkt. Hjálmar segir dragið fyrst og fremst leikhús. „Ef þú hefur gaman af að skemmta fólki þá er þetta ofboðslega skemmtilegt. Manni leyfist margt og er fyrirgefið ýmislegt ef maður segir eitthvað sem er t.d. óviðeigandi eða dónalegt,“ segir Hjálmar. Það sem heillar hann mest við dragið er að í því eru engar reglur. „Það er hægt að gera nánast hvað sem er. Auðvitað er þetta líka smá athyglissýki,“ segir Hjálmar og hlær. Hann segir óneit- anlega gaman að fá viðbrögð hjá fólki sem áttar sig á því að hann er karl en ekki kona. „Þetta er líka allt ýkt; búningur, hár, háir hælar og málningin. Það er gaman að vera svona glæsileg og maður fær „egóbúst“.“ Hjálmar gerir stóran hluta af búningunum sínum sjálfur en mikil vinna liggur í gerð þeirra. Hann segist sæmilega liðtæk- ur með saumavélina en bendir á að fatalím hafi komið að góðum notum í gegnum tíðina. Gloria Hole í Svíþjóð Hjálmar segist nokkuð ungur hafa ákveðið að prufa að fara í gervi dragdrottningar þegar hann yrði 18 ára. Hann fór í þetta fyrir alvöru fyrir fjórum til fimm árum. Þegar hann kemur fram reynir hann að vera með mismunandi „show“ sem fer ýmist eftir áheyrendahópnum eða rýminu í salnum hverju sinni. Miss Gloria Hole hefur lagt land undir fót. Hún hefur m.a. komið fram á Tenerife og birtist á sviði í Svíþjóð fyrir skemmstu og vakti mikla hrifningu. Hjálmar bjó nýverið um skeið í Sví- þjóð, en þangað elti hann ástina. Hann stefnir á að fara aftur til Sví- Regluleysið í draginu heillar Dragdrottning Íslands árið 2014, Miss Gloria Hole, gerir garðinn frægan í Svíþjóð en hún er sköpunarverk Hjálmars Forna Sveinbjörns- sonar Poulsen. Hann segir að allir geti tekið þátt í dragi enda fær sköpunin þar að njóta sín í botn. Á Drag-súgi, dragkvöldum sem haldin hafa verið reglulega síðan í nóvember sl., hafa nýjar stjörnur stigið á pall og lífgað upp á litríka hinseginmenningu. Dans Miss Gloria Hole á síðasta kvöldi Drag-súgs. Drottning Kveður titilinn Dragdrottning Íslands 2014. ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: Optical Studio Smáralind Optical Studio Keflavík OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ Verslaðu á hagstæðara verði. Allt að 50% ódýrari en sambærileg vara á meginlandi Evrópu.* E R T U Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A ? KAUPAUKI Með öllum margskiptum glerjum** fylgir annað par FRÍTTmeð í sama styrkleika. Tilvalið sem sólgleraugu eða varagleraugu. * Chrome Hearts umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index. ** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler. Módel: Kristjana Dögg Jónsdóttir Gleraugu: Chrome Hearts
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 74. tölublað (31.03.2016)
https://timarit.is/issue/391428

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

74. tölublað (31.03.2016)

Aðgerðir: