Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 79
ÍSLENDINGAR 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016
an á Selfoss þar sem Kristín vann
á saumastofu í þrjú ár. Þá var
kúrsinn tekinn í Lundarreykjadal-
inn við búskap á Lundi í ársbyrjun
1984 og þeim búskap hafa þau
hjónin síðan sinnt. Í nokkur ár
vann Kristín í hlutastarfi hjá Bún-
aðarsamtökum Vesturlands við bú-
fjáreftirlit: „Það var afskaplega
gott starf því þá kynntist ég svo
mörgu skemmtilegu fólki og fór á
staði sem ég hafði ekki komið á
fyrr.“
Kristín hefur alla tíð verið gefin
fyrir handavinnu: „Ég hef mest
sýslað við prjónaskap og úrvinnslu
ullar og verið virkur félagi í Ull-
arselshópnum sem rekur metn-
aðarfulla verslun með handverk á
Hvanneyri.
Félagsstörfin hafa svo snúist um
landbúnað. Ég hef komið við í
stjórnum Búnaðarfélags Lund-
dæla, Hestamannafélagsins Faxa
og Sauðfjárræktarfélags Lund-
dæla og Ungmennafélaginu Dag-
renningu hef ég reynt að leggja lið
ef á hefur þurft að halda. Sama má
segja um Kvenfélag Lunddæla og
það leiddi til formennsku í Sam-
bandi borgfirskra kvenna í tvö
lærdómsrík ár. Ég var að ljúka
fjögurra ára gjaldkerastörfum hjá
Ungmennasambandi Borgar-
fjarðar sem var mjög skemmtilegt
og gefandi starf.
Síðustu 20 árin hef ég svo verið
viðloðandi Freyjukórinn sem er
kvennakór í Borgarfirði. Það er
góður félagsskapur og dýrmætt að
syngja og starfa með konum alls
staðar að úr Borgarfirðinum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Kristínar er Jón
Gíslason, f. 16.1. 1955, bóndi. For-
eldrar hans voru Sigríður Jóns-
dóttir, f. 1916, d. 1986, og Gísli
Brynjólfsson, f. 1906, d. 2000,
bændur á Miðsandi í Hvalfirði og
síðar á Lundi í Lundarreykjadal.
Börn Kristínar og Jóns eru
Bjarnheiður Jónsdóttir, f. 1.9.
1981, kennari í mastersnámi, vinn-
ur í Kleppjárnsreykjaskóla, býr á
Hvanneyri en maður hennar er
Helgi Már Ólafsson búfræðingur
og starfsmaður Búnaðarsamtaka
Vesturlands; Hrönn Jónsdóttir, f.
14.2. 1986, ferðamálafræðingur,
jöklaleiðsögumaður og tóm-
stundaleiðbeinandi á Laugum í
Sælingsdal, búsett í Hrannargerði
á Lundi; Unnur Jónsdóttir, f. 3.4.
1988, íþróttafræðingur í kennslu-
réttindanámi, vinnur í leikskóla á
Hvanneyri og býr þar, og Orri
Jónsson, f. 7.6. 1992, búfræðingur
frá Landbúnaðarháskólanum á
Hvanneyri og er í verkfræðinámi í
Árósaháskóla.
Systkin Kristínar: Skeggi Gunn-
arsson, f. 1959, bóndi á Skeggja-
stöðum; Halldóra Gunnarsdóttir, f.
1965, verkefnastjóri á Kópaskeri;
Gauti Gunnarsson, f. 1969, d. 2013,
bóndi, og Bolli Gunnarsson, f.
1972, auðlindafræðingur á Ak-
ureyri.
Foreldrar Kristínar: Sigríður
Guðjónsdóttir, f. 1933, og Gunnar
Halldórsson, f. 1925, d. 2002,
bændur á Skeggjastöðum í Flóa.
Úr frændgarði Kristínar Gunnarsdóttur
Kristín
Gunnarsdóttir
Margrét Guðmundsdóttir
ljósmóðir
Gísli Einarsson
b. í Bitru, Ásum og í Sauðagerði
við Rvík, dóttursonur Ófeigs ríka
á Fjalli og systursonur Ófeigs,
langafa Tryggva Ófeigssonar
útgerðarm., af Urriðafossætt
Guðrún Gísladóttir
húsfr. á Skeggjastöðum
Halldór Jónsson
b. á Skeggjastöðum
Gunnar Halldórsson
b. á Skeggjastöðum
Guðrún Bjarnhéðinsdóttir
húsfr. á Skeggjastöðum
Jón Guðmundsson
b. á Skeggjastöðum
Ólafur Guðjónsson
b. á Bollastöðum
Gestur Steinþórsson
fyrrv. skattstj. í Rvík
Guðmundur Þorgeirss.
yfirlæknir og prófessor
Jóhanna Steinþórsd.
fyrrv. skólastj.
Eiríkur Þorgeirsson
augnlæknir
Helga Halldórsdóttir
húsfr. í Stokkeyrarseli og í
Nýjabæ, síðar að Laugardælum
Guðjón Einarsson
b. í Stokkseyrarseli og í Nýjabæ
Guðjón Guðjónsson
b. á Bollastöðum
Kristín Guðmundsdóttir
húsfr. á Bollastöðum í Flóa
Sigríður Guðjónsdóttir
b. og húsfr. á Skeggja-
stöðum í Flóa
Dagbjört Brandsdóttir
vinnuk. og húsfr. í Rvík
Guðmundur Einarsson
steinsmiður í Rvík
Steinþór Gestsson
alþm. að Hæli
Þorgeir Gestsson
læknir í Rvík
Margrét Gísladóttir
húsfr. á Hæli
Gestur Þorgeirsson
hjartalæknir
Hannyrðakona Kristín við rokkinn.
Jón Múli fæddist á Kirkjubóli áVopnafirði 31.3. 1921. For-eldrar hans voru Árni frá
Múla, alþm. í Reykjavík, og k.h.,
Ragnheiður Jónasdóttir húsfreyja.
Árni var sonur Jóns Jónssonar,
aþm. í Múla, bróður Sigríðar, lang-
ömmu Sveins Skorra Höskuldssonar
prófessors, en hálfbróðir Jóns, sam-
feðra, var Sigurður, skáld á Arn-
arvatni, faðir Málmfríðar alþm.
Móðir Árna frá Múla var Val-
gerður Jónsdóttir, þjóðf.m. á Lund-
arbrekku Jónssonar, ættföður
Reykjahlíðarættar Þorsteinssonar.
Ragnheiður var dóttir Jónasar Guð-
brandssonar, steinsmiðs í Reykja-
vík, og Guðríðar Jónsdóttur.
Eftirlifandi eiginkona Jóns Múla
er Ragnheiður Ásta Pétursdóttir,
fyrrv. útvarpsþulur. Fyrri konur
hans voru Þórunn Thorsteinsson og
Guðrún Jóna Thorsteinsson.
Jón Múli ólst upp í Reykjavík og á
Seyðisfirði, lauk stúdentsprófi frá
MR 1940, prófi í forspjallsvísindum
og efnafræði við HÍ, var við nám í
trompetleik hjá Albert Klahn og
tónfræði hjá Karli O. Runólfssyni
við Tónlistarskólann í Reykjavík og í
söngtímum hjá Pétri Á. Jónssyni.
Jón Múli var háseti á togurum,
línuveiðurum og mótorbátum á
sumrin 1937-43, starfaði hjá RÚV
frá 1946, fyrst á fréttastofu en lengst
af þulur, starfaði á leiklistardeild um
árabil og var fulltrúi á tónlistardeild,
hafði umsjón með vikulegum djass-
þáttum frá 1945 og nánast samfellt
til starfsloka 1995, og kynnti í út-
varpi tónleika Sinfóníuhljómsveitar
Íslands 1950-90.
Jón Múli söng í ýmsum kórum,
var einn af stofnendum Lúðrasveitar
verkalýðsins og blés þar í trompet í
tvo áratugi. Hann er í hópi ástsæl-
ustu tónskálda þjóðarinnar og ásamt
Jónasi, bróður sínum, höfundur ým-
issa söngleikja og gamanþátta, s.s.
Deleríum búbónis og Járnhaussins.
Hann samdi sönglögin í Rjúkandi
ráði og Allra meina bót og fjölda vin-
sælla og ódauðlegra dægurlaga.
Jón Múli skrifaði endurminn-
ingar, Þjóðsögur Jóns Múla Árna-
sonar, í þremur bindum, 1996-2000.
Jón Múli lést 1.4. 2002.
Merkir Íslendingar
Jón Múli
Árnason
90 ára
Halldóra Gísladóttir
85 ára
Jóna Kristjana
Guðmundsdóttir
Sigtryggur Ellertsson
Tryggvi Kristjánsson
80 ára
Birgir Matthías Indriðason
Hákon Sófusson
Sjöfn Ásgeirsdóttir
75 ára
Jórunn Helga Árnadóttir
Jörundur Guðmundsson
70 ára
Benoný Halldórsson
Edda Aspar
Elín Helga Jónsdóttir
Gísli Júlíusson
Gunnveig Hulda
Gunnarsdóttir
María Guðrún Loftsdóttir
60 ára
Aðalheiður Björgvinsdóttir
Ásbjörn Garðarsson
Davíð Magnússon
Elzbieta Ewa Cybulska
Fjóla Kristín Árnadóttir
Garðar Björgvinsson
Helga Þórarinsdóttir
Hildur Eðvarðsdóttir
Jóhanna Gunnarsdóttir
Kristín Gunnarsdóttir
Margrét D. Kristjánsdóttir
Óskar Aðalgeir Óskarsson
Vernharður Stefánsson
Victor Jr. Daroy
Requierme
50 ára
Aðalheiður Pálsdóttir
Agnar Helgi Arnarson
Ásdís Bragadóttir
Barði Sigurðsson
Dagný Einarsdóttir
Ellen Tryggvadóttir
Guðrún Hulda N.
Gunnarsdóttir
Hálfdán Óskarsson
Jónatan Vernharðsson
Lilja Guðmundsdóttir
Margrét Björk
Kjartansdóttir
Óli Þór Árnason
Ólöf Snorradóttir
Ragnar Logi Björnsson
Ragnheiður Jónasdóttir
Renata Teresa Oliver
Kapanke
Sigríður Jóna Jónsdóttir
40 ára
Anna Kristín Árnadóttir
Artur Wasiukiewicz
Brynja Björk Magnúsdóttir
Davíð Örn Kjartansson
Harpa Fönn Matthíasdóttir
Hákon Davíð Halldórsson
Jón Arnberg Kristinsson
Karl Ásberg Steinsson
Tomasz Marciszewski
Þorgerður Pétursdóttir
30 ára
Dagmar Evelyn
Gunnarsdóttir
Malwina Daria Cichon
María Reynisdóttir
Unnur Dögg Lindudóttir
Þorbjörg Sigfúsdóttir
Ævar Jónsson
Til hamingju með daginn
40 ára Karl ólst upp á
Þórshöfn, lauk meist-
araprófi í flug- og bifvéla-
virkjun og rekur bifreiða-
og vélaverktæðið Mót-
orhaus á Þórshöfn.
Maki: Halldóra Sigríður
Ágústsdóttir, f. 1980,
verslunarmaður.
Foreldrar: Steinn Karls-
son, f. 1961, hafnarvörður
á Akureyri, og Áshildur
Kristjánsdóttir, f. 1960,
hjúkrunarfræðingur við
Landspítalann í Reykjavík.
Karl Ásberg
Steinsson
40 ára Jón lauk skrif-
stofunámi og er trygg-
inga- og lífeyrisráðgjafi
hjá Tekjuvernd.
Maki: Eva Hrund Guð-
marsdóttir, f. 1977, við-
skiptafræðingur og skrif-
stofustjóri.
Börn: Thelma Björk, f.
2000, og Guðmar Gauti,
f. 2007.
Foreldrar: Laufey Dag-
mar Jónsdóttir, f. 1949,
og Kristinn A. Sigurðsson,
f. 1946.
Jón Arnberg
Kristinsson
40 ára Hákon ólst upp í
Bandaríkjunum, býr í
Kópavogi, lauk BS-prófi í
alþjóðamarkaðsfræði og
starfar hjá Símanum.
Maki: Sveina Berglind
Jónsdóttir, f. 1978, ráð-
gjafi hjá Hagvangi.
Börn: Elísabet Hrönn, f.
2006, og Daníel Ísar, f.
2009.
Foreldrar: Halldór Karl
Valdimarsson, f. 1950, og
Elísabet Hákonardóttir, f.
1952.
Hákon Davíð
Halldórsson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Hitablásarar og rafstöðvar
öflugir vinnuþjarkar fráZipper ogHolzmann
Hitablásari
HDK 30T - 30Kw
brennir steinolíu og dísil
Hitablásari
HDK 15T - 15Kw
brennir steinolíu og dísil
Rafstöð 1,36kw-STE3000
Rafstöð 7,5kw-STE8000
Rafstöð 1,3kw-STE2000
Eigum einnig fyrirliggjandi
fleiri tegundir rafstöðva
IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is