Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 31.03.2016, Blaðsíða 27
„Þegar bændur fengu almennt skurðgröfur til að grafa skurði not- aði pabbi krakkana. Vinnuaflið var heimafengið,“ segir Kristlaug sem segir það engu hafa skipt hvort um ræddi stráka eða stelpur. Allir hafi gengið í öll störf. „Mjaltavélin kom ekki fyrr en í kringum 1970,“ skýt- ur Sigurður að. „Þangað til var það allt gert í höndunum.“ Dagurinn sem lömbin komu Mörgum kunna að þykja aðstæð- urnar sem systkinin ólust upp við fátæklegar en þau segjast aldrei hafa liðið neinn skort. „Mamma sagði það einhvern tím- ann við mig að sér hefði aldrei fund- ist þau fátæk því þau áttu alltaf nóg að borða,“ segir Kristlaug. „Það er samt ótrúlegt hvernig þau gátu þetta, því mæðiveikin fór svo illa með stofninn hjá þeim,“ segir Jó- hannes. Það var þó enginn skortur á grænmetinu úr garðinum á Öxl þó lömbin hefðu þagnað og systkinin telja sín á milli upp kartöflur, rófur, grænkál og ýmislegt annað góðmeti sem hægt var að veiða upp úr jörð- inni. „Ég man alltaf eftir deginum sem nýju lömbin komu,“ segir Jóhannes. „Það var 6. október 1949. Þá fékk pabbi tíu lömb til að byrja aftur og sama dag fæddist Elín systir. En við spáðum ekkert í það, það var svo mikill spenningur yfir nýju lömbunum en hitt var engin ný- lunda.“ Trúði á guð og Sjálfstæðisflokkinn „Mamma var alltaf grönn og létt á sér,“ segir Jóhannes. Þau systkinin segja Önnu hafa verið iðna við að hlaupa um fjöll og firnindi þar til hún lærbrotnaði árið 1961. Það hafi heft hana mikið seinni hluta ævinnar. Hún hafi ekki verið gefin fyrir slagsmálin sem nánast óhjákvæmilega fylgdu svo stórum barnahópi en gefist upp á að reyna að stilla til friðar. Systkinin lýsa föður sínum sem hörkuduglegum, réttsýnum, fylgn- um sér og ströngum og afar trúuð- um. „Hann trúði á guð og Sjálfstæð- isflokkinn,“ segir Jóhannes og þau hlæja öll. „Hann treysti okkur, ég var far- inn að keyra dráttarvél mjög ung- ur,“ segir Sigurður. „Það var bara það sem þurfti, því pabbi keyrði aldrei dráttarvélina. Við urðum bara að gera þetta og þegar þeir eldri fóru að heiman tók sá næsti við.“ Fengu lítinn kvóta Það vill einmitt vera svo að næsta kynslóð tekur við af foreldrum sín- um. Þannig tók Reimar, elsti bróð- irinn, við Öxl þegar foreldrarnir fluttu í borgina árið 1981. Innt eftir því hvort þau hafi viljað leika eftir barnalán foreldranna er Jóhannes snöggur til svara og segir þau hafa forðast það. Kristlaug hlær við. „Þau eru tvö systkinin sem hafa eignast fjögur börn og það er það mesta,“ segir hún. Sigurður skýtur inn í að hann segi jafnan að þau hafi fengið lítinn kvóta því faðir þeirra hafi tekið hann allan. Guð- björg segir það sama hafa gilt um sig og föður sinn, guð hafi ráðið en í hennar tilfelli urðu börnin bara tvö. Hún hefði hinsvegar seint viljað 15 stykki. „Þetta hefði ekki gengið nema í sveit, þetta hefði aldrei getað geng- ið í Reykjavík. Maður hefur stund- um hugsað út í það hvort fjöl- skyldan hefði þá ekki tvístrast.“ Barnafjöldinn er þó ekki eins- dæmi í ætt þeirra Axlarbarna. Móð- ir þeirra átti sjálf 13 systkini og föð- urbróðir þeirra eignaðist 11 börn. „Þeir voru að keppast. Svo 1951 þá hættir Siggi en pabbi hélt áfram.“ Enginn Axlar-Björn í hópnum Jörðin Öxl er líklega þekktust fyrir annan ábúanda sem við hana var kenndur, Axlar-Björn. Sá er lík- lega einn þekktasti fjöldamorðingi Íslandssögunnar þó þjóðsögunum beri ekki saman um hversu marga hann myrti. Nafnið Björn hefur því líklega ekki þótt heppilegt fyrir bræðurna í hópnum. Margan myndi taka að skorta inn- blástur í nafnagjöf þegar börnin eru orðin eins mörg og raun bar vitni í tilfelli þeirra Önnu og Karls. Sú virðist þó ekki hafa verið raunin. „Þegar þau eru búin að eiga þrettán börn eiga þau meira að segja nóg eftir og nefna okkur yngstu tveimur nöfnum,“ segir Guð- björg og hlær. Þau systkinin telja ekkert þeirra hafa verið nefnt út í bláinn. Sum heita þau eftir vinum og vanda- mönnum en í sumum tilvikum dreymdi móður þeirra nöfnin, eins og algengt var á þeim tíma. „Svo eru líka tilviljanir eins og með Emmu,“ segir Sigurður. „Hún heitir eftir Emilíu Jónasdóttur leik- konu sem kom vestur.“ „Hún veiktist í útilegu og var send [á Öxl] og var í nokkrar vikur.“ Og engin slagsmál Eins og áður sagði hefur syst- kinahópurinn aðeins náð að vera á sama stað á sama tíma þrisvar sinn- um á lífsleiðinni, í fermingu og svo í jarðarförum foreldra sinna. Á því verður ekki breyting í dag, þrátt fyrir að tilefnið sé ríkulegt. Systk- inin ætla vissulega að gera sér glað- an dag en hópurinn er dreifður um landið og ekki allir hafa tækifæri til að koma til borgarinnar að fagna. Það fer þó ávallt vel á með þeim systkinum og niðjum þeirra þegar þau hittast og þykir mörgum ótrú- legt að enginn rígur eða illindi séu á milli. „Fyrir nokkrum árum vorum við með útilegu á Laugalandi,“ segir Sigurður. „Það kom til okkar maður á sunnudegi og spurði hvaða hópur þetta væri. Þegar við sögðumst vera fjölskylda spurði hann: Hvað? Og engin slagsmál?“ Systkinin hlæja og Kristlaug rifj- ar upp svipuð ummæli manns sem leigði hópnum aðstöðu í Varmahlíð „Já! Það var bara engin lögregla og ekkert vesen!“ En skyldu þau þá vera lík, systk- inin? „Ekki finnst mér það,“ segir Sigurður ákveðinn. „En það segja allir að það sé sami sauðarsvipurinn á okkur.“ „Og kímnigáfan,“ segir Kristlaug sem kveðst jafnvel sjá hana í syst- kinabörnunum og Guðbjört tekur undir: „Já húmorinn er ríkur í okk- ur öllum.“ Treystu á verndandi hendi Tvívegis í gegnum viðtalið við systkinahópinn fær undirrituð sím- tal frá föður sínum. Símtölin stöðva upptökuna á nýaldargræj- unni sem liggur milli kaffiboll- anna. Því þarf undirrituð að grípa símann, hvæsa á föður sinn í flýti og stilla svo aftur á upptöku með afsökunum um að faðirinn hafi tíma í meiri áhyggjur af hverju barni en ella þar sem afkvæmin eru bara tvö. „Pabbi hefði orðið hokinn ef hann hefði þurft að vera að fylgj- ast með okkur öllum,“ segir Krist- laug og brosir út í annað. Guðbjörg minnist þess þegar hún var 17 ára og ákvað að finna sér vinnu erlendis. „Þau sögðu bara: Já, er það. Þetta var ekkert tiltökumál, okkur var bara treyst og eins treystu þau á að almættið héldi verndarhendi yfir okkur og það virðist hafa gert það.“ FRÉTTIR 27Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MARS 2016 UPPSELT UPPSELT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.