Orð og tunga - 01.06.1998, Page 20

Orð og tunga - 01.06.1998, Page 20
8 Orð og tunga íslensk tunga eigi mikið erindi við nútímann. Ég hef ekkert á móti myndunumÁraskip, Peisuföt, Rúnaletur og Trafakefli en sakna hinsvegar myndanna Bílvél, Gatnamót, Knattspyrnuvöllur, Skuttogari, Snyrtiborð. Þetta voru helstu verkþættir, og ég læt hér staðar numið þótt fleira mætti tína til, þar á meðal þær breytingar á stafrófsröð sem Árni Böðvarsson taldi sjálfur nauðsynlegar í ritgerð um orðabókarverkið (1988). Rafræn útgáfa? í blálokin er svo rétt að nefna að þótt enn séu nokkur ár í 3. útgáfu á prenti sýnist okkur gerlegt að koma ÍO út í rafrænu formi innan skamms, einni sér eða í tengslum við önnur orðabókarverk. Til þess þarf auðvitað talsverða vinnu, bæði tölvumegin og orðfræðimegin, en mest af orðfræðivinnunni þarf hvort eð er að takast á hendur fyrir ritútgáfuna, og okkur sýnist að strax yrði gagn að bókinni í tölvuformi þótt ekki yrði þá náð öllum þeim endurskoðunaráföngum sem nauðsynlegir eru fyrir prentbókina. En nú er mál að linni.

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.