Orð og tunga - 01.06.1998, Page 24
12
Orð og tunga
Um orðin dosm ‘seinlæti’ og sögnina að dosma ‘hika, tefja’ á Orðabókin aðeins dæmi
í sérsafni frá 19. öld (Lbs. 220 8vo).
En nú ætla ég að snúa mér að útgáfunni frá 1983 og líta í formálann. Þar stendur:
Við endurskoðunina hefur verið reynt að færa til betri vegar vafasamar
og klaufalegar skilgreiningar á merkingum orða og skjóta inn orðum sem
vantaði. Þá hefur miklu verið bætt við af orðasamböndum. í þessu skyni
hafa verið orðteknar ýmsar nýjar kennslu- og fræðibækur og víða annars
staðar leitað fanga. Meira hefur verið tekið nú en áður úr orðabók Sigfúsar
Blöndals, við höfum hagnýtt okkur útvarpsþættina um íslenskt mál og
fengið að líta í talmálssafn Orðabókar Háskólans, eins og raunar var gert
við fyrri útgáfu. Annars munu þau rit sem leitað hefur verið í, vera á annað
hundrað(Arni Böðvarsson 1983:viii).
Árni taldi líklegt að oftast hefði verið leitað í eftirtöldum ritum:
Johan Fritzner. Ordbog over Det gamle norske Sprog. IV. Rettelser og
tillegg ved Finn Hödnebö. 1972.
Harry Grams. Pflanzen und Tiere Europas. 1974.
Ingimar Oskarsson. Skeldýrafána Islands I—II. 1952-62.
F. A. Novak. Blómabók. Ingólfur Davíðsson þýddi og endursagði. 1972.
V. J. Stanek. Skordýrabók. Þorsteinn Thorarensen þýddi og endursagði.
1974.
Annarra rita er ekki getið. ÍO 1983 er talsvert stærri en ÍO 1963:
Um orðaforðann í 1983
Orð Fjöldi
Orð alls um 85.000
Sérmerkt orð 39.519
Skammstafanir 763
Sémöfn 929
í formála fyrir ÍO 1963 er tekið fram að feitletruð flettiorð séu um 65.000 en í formála
ÍO 1983 eru þau talin um 85.000. í ÍO 19831 eru rúm 39.500 orð sérmerkt, eða tæpur
helmingur, þar af 4584 merkt sem staðbundið málfar. Krossmerking er notuð tæplega
10.000 sinnum en krossmerktar flettur eru ekki alveg svo margar. Stundum er ein merk-
ingarskýring af fleirum merkt með krossi. Skammstafanir eru alls 763 og allmörgum
sémöfnum var bætt við í ÍO 1983, þar af eru 557 karla- og kvennanöfn en mannanöfn
vorufáííO 1963.
1 Ég þakka Kristínu Bjamadóttur fyrir upplýsingar um stærð einstakra flokka.