Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 25

Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 25
Guðrún Kvaran: Uppruni orðaforðans í, Jslenskri orðabók" 13 Um orðaforðann í D 1983 Orð Fjöldi Orð alls 2304 OrðíD 1963 um 1540 Orð umfram 1963 um 760 Orð fengin úr Blöndal 381 Fornt mál 110 Staðbundið málfar 85 Skammstafanir 23 Sérnöfn 26 Ég skoðaði áfram bókstafinn D sem óx úr 42 dálkum í 64, úr um 1540 orðum í um 2300 eða um 760 orð. Fáum flettum í ÍO 1963 var sleppt. Þó voru felldar niður nokkrar sagnmyndir eins og þátíðarmyndirnar datt, dó, drakk, draup, dró, viðtengingarhættirnir drykki, dreypi, drœgi, dytti og lýsingarhættirnir dreginn og dulinn. Önnur orð sem felld voru burt eru dallœða en í staðinn tekin upp orðmyndin dallœgja í merkingunni ‘þoka, dalalæða’. Báðar eru tilgreindarí Blöndalsbók. Orðið doki erfellt brott en það var í ÍO 1963 merkt sem fornt mál og gefið upp í merkingunni ‘ræma’. Sú merking er merkt með spurningarmerki í orðabók Fritzners og aðeins tilgreinteitt dæmi. Fellt er burt orðið -drátur sem síðari liður samsetninga. Vísað var í ÍO 1963 í orðið hreiðurdrátur en um þá orðmynd fundust engin dæmi hjá Orðabók Háskólans, aftur á móti allnokkur um myndina hreiðurdrútur í talmálssafni í merkingunni ‘síðasta egg í hreiðri, síðasti ungi í hreiðri, síðasta barn hjóna’. Þá er fellt niður sem flettiorð drósirna, sem ég nefndi áðan, en í staðinn er komin flettimyndin drógsyrna. Að lokum er rétt að geta að tvö önnur orð fluttust til við að stafsetningu var breytt, y og ý breytt í i og í. Þau eru dílalöð, sem Orðabók Háskólans á dæmi um úr íslensk-sænsku orðabókinni, sem ég nefndi áðan, og dirfill í merkingunni ‘díll, blettur' sem Orðabók Háskólans á eitt dæmi um frá Árna Magnússyni ritað með y. Ekki er ósennilegt að þessar breytingar séu runnar frá Ásgeiri Blöndal Magnússyni og orðsifjarannsóknum hans en Ásgeir aðstoðaði Árna við endurútgáfuna. Ég athugaði næst hversu mörg flettiorð væru sótt í orðabók Blöndals eða Blön- dalsviðbæti og reyndust þau vera 381, eða réttur helmingur, og að langmestu leyti samsett orð eða afleiðslur sem sleppt hafði verið í fyrri útgáfu. Enn reyndist allmikill fjöldi flettiorða sérmerktur og hafði merkingarsviðum fjölgað um sex. Stærst er það svið sem merkt er krossi á einhvern hátt en alls eru krossamir 110 í D-inu. Langoftast virðist krossmerkingin eiga við flettuna í heild, þ.e. bæði orð og merkingu, á stöku stað þó aðeins við eina merkingu af fleirum. Þar má nefna sem dæmi orðið drjóni. Gefnar eru tvær merkingar: ‘naut, uxi’ sem merkt er með krossi og ‘ruddamenni’ sem merkt er staðbundið mál. Atviksorðið dart í merkingunni ‘dátt, ákaflega’ er bæði merkt krossi og sem staðbundið mál. Þar sem krossinn á bæði við fomt mál og úrelt mál eru krossmerkt orð ekki öll í fommálsorðabókum. Við mörg þeirra sem tekin eru upp í ÍO 1983 (og reyndar 1963 áður) er í Fritzner vitnað til einnar heimildar og líklegt að orðin komi sjaldan fyrir í fornum textum. Ég hygg að flest þeirra, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.