Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 30

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 30
18 Orð og tunga undir flettimynd annars eða einhvers þeirra orða sem sambandið er myndað úr (heitin einyrði og fleiryrði eiga við þau hugtök sem á norsku eiga sér heitin ettordsenhet og flerordsenhet, sbr. Nordisk leksikografisk ordbok). Margir hafa auðvitað vanist þessu og vita hvernig best er að þreifa sig áfram í leit að tilteknu orðasambandi, en fyrir öðrum, sérstaklega óvönum notendum, getur þessi skipan verið óþægileg hindrun, jafnvel svo að menn verða frá að hverfa án þess að finna það sem þeir leituðu að. Sú hindrun, sem hér getur orðið, byggist á því að sum orðasambönd eru nánast eða fullkomlega sjálfstæð, mynda órofa heild í huga málnotenda og eru þar með sjálfstætt athugunarefni, sem orðabókarnotendur þarfnast í rauninni sams konar vitneskju um og eiginleg og sjálfsögð flettiorð. Ymsir atviksliðir eru skýr dæmi um slík orðasambönd, við getum brugðið upp nokkrum dæmum: allt í einu ekki alls fyrir löngu lítiðeitt sem betur fer statt og stöðugt Uppflettitilefnið, þegar slík orðasambönd eru annars vegar, er varla bundið neinu þeirra stöku orða sem samböndin eru mynduð úr, heldur hverju orðasambandi fyrir sig í heilu lagi. Aðgangurinn að upplýsingunum sem sóst er eftir liggur hins vegar aðeins um stök orð svo að orðabókarnotandinn neyðist til að geta sér til um hvar vænlegast sé að bera niður. í ÍO er þessum orðasamböndum skipað á þennan hátt: allt í einu (undir einn) ekki alls fyrir löngu (undirallur) lítið eitt (undir einn) sem betur fer (undir vel) statt og stöðugt (undir staddur) Því miður fær ályktunarhæfni notenda ekki alltaf að njóta sín, því að erfitt er að greina ákveðna reglu um það undir hvaða lið slíkum samböndum er almennt skipað. Það reynir því oft mjög á þolinmæði notenda, að ég ekki segi umburðarlyndi, að þeir láti sér ekki í augum vaxa þótt þeir grípi í tómt við fyrstu og jafnvel aðra tilraun. Og eins og við sjáum getur líka reynt töluvert á málfræðilega þekkingu, flettimyndirnar vel og staddur í dæmunum að ofan koma mönnum varla að gagni nema þeir kunni nokkur skil á málfræðigreiningu. Staða orðtaka Flettuskipan eins og sú sem viðhöfð er í 10 torveldar þannig aðgang að föstum og sjálfstæðum orðasamböndum og skipar þeim sem efnisatriðum í lýsingu stakra orða þar sem þau standa oft einangruð og úr tengslum við almenna lýsingu flettiorðsins. Segja má að þetta gildi að verulegu leyti um þá tegund orðasambanda sem einna mest ber á í almennum orðabókum, orðtökin, en þau skipa mikið rúm í lýsingu margra flettiorða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.