Orð og tunga - 01.06.1998, Page 33

Orð og tunga - 01.06.1998, Page 33
Jón Hilmar Jónsson: Glíman við orðasamböndin 21 Þessi efnisskipan undirstrikar hversu mikilvæg orðtökin eru talin og hversu að- gangsfrek þau reynast hvenær sem verið er að lýsa orði þar sem orðtaka verður vart. En þótt orðabókarhöfundur vilji gera orðtökum hátt undir höfði og hafa þau sem að- gengilegust er varla keppikefli að tilgreina sama orðtak undir mörgum, hvað þá öllum hugsanlegum flettiorðum. Þá þarf a.m.k. að gæta vel að samræmi í framsetningu og skýringum. En á því virðist vera verulegur misbrestur í ÍO, eins og sést þegar við virðum betur fyrir okkur lýsingu orðtakanna sem ég nefndi: vaða reyk skjátlast mjög, fara villur vegar um e-ð (reykur); 1) skjátlast, 2) vera í óvissu (vaða) vita hvorki íþennan heim né annan vita ekki af sér (heimur); 1) vera alveg meðvitundarlaus; 2) vera mjög annars hugar (vita) leggja gjörva hönd á margt fást (af kunnáttu) við margt, geta margt (hönd) leggja gerva/gjörva hönd á margt fást við margt með góðum árangri (ger) uppi í skýjunum o: sagt um óraunhæft mat eða viðhorf (uppi) vera uppi í skýjunum hafa óraunhæfar hugmyndir (ský) e-ðfer fyrir ofan garð og neðan (fyrir ofan höfuð og neðanfœtur) hjá e-m o: fer fram hjá e-m, o: hann áttar sig ekki á því (fara-fyrir) farafyrirofan garð og neðan (hjá e-m) skiljast ekki, fara fram hjá (garður) hitta naglann á höfuðið 1) slá á naglahausinn, 2) # tilgreina kjarna máls, segja það sem þarf og við á (hitta); koma orðum að kjarna máls, skilgreina e-ð rétt í stuttu máli (höfuð); tilgreinakjarna máls (nagli) vaða ofan í e-n með skítuga skóna (á skítugum skónum) abbast upp á e-n með frekju, fúkyrðum e.þ.h. (skítugur) vaða ofan í e-n með skítinn á skónum (á skítugum skónum) sýna e-m ósvífni (án þess hann fái rönd við reist) (skór) vaða ofan í e-n (með skítuga skóna/skítinn á skónum) ráðast með stóryrðum á e-n (vaða) Sjálfstæð textaeining óháð merkingu Það má vel hugsa sér að ástæðan fyrir þessum ósamstæðu endurtekningum sé að nokkru leyti sú að litið sé á orðtökin sem eins konar anga á merkingargrein orðsins, ef svo má segja, merkingarlýsingin verði fyllri séu orðtökin höfð með. En það er líka freistandi að álykta að orðtökin þyki einfaldlega svona merkileg, þau gefi orðlýsingunni sérstakt gildi umfram það sem felst í merkingarskýringum einum saman. Og í því speglast einmitt sjálfstæði slíkra sambanda gagnvart einstökum flettiorðum, ef orðtökunum er veittur aðgangur á annað borð er erfitt að takmarka fjölda þeirra. Um það talar ÍO sínu

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.