Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 38

Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 38
26 Orð og tunga beygingarlegt og setningafræðilegteðli flettiorðannaer sett fram í orðabókinni, og ræða dálítið um hvað þar mætti betur fara. 2 Beygingarlegar upplýsingar Fremst í ÍO er stuttur kafli, rúmlega hálf síða, með fyrirsögninni 77/ notenda. I þessum leiðbeiningumer nánast eingöngu fjallað um beygingartáknun í bókinni, og ég tek mest af því hér upp orðrétt, en hef skipt því í nokkra liði til þæginda. (1) a. Beyging ósamsettra orða er sýnd í bókinni þegar hún er þekkt, en beyging samsettra orða er því aðeins sýnd að hún sé frábrugðin beygingu síðari (síðasta) liðar. b. Beygingartáknanir eiga að vera nægilega skýrar til þess að hver sem kann íslenska beygingafræði eða hefur aðgang að henni, geti haft þeirra full not. Því eru beygingarendingar látnar nægja þegar ekki fylgja beygingunni breytingar á stofnsérhljóði. c. Við nafnorð eru sýnd kenniföll (nefnifall eintölu, eignarfall eintölu, nefnifall fleirtölu) [...]. d. Við lýsingarorð er sýnt nefnifall kvenkyns eða þolfall karlkyns þegar þess þykir þurfa, t.d. með dæmum [...]. e. Afbrigðilegar beygingarmyndir eru sýndar eftir þörfum, en þó ekki reglubundnar hljóðverptar myndir eins og glöð (af glaður) eða (við) sögðum (af segja, sagði) þar eð gera má ráð fyrir að allir notendur bókarinnar hafi þessi frumatriði íslenskra beyginga á valdi sínu. f. Sums staðar er sett lóðrétt strik milli stofns og endingar (glœ\r k, pál\l k) eða aftan við stofnlægt /- (v/íMr| l), en að vísu hefði þessa verið þörf víðar. [... ] g. Við sterk sagnorð eru sýndar kennimyndirnar fjórar (nafnháttur, fyrsta persóna eintölu og fleirtölu í framsöguhætti þátíðar, lýsing- arháttur þátíðar í hvorugkyni) [... ] en við veikar sagnir nægir oftast að sýna tvær myndir (nafnhátt og fyrstu persónu eintölu í framsögu- hætti þátíðar) [...]. Ég skal nú taka þessa liði fyrir í sömu röð og athuga lauslega hvernig þeir birtast í bókinni, og hvort það sé fullnægjandi. Vissulega má segja að óþarfi sé að sýna beygingu samsettra orða ef hún er eins og beyging síðari liðar. Hér verður þó að hafa í huga að þótt síðari eða síðasti liður ráði beygingunni þá ræður fyrri eða fyrsti liður stafrófsröðinni. Þess vegna þarf yfirleitt að fletta upp á öðrum stað í bókinni til að finna beyginguna. Nokkur dæmi um þetta eru sýnd í (2): (2) a. b. c. d. alda, öldu, öldur kv köttur, kattar, kettir k fara, fór, fórum, farið S draga, dró, drógum, dregið s sigalda kv hreysiköttur K hlunnfara S táldraga s
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.