Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 40
28
Orð og tunga
í sterkum karlkynsorðum er full þörf á að sýna kenniföllin eins og í (4a), en það er
ekki nóg; það er mjög misjafnt hvort þessi orð hafa í þgf.et. eða ekki, eins og Friðrik
Magnússon (1984) hefur skrifað um og sýnt er í (4b). Þetta er atriði sem notendur
velkjast mjög oft í vafa um, og því hefði verið full þörf á að gefa þgf.et. í þessum
orðum. Það er reyndar stöku sinnum gert, en erfitt að sjá samræmi í því, eins og dæmin
um himin og aftan í (4c) sýna.
Sum kvenkynsorð, eins og jörð og mold, fá oft -u í þgf.et., sbr. (4d), en það kemur
ekki fram í beygingarlýsingunni, þótt hægt sé að ráða það af notkunardæmum. Aður
var minnst á n í ef.ft. kvenkyns- og hvorugkynsorða. I orðinu kýr er ekki heldur sýnt
hvemig þgf. og ef.ft. eru, þótt þess væri full þörf. Niðurstaða mín er því sú að það sé
ekki heppilegt að einskorða beygingarlegar upplýsingar við kenniföll.
Það er líka oft erfitt að sjá samræmi í beygingarlegum upplýsingum í ÍO. Svona eru
t.d. fjögur lýsingarorð gefin upp:
(5) a. vitur| l; bitur (þf -ran) l
b. fagur (kv fögur, þf k fagran) l; magur (kv mögur) l
Eins og fram kom í (ld) er nf.et. í kvenkyni og þf.et. í karlkyni sýnt „þegar þess þykir
þurfa“, en óljóst er hvers vegna vitran er ekki gefið upp fyrst bitran kemur fram, eða
hvers vegna fagran kemur fram en ekki magran.
Á hinn bóginn væri oft þörf á því að tilfæra sérstaklega hvorugkyn lýsingarorða; það
er ekki alltaf sjálfgefið. Að vísu má e.t.v. gefa sér að notendur viti af lengingunni sem
verður á eftir ákveðnum sérhljóðum, í blátt, hátt, smátt, trútt, nýtt o.s.frv.; og einnig af
samlöguninni í gleitt, brátt, hljótt, blítt, prútt o.s.frv. En stundum verður ekki samlögun,
heldur verður hvorugkyniðeins og kvenkynið, a.m.k. í lýsingarháttum; smáð, þjáð, háð,
fjáð; engar upplýsingar eru um það í ÍO. Og hvemig eru kvk. og hk. af lo. heiðurl Það
orð er gefið athugasemdalaust í ÍO, en fæstir sem ég hef spurt geta notað það nema í
kk. Hk. af grannur, þunnur og grunnur er grannt, þunnt og grunnt, eins og við er að
búast, en hk. af sannur er ekki *sannt, heldur satt. Þess er ekki getið, þótt það megi að
vísu ráða af notkunardæmum.
Tekið er fram að reglubundnar hljóðverptar myndir séu ekki sýndar sérstaklega;
þess vegna er kvk. glöð og 1 .p.ft.fh.þt. sögðum ekki gefin. Þetta er í sjálfu sér ekki
óeðlilegt, en það fellur illa að því að í nafnorðum eru hljóðverptar myndir gefnar,
enda þótt þær séu ekki síður reglulegar en í lýsingarorðum og sögnum. Þannig er t.d.
alda, öldu, öldur, þökk, þakkar, þakkir, barn, -s, börn o.s.frv. Þetta á þó aðeins við að
hljóðavíxlin varði kenniföll; þgf.ft. eins og örmum er ekki gefið.
Hér væri eðlilegt að hafa samræmi; það er engin ástæða til að ætla að hljóðavíxlin í
nafnorðum séu á neitt hátt auðveldari eða sjálfgefnari. Þar að auki þyrfti stundum að geta
undantekninga í lýsingarorðum. Orðið smart er t.d. gefið (að vísu með spurningarmerki),
en hvergi kemur fram að það er, a.m.k. oft, án hljóðavíxla í kvenkyni; hún er smart en
ekki Ismört.
Það er mjög á reiki hvenær skil stofns og endingar eru táknuð sérstaklega. Þetta má
sjá af dæmunum í (6);