Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 43

Orð og tunga - 01.06.1998, Blaðsíða 43
Eiríkur Rögnvaldsson: Málfræði í íslenskri orðabók: Hvernig og til hvers? 31 en þó þykir ástæða til að skýra það sérstaklega; ‘stela e-u frá e-m’. Aftast í flettunni, undir lh.þt. stolinn, er svo gefið vera stolinn e-u, sem væntanlega er úr Þrymskviðu; Xw er stolinn hamri. Hér ber hins vegar svo við að sambandið er merkt sem fornt eða úrelt mál. Undir biðja er nefnt biðja e-s og biðja um e-ð, svo og biðja e-n bónar, en hins vegar ekki biðja e-n um e-ð. Undir óska kemur óska sér e-s og óska e-m allra heilla, en ekki óska e-s eða óska eftir e-u. — Sagnirnar kjósa, skipa og ráða geta hagað sér svipað; það er hægt að kjósa e-n forseta, skipa e-n sýslumann og ráða e-n vinnumann. Ekkert þessara sambanda er gefið í 10. Undir sögninni hjálpa eru gefin samböndin hjálpa e-m með e-ð, hjálpa e-m við e- ð; hjálpa upp á e-n; hjálpa til. Hins vegar er ekki gefið hjálpa til við e-ð, og ekki heldur hjálpa e-m eitt og sér. liðsinna er aðeins sýnd sem liðsinna e-m, ekki liðsinna e-m með/við e-ð. aðstoða fær engin notkunardæmi, en er skýrt sem ‘hjálpa, veita aðstoð’. Af merkingarlegum ástæðum gætu menn ímyndað sér að sögnin stýrði þágufalli, en svo er ekki. Notkun skammstöfunarinnar óp, sem stendur fyrir ópersónulega notkun, er nokkuð á reiki. Hún er annars vegar notuð með sögnum sem ekki hafa neitt merkingarlegt frumlag, eins og ýmiss konar veðurfarssögnum; og svo með sögnum sem taka auka- fall í stað nefnifallsfrumlags. Sagnirnar hvessa, snjóa, og margar fleiri, fá hana, en hins vegar ekki rigna. Fyrst hélt ég að það væri vegna þess að með rigna er bæði hann og það gefið sem hugsanlegt frumlag, en svo kom í ljós að undir hvessa er að finna dæmið enn hvessir hann. langa, vanta, finnast, þykja o.m.fl. fá óp, en ekki líka, leiðast, virðast, sýnast, hraka o.s.frv. Verra er að ekki kemur alltaf fram hvaða fall þessar sagnir taka. Þannig er t.d. gefin sögnin fatra óp, í merkingunni ‘fata, skjátl- ast’; en henni fylgja engin notkunardæmi, þannig að ekki sést hvort hún tekur þf. eða þgf- Notkun skammstöfunarinnar mm, fyrir miðmynd, er í meira lagi vafasöm. Þannig eru flestar eða allar sagnmyndir sem enda á -st settar undir germyndina, sé hún á annað borð til, óháð því hversu náinn merkingarskyldleikinner, og jafnvel þótt germyndin sé miklu sjaldgæfari. Þetta gildir um sagnir eins og farast, undir fara, skjátlast, undir skjátla, mistakast, undir mistaka, leiðast, undir leiða, vingast, undir vinga, og ótalmargar aðrar. Að vísu fær ferðast að vera sjálfstæð uppflettimynd. Eins og Jón Hilmar Jónsson benti á í ritdómi sínum (1985:205) leiðir þetta til þess að miðmyndin lendir mjög útundan, bæði um merkingarskýringar og notkunardæmi. Miðmyndirnar/i/;/;a.sr, sýnast og virðast eru hliðstæðar um margt. Nokkur sambönd eru sýnd um hverja þeirra, en þó ekki mérfinnst/sýnist/virðist hann vera góður, og ekki heldur mérfinnst að hann sé góður, hann sýnist/virðist vera góður. Með miðmyndinni leiðast er aðeins sýnt sambandið mér leiðist, en ekki mér leiðist e-ð. Æskilegt er að fram komi ef möguleg setningarstaða orða er á einhvern hátt tak- mörkuð eða óvenjuleg út frá því sem við er að búast. Svo virðist þó sjaldnast vera. Þar rná nefna lo. hugsi, sem ekki getur staðið hliðstætt; þótt hægt sé að segja hann er hugsi er ekki hægt að segja *þetta er hugsi maður. Athugið að hugsi er skýrt með ‘hugsandi’, en það orð hagar sér öðruvísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.