Orð og tunga - 01.06.1998, Page 45
Kristín Bjamadóttir:
Orðaforði í skýringum
5 Inngangur
Þegar leitað er í handbækur um orðabókargerð1 kemur strax í ljós að ýmsar skoðanir
eru uppi um það hvort og hvernig eigi að afmarka orðaforða sem notaður er í skýringum
í einsmálsorðabókum. Jafnframt er stundum tekið fram að breitt bil sé á milli þess sem
er og hins sem ætti að vera þegar skýringarorðaforðinn er annars vegar. Ég ætla nú að
setja fram nokkrar leiðir sem eru færar þegar móta á stefnu um orðaforða í skýringum.
Síðan mun ég stuttlega gera grein fyrir því hvernig skýringarorðaforðanum í íslenskri
orðabók (1983) er háttað en ég hef nú nýverið gert lista um hann og borið hann saman
við flettiorð í bókinni. Öll dæmi hér á eftir eru úr annarri útgáfu íslenskrar orðabókar
1983 (hér eftir IO) nema annað sé tekið fram.
6 Helstu leiðir í skýringum
Mismunandi gerðir orðabóka gera kröfur um mismunandi aðferðir í mótun skýringar-
orðaforðans. Umfjöllunarefnið r þessu hefti Orðs og tungu er íslensk nútímamálsorða-
bók og ég geri ráð fyrir að þá sé ekki átt við bók sem ætluð er þeim sem eru að læra
málið sem erlent tungumál heldur þeim sem eiga íslensku að móðurmáli. I því sem
hér fer á eftir mun ég gera ráð fyrir að svo sé. Annað atriði sem vert er að hafa í huga
við umfjöllun um skýringarorðaforðann er sá grundvallarmunur sem er á orðabókum
sem byggjast að verulegu leyti á því að gefa samheiti og á bókum þar sem eiginlegar
skýringar eru gefnar. Dæmi um báðar aðferðir er að finna í IO:
(1) a strengur, -s eða -jar, -ir K taug, lína, kaðall, snúra, band, þráður (einkum
þaninn):...
1 Til dæmis má nefna handbók Bos Svenséns (1987) og yfirlitsrit um orðabækur (Dictionaries. An In-
temational Encyclopedia of Lexicography.) útgefið 1991 afdeGruyter.
33