Orð og tunga - 01.06.1998, Page 50

Orð og tunga - 01.06.1998, Page 50
38 Orð og tunga 6.5 Takmarkaður orðafjöldi Loks er þeirri aðferð stundum beitt að takmarka skýringarorðaforða við ákveðinn og fyrirfram afmarkaðan (og skilgreindan) fjölda orða. Þessi aðferð er oft notuð í orðabók- um fyrir þá sem eru að læra tungumál en dugar sennilega skammt í glímu við íslenska samtímamálsorðabók fyrir Islendinga. Þrjú dæmi um skýringar af þessu tagi eru sýnd í (12) hér áeftir. Þau eru úr Longman ’s Dictionary of Contemporary English, tilvitnunúr Svensén 1987:132. í þessari orðabók er skýringarorðaforðinnbundinn við u.þ.b. 2.000 orð en flettiorð eru alls u.þ.b. 55.000. (12) a malnutrition bad feeling with food that is the wrong sort and/or too small in amount b amphetamine a drug used in medicine and by people wanting a sense of speedy ability and excitement c cataract a diseased growth on the eye causing a slow loss of sight by prevent- ing light from entering Kostir þess að takmarka skýringarorðaforðann við ákveðinn fjölda orða eru þeir að einfaldara er að halda utan um hann með þessu móti. Okostirnir eru hins vegar þeir að skýringar geta orðið nokkuð einfeldningslegar og ónákvæmar, eins og augsýnilegt er af dæmunum hér að ofan. Samt má draga nokkurn lærdóm af því að skoða dæmi um þau vinnubrögð sem viðhöfð eru í gerð svona bóka, sérstaklega til samanburðar við aðrar aðferðir. í móðurmálsbók er þessi aðferð þó tæplega heppileg. / / 6.6 Islenska leiðin: Oheftur orðaforði í skýringum Af undanfarandi dæmum úr IO má ráða að orðaforði í skýringum sé óheftur. Þetta kemur enn betur í ljós þegar gerður er vélrænn samanburður á flettiorðum og skýringarorðum í bókinni. Niðurstaðan úr slíkum samanburði er sú að höfundar ÍO hafi ekki sett sér það markmið að skýringarorðaforðann ætti að binda við flettiorð í bókinni. 7 Samanburður á skýringarorðaforðanum í ÍO og fletti- orðunum Ef texti orðabókar er til á tölvutæku formi og skýringar eru afmarkaðar þannig að hægt sé að búa til úr þeim orðmyndalista er tæknilega tiltölulega einfalt að keyra saman skýringarorðaforða og flettiorð í orðabók af hóflegri stærð, eins og ÍO er.6 6Samanburðurinn sem hér er sagt frá var gerður með tiltölulega frumstæðum aðferðum þar sem setning- argreiningarforrit var ekki tiltækt til verksins. Listinn var búinn til með einföldum aðferðum, allar orðmyndir í öllum skýringum einfaldlega settar í stafrófsraðaðan lista og síðan notast við strengjaleit og -skiptingar. Kom sér þá vel hve einfalt form er yfirleitt á orðabókartextum þar sem nafnorð hafa t.d. sterka tilhneigingu tíl að vera í nefnifalli, sagnir í nafnhætti o.s.frv. Þessi aðferð er ekki gallalaus og sennilega er nokkur hætta á villum en hún er einföld þótt ekki sé hún sérlega fljótleg.

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.