Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 51

Orð og tunga - 01.06.1998, Síða 51
Kristín Bjamadóttir: Orðaforði í skýringum 39 í lista úr ÍO sem notaður var í samanburðinum eru u.þ.b. 80.000 flettiorð en orðaforði í skýringum í bókinni er rúmlega 52.000 orð. Tölur úr vélræna samanburðinum sýna að u.þ.b. 42% af skýringarorðaforðanum kemur ekki fram sem flettiorð í bókinni. Þá ber þess að geta að vélræni samanburðurinn dugar ekki til að ganga úr skugga um það hvort skýringarorð er fletta í bókinni í raun og veru, t.d. í örlítið breyttri mynd. Þar á ég við stafsetningarafbrigði, orðmyndunarafbrigði og ýmislegt fleira sem of langt mál yrði að rekja hér. Tölurnar úr samanburðinum eru þessar:7 Tafla 1: Tölur um skýringarorðaforðann í ÍO Flettiorð í ÍO 78.994 Skýringarorð í ÍO 52.507 Samanlagður orðaforði, flettiorð og skýringarorð 101.324 Skýringarorð sem eru flettiorð í IO 30.164 Skýringarorð sem ekki eru flettiorð í ÍO 22.330 Eins og sést á töflu 1 eru skýringarorð sem ekki eru flettur í ÍO yfir 22.000 eða u.þ.b. 42% af öllum skýringarorðaforðanum. Ef öll þessi orð væru gerð að flettiorðum í bókinni rnyndi þeim fjölga um fjórðung eða meira. Það er því vert að athuga hvort þess er virkilega þörf að bæta inn öllum þessum flettiorðum. 8 Virkar orðmyndunarreglur og flettugildi í orðabók Við val á orðum í íslenskan stofn í íslensk-skandinavískaorðabók sem vinnahófst við á Orðabók Háskólans á árinu 1994 var sú vinnuregla mótuð að afleidd og samsett orð sem mynduð eru með virkum orðmyndunarreglum þannig að bæði form og merking orðanna eru fyrirsegjanleg út frá orðhlutunum hafi lítið eða ekkert flettugildi í orðabókartexta.8 Við val flettiorða í ÍO hefur þetta greinilega ekki verið haft að leiðarljósi, eins og sjá má af þessum skýringum: (13) a kaðalstigi K stigi úrkaðli. b alþýðubók kv bók handa alþýðu. c alþýðuheimili h heimili alþýðumanns. d eiturbikar k bikar með eitri í. e eplakaka kv kaka með eplum í. f fegurðarnæmi kv næmleiki fyrir fegurð. 7Listi um skýringarorðaforðann var unninn upp úr óleiðréttum texta úr gagnagrunni bókarinnar og þar geta falist skekkjur af ýmsum ástæðum. Tölurnar eru þess vegna til þess eins fallnar að gefa hugmynd um það í hverju vandinn er fólginn og þeim þarf að taka með fyrirvara. Til þess að niðurstöður verði nákvæmar þarf að athuga hvert einstakt orð. 8Hér eru tekin dæmi um samsett orð en sennilega gegnir sama máli um afleidd orð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Orð og tunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.