Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 52

Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 52
40 Orð og tunga g flísagólf h gólf lagt flísum. h frelsisbarátta kv barátta fyrir frelsi. i geimrannsókn kv rannsókn á himingeimnum. j viðskiptafyrirtæki h fyrirtæki sem annast viðskipti. Þarna felast „skýringarnar“ ekki í neinu nema umröðun orðhlutannaog venslin í orðun- um eru alveg í samræmi við virkar orðmyndunarreglur sem hver innfæddur málnotandi beitir ósjálfrátt.9 Skýringar á borð við þær sem gefnar eru hér að ofan eru í besta falli gagnslausar og í versta falli hlægilegar eða beinlínis rangar: (14) a unghæna kv ung hæna. b þvagsýra kv ? sýra sem myndast í þvagi. c negrakoss k 1 koss svertingja. 2 sérstök tegund af sælgæti. Talsvert er af slíkum flettum í 10 eins og margir hafa rekist á og eru þær ýmist settar fram sem eina merkingarskýringin á orði (eins og í orðunum nr. (13) hér að framan) eða sem einn merkingarliður sem látinn er fylgja með lesgerðri (lexíkalíseraðri) merkingu, eins og í orðinu negrakoss þar sem merkingarliður 1 virðist fá að fljóta með vegna þess að sælgætismerkinguna í lið 2 verður að skýra. Þar er merkingin á engan hátt fyrirsegjanleg út frá orðhlutunum. 1 10 er einnig dálítið um merkingarskýringar sem e.t.v. ætti að flokka á sama hátt þar sem gefið er samheiti fyrir einn orðhlutann í umorðuninni: (15) a vetrarpartur k hluti vetrarins. b vikurskafl k hrönn af vikri. í fyrra tilfellinu virðist málhreinsunarstefna ráða því að höfð eru skipti á parti og hluta í skýringunni. í síðara dæminu er sett inn torskildara samheiti fyrir orðið skafl en mér er til efs að sá sem ekki skilur orðið vikurskafl skilji skýringuna ‘hrönn af vikri’. Það er auðvitað matsatriði að hve miklu leyti orð af þessu tagi teljast hafa flettugildi í orðabók. Til þess að bókin bólgni ekki ótæpilega sýnist mér þó vert að athuga hvort ekki er rétt að sleppa öllum orðum sem mynduð eru með fyllilega virkum reglum. 8.1 Tölurnar En hvað fækkar þá nýjum flettiorðum úr skýringarorðaforðanum mikið við það að ákveða að orð sem mynduð eru með virkum orðmyndunarreglum eigi ekki að vera flettiorð? Til þess að komast að niðurstöðu um það athugaði ég öll skýringarorð í ÍO sem hefjast á bókstafnum A og flokkaði þau eftir flettugildi, í samræmi við þær reglur 9Þeir sem eru að læra málið vilja e.t.v. fá upplýsingarum það að orðin „séu til“ og vel má ímynda sér að slíku efni væri auðveldara að koma til skila í orðabók á tölvutæku formi. Þá nægir að gefa upp orðmyndimar og vísa síðan í orðmyndunarreglur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.