Orð og tunga - 01.06.1998, Page 57

Orð og tunga - 01.06.1998, Page 57
Dóra Hafsteinsdóttir: Fagorðaforðinn Inngangur Almenn íslensk orðabók. Staða og stefnumið er þema þessa málþings um íslenska orða- bók. Umfjöllunarefni þessa erindis verður fagorðaforðinn í almennri íslenskri orðabók. Ég geri úttekt á fagorðaforðanum af einu efnissviði í Islenskri orðabók 2. útg. 1983 (hér eftir ÍO), sem er eina almenna íslenska orðabókin á markaðnum, og bendi á aðferð til að velja fagorðaforða í nýja almenna íslenska orðabók, sem á að verða um 100 þús. fletti- orð að stærð, en ÍO verður væntanlega stofninn í henni. Ég geri grein fyrir muninum á almennri orðabók, alrænni orðabók og alfræðiorðabók og ber saman fagorðaforða í ÍO og sambærilegan orðaforða í tveimur erlendum einmála orðabókum; önnur er dönsk, Nudansk ordbog 12. útg. 1984 (hér eftir NDO), helsta danska almenna orðabókin; hin er bresk, Collins English Dictionary 3. útg. 1991 (hér eftir CED), viðamikil orðabók með alfræðilegu ívafi, þ.e. svonefnd alræn orðabók. Til grundvallar legg ég flettiorðaforða af efnafræðisviði í íslensku alfrœðiorðabókinni 1990 (hér eftir í A). Drepið er á hvar helst megi finna efnivið úr fagmáli í fyrirhugaða íslenska bók og við hvað sé hægt að miða val á flettiorðum úr fagmáli. Jafnframt geri ég örstutta grein fyrir muninum á fagmáli og íðorðaforða. Fagmál og íðorðaforði Fagorðaforðinn er víðtækari en íðorðaforðinn. I Nordisk leksikografisk ordbok (hér eftir Norða) er íðorð (term) skilgreint sem heiti á hugtaki sem tilheyrir tilteknu efnissviði. í þeirri bók er greint á milli fagmáls (fagsprák) og íðorðaforða (fagvokabular); fagmál er mál sem fagmenn á tilteknu sviði nota sín á milli; íðorðaforði er orðaforði sem takmarkast við íðorð á einu eða fleiri efnissviðum. í Handboki lexikografi skiptirorðabókarfræðingurinn Bo Svensén heildarorðaforða tungumáls í almennt mál og sérhæft mál. Skilin þar á milli eru þó óglögg. Almenna málið er sá hluti orðaforðans sem flestir notendur tiltekins tungumáls nota og skilja. Sérhæfða 45

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.