Orð og tunga - 01.06.1998, Side 60

Orð og tunga - 01.06.1998, Side 60
48 Orð og tunga ÍA er byggð á dönsku alfræðiorðabókinni FAKTA [um 40 þús. flettiorð] ... Handritið að dönsku bókinni var flokkað í 241 efnisflokk samkvæmt Deweyflokkunarkerfinu og unnið í gagnasafni á tölvu. íslenska handritið var unnið með sama hætti (1990:ix). Þessi efnisflokkun stuðlar að sæmilegu jafnvægi milli efnissviða í ÍA. Bókin er þó miðuð við íslenska notendur og íslenskar aðstæður. Við gerð bókarinnar var flettuvalið endurskoðað þannig að fellt var úr sérdanskt efni en í staðinn bætt við samsvarandi séríslensku efni. I IA er orðinu bróm að sjálfsögðu gerð full skil og er skýringin við orðið nokkru ítarlegri en í CED. Samantekt Samkvæmt fyrrgreindri lýsingu Svenséns er skýringin við bróm í NDO almenn orða- bókarskýring. Skýringin er alfræðileg bæði í 10 og CED sem eru báðar með alfræðilegu ívafi, þ.e. alrænar bækur. Þó er skýringin í þeirri síðarnefndu mun ítarlegri. Skýringin í IA er aftur á móti ítarlegust og þar segir til sín sá munur sem getur verið á al- fræðiorðabókum og alrænum orðabókum. Það er yfirleitt að finna meiri upplýsingar í alfræðiorðabókum en alrænum orðabókum. Meðalstórar orðabækur úr almennu máli eru um 40-50 þús. flettiorð. Ef miðað er við að í NDO eru um 50 þús. flettiorð, en ekkert fagmál, eða eins og segir í formálanum, engin orð sem aðeins eru þekkt og notuð af fagmönnum, og að í CED, sem er með alfræðilegu ívafi, þ.e. alræn, eru um 110 þús. flettiorð, þá mætti giska á að alfræðilegur orðaforði í liðlega 100 þús. flettiorða bók á borð við fyrirhugaða íslenska orðabók ætti að vera um helmingur flettiorðanna, eða um 50 þús. flettiorð. í CED er alfræðilega orðaforðanum skipt í tvö svið, annars vegar í „fólk og staði“ (um 16 þús. flettiorð) og hins vegar í „vísindi og tækni“, sem er þá fagorðasvið bókarinnar. Miðað við svipaða skiptingu í nýju íslensku bókinni ætti fagorðaforði hennar að vera um 35 þús. flettiorð. Það er ljóst að flettiorðaforði bæði í almennum og alrænum orðabókum skarast við flettiorðaforða alfræðiorðabóka. Orðið bró/n er gott dæmi um að það eru alfræðileg flettiorð í almennum orðabókum og flettiorð úr almennu máli í alfræðiorðabókum. Spurningin er aðeins hvernig eigi að draga línurnar. Samanburður á flettiorðavali Til glöggvunar á fagorðaforðanum í áðurnefndum bókum bar ég saman flettiorðaval þeirra í grunnhugtökumí almennri efnafræði og svo ólífrænni efnafræði. Til grundvallar var hafður flettiorðaforðinn í þessum tveimur efnisflokkum í ÍA. Athuguð voru 450 flettiorð. í NDO eru 173 af þessum 450 flettiorðum, eða 38%. Miðað við það sem segir í formála NDO að í henni sé sleppt fagmáli, þá eru um 40% af flettiorðaforðanum úr þessum efnisflokkum í ÍA samkvæmt því orð úr almennu máli. í IO eru 153 af þessum 450 flettiorðum, eða 34%. í formála ÍO er tekið fram að flettiorðavalið á fræðiorðum sé tilviljanakennt en benda má á að í IO vantar liðlega 4%

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.