Orð og tunga - 01.06.1998, Page 64

Orð og tunga - 01.06.1998, Page 64
52 Orð og tunga Lokaorð Almenn íslensk orðabók. Staða og stefnumið er þema þessa málþings um íslenska orðabók, eins og ég vitnaði til í upphafi. Hvað stöðu almennrar íslenskrar orðabókar varðar má vitna aftur til formála IO þar sem segir: ... mun því enn nokkurt misræmi milli fræði- og starfsgreina. Þannig eru ýmsu úr verkfræði og handiðnaði lítil eða engin skil gerð, enda fæst skráð í tiltækar bækur (Árni Böðvarsson: 1983:VIII). Þetta er staðan, vandmálið í hnotskurn með tilliti til fagorðaforðans. Stefhumiðið er að gætaþess að ekki verði slagsíða á flettuvalinu, takmarka valið á þeim sviðum þar sem af nógu er að taka og gæta þess jafnframt að hafa ekki út undan þau svið þar sem erfiðara er að nálgast orðaforðann. Aðferðir til að velja flettiorðaforða þurfa fyrst og fremst að vera skipulegar og fljótlegar og þannig um hnútana búið að orðabókarhöfundar þurfi sem sjaldnast að velkjast í vafa um hvort þetta eða hitt orðið eigi að vera flettiorð eða ekki. íslenska orðabókin verður væntanlega af svipaðri stærð og CED svo að ef til vill væri hægt að miða fagorðaforðann að einhverju leyti við sams konar orðaforða ensku bókarinnar eða annarrar sambærilegrar orðabókar. Hafa verður þó í huga að flettiorðaval almennra orðabóka, ekki síst einmála orðabóka, hlýtur alltaf að hluta til að miðast við þjóðerni þeirra; það eru aðrar áherslur í erlendum einmála orðabókum en íslenskum. Það verður aldrei undan því vikist að velja og hafna.

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.