Orð og tunga - 01.06.1998, Page 69

Orð og tunga - 01.06.1998, Page 69
Ari Páll Kristinsson: Málræktarhlutverk almennrar íslenskrar orðabókar 57 fyrir um merkingu þeirra eða notkun. í sérstökum orðasöfnum með nýjum orðum er aðgangur notandans að hverju orði venjulega hugsaður út frá erlendum orðum þótt það sé ekki einhlít aðferð við birtingu nýyrða enda eiga þau ekki öll skýra erlenda samsvörun þótt ekki væri annað. En slík söfn miðast oftast við að notandi sé kunnugur hinu erlenda orði og fræðist um nýjan íslenskan orðaforða með þeirri millileið. Notendur geta þá, ef þeim sýnist svo, tileinkað sér íslenska orðið og þar með er það komið á kreik í samfélaginu. Þeir sem rekast svo á orðið í textum eða heyra það notað geta þá flett því upp ef þeir eru ekki vissir um merkingu og notkun. I íslensk-íslenskri orðabók er ekki hægt að nálgast nýjan íslenskan orðaforða með milligöngu erlends heitis nema þar sem erlenda heitið er tekið inn í bókina sem tökuorð, meira eða minna aðlagað, og nýyrðið kemur fyrir í skýringunni sem samheiti. Einnig getur hugsast að nýtt orð sé notað t.d. í merkingarskýringu einhvers staðar í orðabókinni sjálfri án þess að vera samheiti flettiorðsins og þá má vænta þess að notandi leiti þetta orð uppi í sömu orðabók. Undir flettiorðinu tékka (so.) í ÍO 1983 eru m.a. samheitin kanna, gáta (og sú merking flettiorðsins táknuð með spumingarmerki). Þama er sem sé nýyrðið gáta (so.) og notandi getur flett því upp í bókinni; sögnin er skýrð með so. sannprófa og fleiri skýringar fylgja sem ég ætla ekki að hafa eftir. So. gáta er merkt sem óstaðfest nýyrði eða réttara sagt með tákni sem í ÍO 1983 er haft til að merkja „slangur eða óstaðfest nýyrði“ (út af fyrir sig er athyglisvert að haft er sama táknið um þessa flokka orða). Niðurstaða af þessum hugleiðingum um nýyrði, ef einhver er, er eitthvað á þá leið að ritstjóra eru settar nokkrar skorður ef hann langar að rækja málræktarhlutverk sitt með því að taka mikið í bókina af nýlegum nýyrðum eða nýyrðatillögum sem honum líst vel á. En hér má á hinn bóginn benda á að með tölvuvæðingu og orðabókum á tölvuneti eða geisladiskum er orðið léttara en áður var að bæta inn nýjum orðum eftir því sem þeirra gerist þörf og jafnframt að henda út efni ef mönnum sýnist svo. Víkjum nú að öðrum þáttum málkerfisins og höldum áfram að hugleiða á hvaða sviðum málræktar, eða þá nánar til tekið málvöndunar, íslensk orðabók getur komið að bestum notum. Framburður. Það er ekki óhugsandi að nýta almenna íslenska orðabók sem fram- burðarorðabók en þó eru önnur verkfæri eflaust betur til þess fallin en prentuð orðabók að stuðla að góðum framburði. Hér gegnirreyndar sérstöku máli um hin og þessi einstök orð sem eðlilegt getur verið að taka sérstaklega fram hvernig borin eru fram, t.d. ýmis orð með tvírituðu l-\ og jafnvel sum orð með orðstofninn guð- svo að dæmi sé nefnt enda er þetta tíðkað í ÍO 1983 að einhverju marki. í ÍO á geisladiski eða á Netinu væri hins vegar kjörið að gera ráð fyrir því að notendur hefðu hljóðkort í tölvunni og hægt væri að smella á uppflettiorðin og heyra þau sögð, með skýrum eðlilegum framburði. Fyrir liggur sú opinbera málræktarstefna í framburðarmálum að hlúa að svokölluðum minnihlutaframburði svo að þarna mætti láta heyrast þekktan breytileika sem kenndur er við landshluta. Beyging. Hér er á ferðinni mikilvægur þáttur og beyging er að hluta til sýnd í ÍO 1983. Að vísu vantar fleiri föll við fallorðin, sérstaklega finnst mér oft vanta þágufall

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.