Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 70

Orð og tunga - 01.06.1998, Qupperneq 70
58 Orð og tunga eintölu sterkra karlkynsorða; þar yrðu tvímyndir sjálfsagt nokkuð tíðar. Álitamál, sem snerta beygingu og málvöndun, eru hér sjaldan langt undan, t.d. orðin œr og kýr. Og hvað um nefnifallsmyndina kúl Sú orðmynd er alþekkt íslensk málvenja og beygist eins og brú — en hvað gera ritstjórar ÍO við það orð? í ÍO 1983 er orðmyndina kú að finna sem sérstakt flettiorð en fram er tekið að þetta sé þolfall og þágufall. Orðið hendi er flettiorð í ÍO 1983 og sagt þgf. af hönd; því er bætt við að hendi geti verið nf. og þf. en það er merkt með spurningarmerki og „ber“ því „að forðast í íslensku“. Setningarlegir þættir. Hér kemur ýmislegt til álita en lítum aðeins á eitt atriði: nokkrar ópersónulegar sagnir og allar þær tilfinningar sem þeim tengjast. Það er einboðið að taka það fram ef sögn er ópersónuleg (segjum að það sé sjálfgefið að sagnir séu persónubeygðar). Þá liggur einnig beint við að taka fram í hvaða falli frumlag stendur þar sem það á við. Hvernig á að fara með þá útbreiddu íslensku málvenju að nota þágufallsfrumlag með so. langa, vanta o.fl.? Verður hennar að engu getið eða verður sagt að tvö föll komi til greina? Ef svo fer verður þá þágufallsfrumlagið merkt sem óvandað mál í því málsniði sem hæfir ritmáli eða formlegu talmáli eða verður notanda einum látið eftir að velja milli þolfalls og þágufalls? í ÍO 1983 er ekki fullt samræmi í meðferð þessara sagna. Undir langa er þágufallsfrumlags að engu getið, þar stendur aðeins: langa, -aði s óp [merkingarskýring] mig langar að fara. Undir vanta er hins vegar fleira, þar eru bæði föllin sýnd. Þar segir: vanta, -aði s óp [merkingarskýring] e-n vantare-ð [fleiri upplýsingar] ?með þgf: e-m vantar, mér (þér, honum, henni) vantar. Ég veit ekki hvort þetta misræmi milli langa og vanta er tilviljun eða ásetningur. Hvað sem því líður er a.m.k. ljóst að ritstjórinn birtir ekki þágufallsfrumlag með so. vanta athugasemdalaust. Það er greinilega merkt sem „vont mál, orð eða merking sem forðast ber í íslensku“. Hvaða leið hentar notandandum best í þessu efni? Á bara að nefna þolfallið (sbr. langa í ÍO 1983), á að nefna þolfall án athugasemda en þágufall með athugasemd (sbr. vanta í ÍO 1983) eða á að nefna bæði föllin án athugasemda? Almennir notendur kjósa eflaust málfarslegar leiðbeiningar um þetta efni, sbr. það sem fyrr sagði, og þeir vænta þeirra af íslenskri orðabók fyrir almenning. Ég held að það þjóni kaupendum bókarinnar til dæmis ekki að nefna þágufallsfrumlagið án nokkurra athugasemda — Svo að ég haldi mig við þetta skýra dæmi. „Þetta stendur í orðabókinni, ég hlýt að mega skrifa þetta í greininni minni sem ég ætla að birta í blaðinu eða í bréfinu sem ég þarf að skrifa yfirvöldum.“ Þarna léti ritstjóri hjá líða að geta mikilvægs þáttar sem takmarkar notkunarsvið orðs eftir málsniði. Vel má vera að ritstjóri hefði áhuga á því að eyða þeim fordómum sem eru í málsamfélaginu gagnvart þágufallsfrumlagi með so. vanta, langa og hugsaði sér beinlínis að beita orðabókinni til þess að styðja við þá notkun í málinu óháð málsniði. Ritstjóri væri þó í raun þar með að vissu leyti að villa um fyrir lesendum því að fordómar gagnvart þessari málnotkun í ýmsum málsniðum eru í málsamfélaginu eftir sem áður, a.m.k. á þessari stundu, hvað sem síðar kann að verða. Sumir telja eflaust hyggilegast að taka einungis fram þolfallið enda gætu notendumir tekið þágufallsmyndina í flýti sem góða og gilda án þess að átta sig á útskýringum eða táknum um að það teldist ósiður í mörgum málsniðum að nota þágufallsfrumlag með so. langa, vanta og fleiri slíkum. En það er hæpið að sneiða skipulega hjá útbreiddri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Orð og tunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.