Orð og tunga - 01.06.1998, Side 73

Orð og tunga - 01.06.1998, Side 73
Valerij P. Berkov: Tvímála orðabækur í veröld nútímans1 Enginn veit hvenær fyrsta orðabók í sögu mannkynsins var samin en hún hefur efalaust verið tvímála eða þýðingarorðabók. í að minnsta kosti fjögur þúsund ár hafa menn samið tvímála orðabækur og þær eru meðal merkustu uppfinninga manna, á borð við hjólið og prentlistina. Ef mannkynið yrði án orðabóka, myndi það enda með ósköpum. Þegar maður vinnur að tvímála orðabók er hann jafnframt að leggja vegi og smíða brýr á milli þjóða. Á þessum vegum geta þjóðir, sem tala hvor sitt mál, nálgast hvor aðra. Það fer eftir gæðum orðabókanna hvort þessir vegir verða beinir og öruggir eða hvort notendur verða að ferðast eftir skuggalegum og krókóttum stígum sem stundum liggja út í bláinn. Allir, bæði skólabörn og öldungar sem sitja á Ólympstindi vísinda, skilja nauðsyn góðra orðabóka af ýmsu tagi og umfangi. Orðabækur, ásamt stjómmálum og listum, eru á því sviði mannlegrar tilveru þar sem hver og einn telur sig sérfræðing og heldur fast í sína bjargföstu sannfæringu um málið. Allir geta nítt niður orðabækur, sérstaklega tvímála orðabækur, en aðeins fáir skilja hve samning orðabóka er erfið og ábyrgðarmikil. Það er að mörgu leyti rétt að þær orðabækur sem við er að styðjast gefa ekki svör við mörgu því sem notendur vonast til að finna. Annmörkum orðabóka má skipta í tvo flokka. Til annars flokksins teljast rótgrónir, eðlislægir gallar á tvímála orðabókum, það er að segja gallar sem annaðhvort er ekki mögulegt eða mjög erfitt að vinna bug á. Til hins flokksins teljast gallar sem eiga sér huglæga skýringu, m.a. gamaldags skoðanir orðabókarhöfundar. Lítum fyrst á eðlislæga galla tvímála orðabóka. Þeir eru að minnsta kosti fimm. í fyrsta lagi lýsa tvímála orðabækur máli (því sem franski málvísindamaðurinn Ferdinand de Saussure kallaði la langue), en orðabækur eru aftur á móti notaðar til þess að afkóða eða kóða tal (la parole). Talið er óendanlegt og ótæmandi, og af þeirri einföldu ástæðu getur hin besta tvímála orðabók ekki gefið svör við öllum spurningum. Sá sem þýtt hefur fagurbókmenntir hefur án efa mörgum sinnum notað jafnheiti, jafnt orð og orðasambönd, sem finnast ekki einu sinni í stærstu orðabókum. Þótt samin yrði tvímála orðabók þar sem finna mætti öll jafnheiti sem notuð eru í öllum birtum þýðingum úr 1 Fyrirlestur haldinn á vegum fslenska málfræðifélagsins 3. október 1997. 61

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.