Orð og tunga - 01.06.2005, Side 19

Orð og tunga - 01.06.2005, Side 19
Aðalsteinn Eypórsson: Hver er kjami orðaforðans? 17 OH var gert aðgengilegt á vefnum3 hefur opnast möguleiki til að nýta það beint en mér er ekki kunnugt um hvort og að hve miklu leyti það hefur verið gert í útkomnum bókum. Ritmálssafnið er eins og nafn- ið bendir til dregið saman úr rituðu máli, einkum prentuðum bókum. Það er orðið til á löngum tíma, kannski er það „barn síns tíma" en víst er að í því er fólginn geysimikill fróðleikur. Hagnýting þess fyrir íslensk-erlenda orðabók telst auðvitað ekki sjálfstæð efnisöflun í þeim skilningi að þar er búið að velja texta og notkunardæmi og það val byggðist á öðrum markmiðum en gerð íslensk-erlendra bóka. Ekki virðast til neinar skjalfestar heimildir um þá orðtökustefnu sem lagt var upp með þegar söfnun Orðabókar Háskólans hófst nema að lesa skyldi allt tiltækt prentað mál frá elsta tímaskeiðinu (frá 1540). Þeg- ar komið er fram á 19. öld, að ekki sé talað um þá tuttugustu, verður prentað mál meira að vöxtum en svo að unnt sé að sinna því öllu. Þá hefur þurft að velja og hafna en ekki liggur ljóst fyrir á hvaða for- sendum það var gert. Að sjálfsögðu eru til skrár yfir orðtekin rit en af þeim er ekki hægt að ráða í hvaða röð þau voru lesin eða hvað réð vali þeirra. Einn helsti ljóðurinn á ritmálssafninu sem uppsprettu orðaforða fyrir íslensk-erlendar orðabækur er þó e.t.v. stærð þess; það er of víðtækt og efnismikið til að unnt sé með hægu móti að draga út úr því orðaforða sem hentar slíkum verkum. Orðabók Háskólans hefur einnig yfir að ráða rafrænu textasafni sem hefur að geyma allnokkra tugi milljóna lesmálsorða; það er sæmi- lega fjölbreytt og fer stækkandi. Nokkur hluti þess er þegar aðgengi- legur til leitar á vefnum.4 Þetta safn gegnir lykilhlutverki í áformum um nýjan íslenskan orðabókagrunn sem nú er unnið að á OH í tengsl- um við fyrirhugaða íslensk-skandinavíska veforðabók sem gengur undir nafninu ISLEX. Ef þessi áform ganga eftir ætti það að gerbreyta aðstöðu til samningar íslensk-erlendra orðabóka í framtíðinni. Annað verkefni sem unnið er að á OH og á eftir að koma að góðum notum fyrir íslensk-erlenda orðabókagerð er svonefnd mörkuð mál- heild, það er í stuttu máli sagt jafnvægt textasafn þar sem sérhverri orðmynd fylgja upplýsingar um orðflokk og beygingu.5 Að öllu samanlögðu má segja að lítið sé til af efniviði sem nýta 3Sjá: www.lexis.hi.is/cgi-bm/rihtmlAeitord.cgi?adg=innsl 4Sjá: umw.lexis.hi.is/corpusAeit.pl 5Upplýsingar um ISLEX og markaða málheild er að finna á vef Orðabókar Há- skólans: www.lexis.hi.is/islex.html og www.lexis.hi.is/malheild.htm
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.