Orð og tunga - 01.06.2005, Page 21

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 21
Aðalsteinn Eyþórsson: Hver er kjami orðaforðans? 19 leysir orðabókarhöfund ekki undan því að marka sér stefnu, fella dóma, velja og hafna. Tæknin gefur hins vegar kost á að byggja ákvarðanir á umfangsmeiri og fjölbreyttari upplýsingum en áður - og að setja niðurstöðurnar fram á fjölbreytilegri og vonandi notadrýgri hátt. Notandinn margumtalaði þarf kannski líka að hugsa sinn gang. Hann hefur haft sæmilega mótaða hugmynd um hvað orðabók er og hvað er hægt að gera við hana. Þær hugmyndir duga e.t.v. ekki lengur. Ef orðabókarmaðurinn gerist of stórtækur í að umbylta efnistökum og framsetningu gæti svo farið að notandinn yrði ráðvilltur og sneri baki við verkinu. A hinn bóginn má segja að orðabókarmaðurinn takist á hendur nýjar skyldur þegar nýjar aðstæður og nýir möguleikar valda því að notandinn veit ekki hvað hann vill - af því hann veit ekki hvað honum stendur til boða. Þá þarf að leiða honum fyrir sjónir hvað er á boðstólum, kenna honum að gera nýjar kröfur. Þetta „uppeldishlut- verk" skiptir miklu í ljósi þess að tækniþróunin býr einnig yfir nýjum hættum og freistingum. Það er orðið mun auðveldara en áður að sópa saman ýmiss konar orða- og glósulistum og birta (t.d. á Netinu) sem „orðabók", jafnvel án þess að nokkur greining eða sjálfstæð rýni liggi þar að baki. Þess háttar starfsemi getur reynst skaðleg vandaðri orða- bókagerð og á það ekki síst við í málsamfélagi eins og því íslenska þar sem orðabókahefðin er veik - þótt hún kunni að vera löng. Undanfarnir áratugir - eða jafnvel aldir - hafa einkennst nokkuð af trú á vísindi og framfarir og víst ekki alveg að ástæðulausu. Þetta viðhorf birtist m.a. í því að eigin dómgreind og hyggjuvit hafa ekki þótt ýkja traustur grunnur að standa á við fræðistörf. Menn hafa leit- að leiða til að losna undan valdi þess og í því augnamiði eru settar saman fræðikenningar og þróaðar vísindalegar aðferðir. Orðabóka- gerð er talin til fræðistarfa, jafnvel kölluð fræðigrein stundum. Þar birtist vantrúin á hyggjuvitið m.a. í því að þegar saga orðabókastarfs er rakin er gjarnan lýst þróun frá alræði hyggjuvitsins í árdaga orða- bókagerðar til vísindalegra - þ.e. empírískra - aðferða nútímans; þá er hyggjuvitið einungis haft til vara og gripið til þess þar sem vísindun- um sleppir. Það er síst af öllu ætlun mín að gera lítið úr empírískum aðferðum, reyndar held ég að málrannsóknir, bæði hér á landi og víð- ar, mættu gjaman halla sér meira í þá átt. Hins vegar mega reynsluvís- indin ekki verða til þess að menn vanmeti eða leggi fyrir róða hyggju- vit og dómgreind - þau standa fyrir sínu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.