Orð og tunga - 01.06.2005, Side 66
64 Orð og tunga
Indíalanda frá 1492 til 1493, en þar er að finna orð eins og til dæmis
canoa, hamaca, cacique, cazabi, caribe/caníbal.* * 7
Förin vestur um haf hófst þann 6. september 14928, og rúmlega
mánuði síðar, föstudaginn 12. október, náðu Kólumbus og menn hans
landi á vesturströnd Guanahaníeyju.9 í dagbók sinni lýsir Kólumbus
samskiptum aðkomumanna og heimamanna, sem voru Taínóar af
stofni Aravak-indíána, umhverfinu sem og nýjum hlutum; þann 13.
október skrifar hann:
[Indíánar] reru út til skipanna á eikjum10 sem eru gerðar
af trjábolum og af einu tré aðeins, frábærlega tilhöggnu að
hætti heimamanna. Nokkrir bátanna eru svo stórir að 40
til 45 menn rúmuðust í sumum þeirra, en aðrir eru minni,
svo litlir reyndar að þeir báru aðeins einn mann. Bátum
þessum róa þeir með einskonar bakaraspaða og ná miklu
skriði, en hvolfi bátnum synda þeir allir á aðra hlið hans og
velta á réttan kjöl og ausa síðan með graskerskálum sem
þeir hafa meðferðis (Kólumbus 1992:31).
Það líða hinsvegar nokkrir dagar þar til hann skrifar hjá sér og not-
ar heiti þessa farartækis frumbyggja. Hann er þá kominn til Kúbu og
indíánar sem hann hafði með í för frá Guanahaní útskýra fyrir honum
með látbragði að „þama væru tíu stórfljót og ekki gætu þeir siglt um-
hverfis eyna á 20 dögum á kanóum sínum" (1992:47) og stuttu seinna
segir að „þegar hann hélt til lands á skipsbátunum komu tvær eikj-
ur eða kanóar frá landi" (s.st.). Frá 7. desember notar aðmírállinn al-
mennt orð innfæddra, canoa,u fyrir eikju í dagbók sinni (sjá López
Morales 1998:12). Ekki leið á löngu þar til orðið canoa hafði öðlast
ungshjónunum með lýsingu á fjórðu og síðustu ferð sinni hefur einnig varðveist og
er nú í eigu Háskólabókasafnsins í Salamanca (Colón 1996:9—42).
7'Kanó', 'hengirúm', 'höfðingi', 'kassavajurt', 'mannæta'.
sKólumbus hélt í fyrstu til Kanaríeyja, en leiðangurinn vestur um haf hófst þann
6. september.
9Þetta mun hafa verið ein af Bahamaeyjunum. Fræðimenn greinir hinsvegar á um
hvaða eyju sé nákvæmlega um að ræða. Kólumbus nefndi eyjuna San Salvador.
10Kólumbus notar hér orðið almadía 'fleki'. Orðið er upprunalega úr arabísku
(Corominas og Pascual 1991:182).
nFriederici (1960:127) telur að orðið sé tökuorð í aravakmáli Antillueyja og að það
eigi rætur að rekja til karíbamáls. Rökin eru að orðið fyrirfannst ekki í aravakmállýsk-
um meginlands Rómönsku-Ameríku.