Orð og tunga - 01.06.2005, Side 68

Orð og tunga - 01.06.2005, Side 68
66 Orð og tunga ljósi þess að orðið birtist hér með sérhljóðabrottfalli og danskri fleir- töluendingu: knoer og kaner, en nokkrum árum síðar, árið 1707, er rit- mynd þess með útlensku yfirbragði: „Indvaanerne bruge Baade af et heelt stykke Træ udhuggne, som kaldis canoas" (sjá ODS), en það er spænska orðið með spænsku fleirtöluendingunni -s. Elsta dæmi um núverandi rithátt orðsins, kano, hefur verið tekið upp í gegnum þýð- ingu, væntanlega þýskrar ferðabókar frá árunum 1748-1762 (sjá ODS). Orðið hefur einnig skotið rótum í norskri tungu, en samkvæmt Bokmðlsordboka mun það hafa komið irtn í málið í gegnum ensku, og að sjálfsögðu spænsku. Ritháttur orðsins í norsku er kano og núverandi merking þess er 'smal, ápen bát som er spiss i begge ender'14 Það verður seint hægt að segja að aðkomuorðið sé hluti af hinum daglega orðaforða íslensks málsamfélags þar sem það hefur ekki náð að festa rætur í málinu að heitið geti þó svo að það sé eitt þeirra orða af umræddum uppruna sem kemur hvað fyrst fyrir í íslenskum heim- ildum. Orðið er að finna í basknesk-íslenska orðasafninu, Glossarium alterum (Deen 1937), frá 17. öld, en í orðasafni þessu eru allmörg orð af spænskum uppruna ásamt örfáum orðum sem hafa borist alla leið frá Ameríku. Skilgreining orðsins í þessu orðasafni er einkar athyglis- verð, en þar stendur 'íslendskt skip' við flettuna canua (Deen 1937:91). Þess ber að geta að skilgreining sem þessi var á sínum tíma ekkert einsdæmi. Fræðimaðurinn Emma Martinell Gifre bendir á að það hafi verið nokkuð algengt meðal spænskra sæfara að kalla óþekktar bát- stegundir sem þeir sáu á ferðalögum sínum þessu nafni (Martinell Gifre 1999:17-24). Hvað sem því líður þá virðist allt benda til þess að spænskan eða baskneskan hafi á sínum tíma miðlað íslenskunni þessu orði án frekari milliliða, en það má gera því skóna að orðasöfnin hafi verið samin til að liðka fyrir samskiptum heimamanna og baskneskra sjómanna og hljóta samskiptin að hafa verið allmikil fyrst það þótti taka því að setja saman orðasafn af þessu tagi. Það er svo sem ekkert ólíklegt að við gerð orðasafnsins hafi íslendingur og Baski/Spánverji setið saman og skipst á upplýsingum á þriðja málinu og jafnvel not- ast við bendingar og látbragð, og má allt eins ímynda sér að íslend- ingurinn hafi bent á íslenska bátskænu og spurt hvað hún kallaðist seðlasafni ODS-S árið 1999. 14í Nynorskordboka er tökuorðið í fyrsta lagi skilgreint sem 'enkel bát av uthola trestamma' og í öðru lagi sem 'smal open, flatbotna bát til á padle fram'. Ekki hef- ur reynst unnt að afla nánari upplýsinga um tökuorðið í norskunni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.