Orð og tunga - 01.06.2005, Side 71

Orð og tunga - 01.06.2005, Side 71
Erla Erlendsdóttir: Um tökuorð úr málum frumbyggja 69 fáein dæmi séu nefnd. Núverandi ritháttur orðsins, hurricane, varð fyrst almennur á seinni hluta 17. aldar (sbr. OED). Hvað þýskuna varð- ar þá ber þess að geta að orðið kemur fyrst fram í heimildum frá 16. öld. Elsta dæmið, frá 1534, er í þýskri þýðingu latnesks texta og þar kemur orðið fyrir með rithættinum Furacan og í merkingunni 'stárkster Sturmwind'. Þessi orðmynd er almenn í heimildum allt fram undir miðja 17. öld, en tók þá að birtast með ýmsum hætti allt eftir því úr hvaða tungumáli var þýtt: Huracanes (1668), Ouragan (1668), Orocaan (1677), Orcan (1677) og árið 1778 kemur Orkan, núverandi mynd orðs- ins, fyrir. Fræðimenn útiloka ekki að endanlegur ritháttur orðsins sé fenginn úr hollensku (Palmer 1939:103-105; Friederici 1960:304-306). Nú má velta vöngum yfir því hvers vegna furacan varð hurncan í spænsku annars vegar en ourngan, eða orkan, í sumum viðtökumálun- um hins vegar. En því er til að svara að á miðöldum varð sú þróun al- menn í fornspænsku að hið latneska hljóð/, tannvaramælt fráblásturs- hljóð, varð að h, raddglufuhljóði, í ákveðnum hljóða-samböndum (af ástæðum sem ekki verða raktar hér) og hið sama gilti um leturtáknið, /varð að h. Undir lok 15. aldar og við upphaf 16. aldar þróuðust málin með þeim hætti að /h/ var ekki borið fram á tilteknum málsvæðum á Mið- og Norður-Spáni og í dag er það hin almenna regla í spænsku máli (Lapesa 1981:53, 280; Penny 1993:88-92, 101-102). Ef þetta er haft í huga þá má það vera ljóst að huracdn er borið fram uracdn, /ura- kán/, og má vera að það sé skýringin á því að í frönsku, ouragan, og hollensku, orkaan, er ritháttur orðsins í samræmi við framburð þess í spænsku. Að viðbættu sérhljóðabrottfallinu er útkoman /urkán/ og þar með er ritmyndin farin að líkjast því sem þekkist í þýsku og í Norðurlandamálunum. En víkjum nú að tökuorðinu í norrænum mál- um. Eftir því sem næst verður komist er elsta dæmið um þetta orð í dönsku að finna í reisubók frá 1707. Þar stendur skrifað „en Orcan der nedriver Træer, Huse og Gaarde" (sbr. ODS). Samkvæmt dönsku orðabókinni, Ordbog over det danske sprog (ODS), mun orðið hafa verið tekið úr þýsku eða hollensku í merkingunni 'storm af storste vindstyr- ke'. Það sætir furðu að orðið skuli skjóta upp kollinum í danskri tungu svo seint sem raun ber vitni og ekki ólíklegt að það sé talsvert eldra í málinu en heimildir okkar segja til um. í (Ndgra) Nyia aviser frá 19. maí 1658 kemur orðið orcano fyrir og mun það vera elsta dæmi um tökuorðið í sænsku ef marka má orða-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.