Orð og tunga - 01.06.2005, Page 84
82
Orð og tunga
(guð sannleikans), find. Mitrá-, avest. fpers. MiOra- (guð sáttmálans).
Slíkir guðir gegna einnig ákveðnum hlutverkum í náttúru og heims-
skipun, því menn álitu að þar réðu siðræn máttarvöld.2
2 Orðið um „guð" í indóevrópsku
I indóevrópskum málum koma fyrir nokkur orð er hafa merkinguna
'guð', sbr.
find. devá- fír. día lith. dievas
avest. baya- físl. guð, goð hett. siu(n)-
8r- Oeóg tívar (flt.), (>ss tokk. A hkdt
lat. deus fksl. bog'b B hakte
Þau hafa þó ekki öll haft þessa merkingu frá indóevrópskum tíma.3 í
raun eru það aðeins find. devá-, lat. deus, fír. día, físl. tívar og lith. dievas
sem hafa varðveitt merkinguna 'guð'. Indóevrópski orðstofninn sem
þau eru komin af er *dehió-. Hann er leiddur af rótarnafninu *dieu-,
sem hafði hvarstigsmyndina *diu-. Merkingar- og orðmyndunarfræði-
legt samband þessara orða var á þessa lund: rótarnafnið *dleu- hafði
grunnmerkinguna 'dagbjartur himinn'; þetta orð kemur til dæmis fyr-
ir í ved. dyáus, gr. Zevg og lat. dies, sbr. einnig latneska stofninn Jov-
(< *Diou-) í aukaföllum guðsheitisins Jupiter og í forsetningarliðnum
sub Jove 'undir berum himni'; úr grunnmerkingu orðsins þróuðust
merkingarblæbrigðin 'dagsbirta, dagur', sbr. lat. dies; við persónugerv-
ingu varð loks til merkingin 'himinguð, ljósguð', sbr. orðasamband-
ið *d[eus ph2ter 'himinn faðir' í ved. dyáus pita, gr. Zevgjiartjp og lat.
Jiipiter, Diéspiter; - á hinn bóginn hafði o-stofninn *deiuó-, sem er svo-
kölluð vrddhi-afleiðsla af rótamafninu *dijeu-/*diu-, merkinguna 'himn-
eskur, guðlegur, (D/ew-kunnur) guð', sbr. find. devá- 'guðlegur, guð',
lat. dwus 'guðlegur' og deus 'guð'.4
2Stutt yfirlit yfir trúarbrögð Indóevrópumanna er að finna hjá Haudry 1981: 72-
88 (með tilvísunum til annarra rita); um trúarbrögð Indóaría eins og þau birtast í
Rigveda, elzta texta þeirra, sjá Thieme 1964: 3-13.
3Ekki er hægt að ákvarða af neinni nákvæmni tímabil hins indóevrópska mál-
samfélags. Það málstig sem indóevrópsku dótturmálin eru rakin beint til hefur verið
tímasett á bilinu 5000 til 3000 f. Kr. (sbr. Meier-Brúgger 2002: 64). Flestir munu þó
þeirrar skoðunar að 4. árþúsund f. Kr. sé nær sanni.
4Báðar latnensku orðmyndirnar hafa þróazt út frá sama beygingardæmi, sbr. nf.
et. *deiuos > *deuos > *deos > deus, en ef. *dehu > *deui > divv, sbr. einnig nf. (fyrrum
ávarpsfall) et. kvk. *deuia > *deua > dwa. Um klofningu beygingardæmisins sjá t.d.