Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 87
Jón Axel Harðarson: Hví var orðið guð upphaflega hvorugkynsorð? 85
hafa verið 'sá er tilheyrir ásunum, áskunnur'.10 Þessi skýring er vissu-
lega möguleg og merking orðsins virðist styðja hana. Þá má líta svo
á að forliðurinn Anse- í forngermönskum mannanöfnum sé af sama
toga. Marstrander taldi einnig hugsanlegt að enska eignarfallsmynd-
in esa, sem minnzt var á hér að ofan, eigi rætur að rekja til sama ija-
stofns. Þetta er einnig mögulegt. Hins vegar má ekki gleyma því að
varasamt er að gera of mikið úr óreglulegum orðmyndum sem aðeins
koma fyrir á einum stað.11
Germönsk mál, einkum norræna, benda til þess að frumger-
manska hafi haft nafnorðið * *ansu- sem notað var um guðlegar verur er
Germanir dýrkuðu. Þetta orð er að öllum líkindum afkomandi sömu
stofnmyndunar og nafnorðin hassu- 'konungur' í hettitísku og aijhu-
/atjhauu- 'höfðingi, herra' í avestísku.12 Indóevrópsku stofnmyndirnar
voru að öllum líkindum *h2ons-u-/*li2ans-u-/*h2iJs-eu-P
5 Uppruni orðsins guð
Orðið guð í íslenzku og öðrum germönskum málum er komið af
frgerm. *guda-, sem hafði almennu merkinguna 'guðleg vera'. Merk-
ing þess var sem sé víðari en merking orðsins *ansu-, sem tók aðeins
til þeirra guða er Germanir dýrkuðu. Uppruni frumgermanska orðs-
ins *guda- hefur verið umdeildur. Hafa fræðimenn ýmist rakið það
til rótar sem merkir 'að kalla, ákalla'14 eða til rótar sem hefur merk-
10Marstrander 1930: 321.
"Bjorvand-Lindeman (2000: 1108) rekja fe. myndina Ssa til gamallar eignarfalls-
myndar fleirtölu „*ansiwöm", sbr. gotn. suniwe af (w-stofninum) sunus 'sonur'.
12Um þetta orð í avestísku sjá Humbach 1991: II85,92.
13Sbr. Melchert 1994: 163 og Eichner 2002: 139. (Ég þakka Sergio Neri fyrir að hafa
bent mér á grein Eichners og sent mér ljósrit af henni). - Frgerm. *ansu- og heth. hassu-
má rekja til ie. *li20ns-u- eða *hians-u-; hins vegar bendir avest. (arjhu-f) aijhauu- til
*iwis-eu-. Sennilega eru allar þessar myndir komnar af akróstatísku beygingardæmi
(með stofnmyndinni *li2ons-u- í sterku föllunum, *h2ans-if-, þ.e. Vtuens-u-/, í veiku
föllunum og *h2ns-eu- í staðarfalli; um þetta beygingarmynstur sjá Neri 2003: 75-78).
Karlkynsorð er þannig beygðust voru gjarna gerandnöfn (sbr. Neri s. st., bls. 342). Ef
sú skoðun er rétt að umrætt orð sé leitt af sagnrótinni *h2ans- (*/h2ens/) 'geta (bam)'
(sbr. LIV 269 og Eichner s. st., bls. 137-139), er eftirfarandi merkingarþróun líkleg: 'sá
er getur börn' —t 'sá er stuðlar að æxlun ættarinnar' —t 'ættarhöfðingi' —> 'konungur'
'guð'.
14Fullstig rótarinnar hefur verið endurgert sem *ghau~, *ghaua- (Pokomy 1959:
413), *gheu(d)- (Watkins 2000: 31) og *ghueH- (LIV 180-181). Ljóst er að um „sef-rót"