Orð og tunga - 01.06.2005, Side 102
100
Orð og tunga
dregna fær stuðning af því að hún er eina samsetta uæðn-sögnin frá
þessum tíma. Og þar sem litlar heimildir eru um sögnina væða eina
og sér í fornu máli er engin sérstök ástæða til að líta svo á að hervæða
sé mynduð úr tveimur orðum, her+væða. Engin ástæða er heldur til að
telja að væða sé bakmynduð (mynduð með back-formation) af hervæða
enda þótt fræðilega sé það ekki útilokað.13
I viðbæti Blöndalsorðabókarinnar (1963) eru dæmi um sagnimar
iðnvæða, rafvæða og vélvæða og kannski fleiri. í eldri útgáfum ÍO (1963/
1983) er þessar sagnir og ýmsar aðrar að finna, einkum þó í yngri út-
gáfunni.14 Þær og fleiri eru sérstakar flettur í ÍO (2002). Merkingin er
sögð þessi:
(5) a. hervæða s búa vopnum, vopna > hervæða sig/hervæð- ast/hervæða e-n
b. iðnvæða s koma á fót iðnaði, stóriðju > iðnvæða land
c. rafvæða s búa rafmagni, veita rafmagni um til al- mennra nota > rafvæða sveitirnar
d. tölvuvæða s beita tölvutækni við verk, skipulagningu o.þ.h. > tölvuvæða þjóðfélagið
Hér má sjá að sleppt er merkingunni 'færa í hervoðir = herklæða' í
hervæða, eins og Fritzner gefur, og hervæðast sem fyrst er að finna hjá
Guðmundi Andréssyni. Merkingarlýsingin er sú sama í öllum útgáf-
um 70. Lýsingin á sögninni rafvæða er sambærileg þeirri á hervæða, þ.e.
'búa e-u, útbúa með e-u, gæða e-u'. Þótt merking iðnvæða sé að breyttu
breytanda sögð önnur er eðlilegast að skilja hana á svipaðan hátt, þ.e.
'búa/gæða iðnaði'. Merkingu tölvuvæða er á hinn bóginn ekki lýst eins
og búast hefði mátt við því að merkingunni 'búa tölvum' er sleppt
enda þótt hún sé kannski sú algengasta. Sagnirnar litvæða15 og siðvæða
eru ekki sérstakar flettur enda þótt þeirra sé getið í lýsingunni á væða;
grunnmerking þeirra er sú sama og áðurnefndra sagna. En sé lýsingin
hér rétt hefur væða glatað sinni upprunalegu merkingu því merkingin
'klæða, færa í föt' kemur hvergi við sögu í samsetningum, ekki heldur
í hervæða.
í (5) eru nokkrar samsetningar með væða úr ÍO (2002). Sögnin einka-
væða er ekki þar á meðal enda þótt hún sé sérstök fletta í bókinni.
13Yfirlesari benti á að bakmyndun væri hugsanleg.
14í ÍO (1983) er dæmi um sögnina vatnsvæða, sbr. Gustavs (1989:108). Sögnin er ekki
í öðrum útgáfum bókarinnar.
15Sögnina litvæða og nafnorðið litvæðing er ekki að finna í ritmálssafni OH. Orðin
eru hins vegar bæði í /O (1983) undir væða og væðing.