Orð og tunga - 01.06.2005, Page 102

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 102
100 Orð og tunga dregna fær stuðning af því að hún er eina samsetta uæðn-sögnin frá þessum tíma. Og þar sem litlar heimildir eru um sögnina væða eina og sér í fornu máli er engin sérstök ástæða til að líta svo á að hervæða sé mynduð úr tveimur orðum, her+væða. Engin ástæða er heldur til að telja að væða sé bakmynduð (mynduð með back-formation) af hervæða enda þótt fræðilega sé það ekki útilokað.13 I viðbæti Blöndalsorðabókarinnar (1963) eru dæmi um sagnimar iðnvæða, rafvæða og vélvæða og kannski fleiri. í eldri útgáfum ÍO (1963/ 1983) er þessar sagnir og ýmsar aðrar að finna, einkum þó í yngri út- gáfunni.14 Þær og fleiri eru sérstakar flettur í ÍO (2002). Merkingin er sögð þessi: (5) a. hervæða s búa vopnum, vopna > hervæða sig/hervæð- ast/hervæða e-n b. iðnvæða s koma á fót iðnaði, stóriðju > iðnvæða land c. rafvæða s búa rafmagni, veita rafmagni um til al- mennra nota > rafvæða sveitirnar d. tölvuvæða s beita tölvutækni við verk, skipulagningu o.þ.h. > tölvuvæða þjóðfélagið Hér má sjá að sleppt er merkingunni 'færa í hervoðir = herklæða' í hervæða, eins og Fritzner gefur, og hervæðast sem fyrst er að finna hjá Guðmundi Andréssyni. Merkingarlýsingin er sú sama í öllum útgáf- um 70. Lýsingin á sögninni rafvæða er sambærileg þeirri á hervæða, þ.e. 'búa e-u, útbúa með e-u, gæða e-u'. Þótt merking iðnvæða sé að breyttu breytanda sögð önnur er eðlilegast að skilja hana á svipaðan hátt, þ.e. 'búa/gæða iðnaði'. Merkingu tölvuvæða er á hinn bóginn ekki lýst eins og búast hefði mátt við því að merkingunni 'búa tölvum' er sleppt enda þótt hún sé kannski sú algengasta. Sagnirnar litvæða15 og siðvæða eru ekki sérstakar flettur enda þótt þeirra sé getið í lýsingunni á væða; grunnmerking þeirra er sú sama og áðurnefndra sagna. En sé lýsingin hér rétt hefur væða glatað sinni upprunalegu merkingu því merkingin 'klæða, færa í föt' kemur hvergi við sögu í samsetningum, ekki heldur í hervæða. í (5) eru nokkrar samsetningar með væða úr ÍO (2002). Sögnin einka- væða er ekki þar á meðal enda þótt hún sé sérstök fletta í bókinni. 13Yfirlesari benti á að bakmyndun væri hugsanleg. 14í ÍO (1983) er dæmi um sögnina vatnsvæða, sbr. Gustavs (1989:108). Sögnin er ekki í öðrum útgáfum bókarinnar. 15Sögnina litvæða og nafnorðið litvæðing er ekki að finna í ritmálssafni OH. Orðin eru hins vegar bæði í /O (1983) undir væða og væðing.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.