Orð og tunga - 01.06.2005, Síða 103
Margrét Jónsdóttir: Um væða og væðingu
101
Henni er svo lýst:
(6) einkavæða s ... • selja fyrirtæki í opinberri eigu til einkaaðila (ein-
staklinga eða fyrirtækja) > ríkisstjórnin vill einkavæða bankann
Hér er merkingunni lýst á allt annan hátt en hjá sögnunum í (5). Deila
má um hvort þessi lýsing er rétt. Allt eins má segja að merkingin sé
'gera að einkarekstri/breyta í einkarekstur'.16
2.4 væðing
Enda þótt væða og hervæða sé að finna hjá Fritzner (1954) (og Cleasby
(1874)), sbr. 2.1 og 2.3, er nafnorðið væðing þar ekki, hvorki eitt og sér
né sem seinni/síðari hluti samsetningar. Það sama á við um Blöndal
(1920-1924); í viðbætinum (1963) er hins vegar að finna nokkrar sam-
setningar við hlið samsvarandi sagna: iðnvæðing, rafvæðing, vélvæðing
og e.t.v. fleiri. I þessu sambandi er vert að líta á það sem Jón Aðal-
steinn Jónsson (1960:158) hafði að segja um Tækniorðasafn sem kom út
1959:
(7) Sennilega er orðabókamefnd um að kenna, að nýyrði eins og iðn-
væðing og rafvæðing sjást ekki í safninu, en ótækt er það að mínum
dómi, þar sem þetta er fyrst og fremst safn tækniorða, sem fyrir
koma í málinu, en ekki nýyrðasafn á vegum orðabókarnefndar.
Tel ég ekki rétt að fella hér dóm um einstök orð, heldur greina frá
þeim orðum, sem fyrir koma og notuð eru af almenningi.
Hér segir Jón Aðalsteinn að orðin iðnvæðing og rafvæðing séu notuð
af almenningi enda þótt ekki séu þau viðurkennd af fræðimönnum á
sviði íslensku. Orð hans fá stuðning af dæmunum í ritmálssafni OH.
Þessi skrif Jóns Aðalsteins eru það elsta sem fundist hefur á prenti sem
varðar viðfangsefni þessarar greinar.
í elstu útgáfu ÍO (1963) er nafnorðið væðing ekki sérstök fletta held-
ur aðeins hluti samsetninga, sbr. t.d. hervæðing og rafvæðing. í ÍO (1983)
er væðing á hinn bóginn fletta. Þó er ljóst af því hvemig orðið er merkt
að það er einungis til í samsetningum. I síðustu útgáfunni (2002) er
orðið væðing ekki sérstök fletta heldur aðeins hluti samsetninga. Af
bók Jóns Hilmars Jónssonar (1994/2001) má ráða að væðing sé aðeins
(seinni) hluti samsetningar. í söfnum OH er orðið væðing til sem upp-
16í Hagfræðiorðasafni (2000) er sögnin einkavæða þýðing á ensku sögninni privatize.
Um merkingu sagnarinnar/nafnorðsins má jafnframt vísa til umræðna í Læknablað-
inu, 2. og 3. tbl., 89. árg. 2003.