Orð og tunga - 01.06.2005, Page 107
Margrét Jónsdóttir: Um væða og væðingu
105
því sem líður á tuttugustu öldina. Fjölgunin er af tvennum toga. Ann-
ars vegar eykst virknin þar sem nýjum samsetningum með væða fjölg-
ar. Á hinn bóginn fjölgar dæmum um einstök orð. Enda þótt fjölgun
nýmyndananna skipti mestu segir aukin tíðni líka ákveðna sögu þar
sem hún gefur til kynna að hve miklu leyti viðkomandi orð hafi náð að
festa sig í sessi, sbr. einnig hugmyndir Bauer (2001:56-58) og Haspelm-
ath (2002:109). Sé þetta lagt saman og greint eftir aldri er fjöldinn þessi:
(13) 19m 20f 20fm 20m 20s
Fjöldi dæma 1 6 2 30 34
Elsta dæmið er um sögnina hervæða. Dæmin sem merkt eru 20f og
20fm eru líka um þá sögn; það eru jafnframt sjö af 30 dæmum frá
20m. Þá eru eftir níu orðmyndir sem elstu dæmi eru um frá þessum
tíma (20m). Orðin eru (tíðnitölur innan sviga):
(14) a. iðnvæða(st) (8) tankvæða (1) vélvæða (7)
rafvæða (1) tæknivæða (3) vígvæða (1)
b. atómvæddur (1) kaupvæddur (1)
Elsta dæmið um tæknivæða er frá um 1950. Heildarfjöldi dæma um
þá sögn er líka mestur í safninu, 11 dæmi. 34 dæmi eru frá síðasta
þriðjungi síðustu aldar. Af þeim er eitt dæmi um hervæða. Þau form
sem fyrst koma fyrir á þessum tíma (20s) eru eftirfarandi (fjöldi dæma
og ártal elsta dæmis innan sviga):
(15) a. einkavæða (2;1988) rökvæða (1;1986)
markaðsvæða (1;1992) siðvæða (3;1973)
tölvuvæða (4;1980)
b. myndbandavæddur (1;1985) skynivæddur (1;1978)
í textasafni OH fundust rúmlega tvö hundruð dæmi um -væða (per-
sónu- og lýsingarform). Þau eru nánast öll frá því um og eftir 1990.
Flest dæmin eru um iðnvæða og tæknivæða en líka einkavæða, hervæða,
rafvæða, tölvuvæða og vélvæða. Þetta eru sagnir sem er að finna í rit-
málssafni OH eins og sjá mátti í (14) og (15). Dæmin frá Gustavs sem
ekki eru í söfnum OH, sbr. (9), eru langflest frá níunda áratug síðustu
aldar eins og áður hefur komið fram. Engin leið er hins vegar að gera
sér grein fyrir heildarfjölda dæma hans.
í íslenskri orðtíðnibók (1991) er eitt dæmi um rafvæða en tvö dæmi
um lýsingarháttinn (ný)iðnvæddur. Önnur dæmi um væða eru þar ekki.