Orð og tunga - 01.06.2005, Side 112

Orð og tunga - 01.06.2005, Side 112
110 Orð og tunga ur 'búinn vopnum'. Og í nafnorðunum endurspeglast sama merk- ing: bílvæðing 'það að búa bílum', tækjavæðing 'það að búa tækium' o.fl. Til annars hópsins teljast sagnir/nafnorð sem merkja 'breiða út, gera X-legt'. Sömu málfræðilegu forsendur liggja þar að baki og hjá fyrsta hópnum. Til hópsins teljast m.a. sagnirnar alþjóðavæða, hnatt- væða og klámvæða, sbr. einnig nafnorðin alþjóðavæðing, hnattvæðing og klámvæðing.~8 Tvö fyrstu nafnorðin eru í ÍO (2002) og eru skýrð á sama hátt: 'aukin samskipti og viðskipti af ýmsu tagi milli þjóða heims, m.a. vegna bættra fjarskipta og samgangna'. Þessi skýring er e.t.v. ekki al- veg nægjanleg og eðlilegra gæti verið að gera ráð fyrir að þeim til grundvallar liggi merkingin 'breiða út um heiminn, gera alþjóðlegt/ hnattrænt'. Sama grunnmerking er í sögnunum evrópuvæða 'breiða út um Evrópu, gera evrópulegt', nútímavæða og nývæða sem bæði merkja 'breiða út nútímann, gera nútímalegt'. Flestar væða-sagnir tilheyra fyrsta og öðrum hópi. Hópamir eiga það sameiginlegt að þeir merkja að gæða það sem um ræðir (nýjum) eiginleikum. Enda þótt hér sé greint á milli þeirra er það í mörgum tilvikum erfitt. í þriðja hópnum er grunnmerkingin ' gera eða skapa eitthvað (nýtt)'. Þar eru sagnirnar sjúkdóms-/sjúkdómavæða; merkingin er 'búa til sjúkdóm'.29 Sögnina einkavæða er eðlilegast að telja til þessa hóps.30 Sömu merkingu má kannski finna í sögninni klámvæða enda þótt væn- legra geti verið að telja hana til annars hópsins. Af orðunum hagvæð- ing, kaupvæðing og verðvæðing mætti draga þá ályktun að sagnir eins og *hagvæða, *kaupvæða og *verðvæða merktu 'gera háð hag, kaupi/kaup- um, verði. Þessi orð teljast því til fjórða og síðasta hópsins. Fleiri orð þarfnast skýringar og erfitt að flokka þau til tiltekinna hópa. Færri sagnir tilheyra þriðja og fjórða merkingarhópi en þeim "Sí Veru' 2. tbl. 2001, sbr. http://vera.is, segir m.a. orðrétt um orðið klámvæðing: Orðið væðing vísar til þess að búið sé að dreifa einhverju út um allt (sbr. rafvæðing) og það er einmitt það sem verið hefur að gerast. -9Um sögnina sjúkdómsvæða mætti stundum alveg eins nota sjúkdómsgera. Um þá sögn fundust mörg dæmi á netinu. Það kallar á þá spumingu hvort gera í þessari sögn og ýmsum öðrum eins og t.d. hlutgera, persónugera, raungera og tákngera sé viðskeyti eins og væða og rökstutt verður nánar í 5.3. 3°Sögnin *einvæða sem þó hafa aðeins fundist dæmi um í lýsingarhætti ætti heima í þessum hópi. Þá ályktun má draga af orðum Sigurðar Gylfa Magnússonar (2000:137 o.v.) þegar hann talar um einvæðingu sögunnar, þ.e. gera söguna að einstaklingssögu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Orð og tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.