Orð og tunga - 01.06.2005, Page 113
Margrét Jónsdóttir: Um væða og væðingu
111
tveimur fyrstu en líklega er hægt að fullyrða að allir hóparnir séu virk-
ir nú. I því sambandi má benda á nýlegar sagnir eins og t.d vetnisvæða
sem tilheyrt gæti fyrsta eða öðrum hópi og sjúkdóms-/sjúkdómavæða
sem tilheyrir þeim þriðja. Af heimildum má ráða að sagnir sem til-
heyra öðrum og þriðja hópi eins og t.d. alþjóðavæða og sjúkdóms-/sjúk-
dómavæða (og líka fjórða hópi enda þótt sagnadæmin sjálf skorti) séu
yngri en þær sem tilheyra þeim fyrsta. Jafnframt virðist gæta vaxandi
tilhneigingar til að mynda nýjar sagnir með eignarfalli í fyrri lið, að sú
myndunarleið sé frjórri. Þetta kemur fram í sumum þeirra sagna sem
hér hafa verið nefnd en líka sögnum eins og t.d. breiðbandsvæða, evr-
ópuvæða og markaðsvæða. Þar á móti eru þó t.d. sagnirnar hnattvæða og
klámvæða þar sem fyrri liðurinn er stofn. Allt eru þetta sagnir sem telj-
ast meðal hinna yngstu. Varla er þó hægt að segja að merkingarmunur
sé á milli sagna eftir því hvort orðin eru stofnsamsetningar eða með
eignarfall, í eintölu eða fleirtölu, í fyrri lið. Jafnframt virðist væða ekki
gera sérstakar kröfur um merkingarlegt eðli þeirra orða/orðstofna
sem eru forliðir í samsetningum. Þeir eru jafnt hlutstæðrar sem óhlut-
bundinnar merkingar.
í 2.3 kom fram að Gustavs (1989:103-104) telur að sagnir sem enda
á -búa hafi getað verið merkingarleg fyrirmynd uæðrt-sagnanna: her-
búa : hervæða. Sú skýring er ekki fjarri lagi enda hafa margar sagnir
þá merkingu eins og rakið hefur verið. Hann nefnir hins vegar ekki
önnur merkingarsvið. Þó má segja að sum dæmanna sem hann til-
færir geti auðveldlega talist til annars merkingarhópsins, þ.e. 'breiða
út, gera X-legt', enda er merkingarsvið -búa ekki síður fjölbreytt en
-væða.
4.3 Merkingarlegar samsvaranir í skyldum málum
Margar samsetninganna eiga sér merkingarlegar samsvaranir í skyld-
um málum; Gustavs (1989:104, 108) nefnir í því sambandi ensku og
þýsku viðskeytin -ize og -ieren; dönsku nefnir hann hins vegar ekki.
I (18) eru nokkrar íslenskar sagnir og samsvaranir þeirra úr dönsku,
ensku og þýsku. Þar má sjá að allar erlendu sagnimar eru myndaðar
með því að bæta viðskeyti við orðstofn, hvort sem hann er samsettur
eða ekki.