Orð og tunga - 01.06.2005, Page 117
Margrét Jónsdóttir: Um væða og væðingu
115
viðskeyti. Þetta tvennt endurspeglast í hugleiðingum hans (bls. 106)
um að vænlegt geti verið að greina -væða sem viðskeyti í afleiddu orði
en -væðast sem hluta samsetts orðs. Hann fellur þó frá því og kýs í þess
stað að tala um hálfviðskeyti.
Enda þótt hugmynd Gustavs sé á margan hátt nýstárleg er þó á
henni sá megingalli að greina í sundur væða og væðast. A hinn bóginn
má hæglega gera ráð fyrir því í ljósi staðreynda að hægt sé að nota
væða á tvo vegu: Annars vegar er hún notuð sem viðskeyti í afleiddri
samsetningu og hins vegar er hún notuð ein og sér: væða er því ýmist
frjálst eða bundið orð í skilningi Nida (1974:81). Því er vænlegast að
líta svo á að hlutverkum væða hafi fjölgað þar sem hlutverkin eru nú
tvö í stað eins.
Það að greina væða í afleiddum sögnum frá sögninni væða einni og
sér á sér ýmsar hliðstæður í öðrum orðflokkum. Hliðstæðu er t.d. að
finna í rótinni/orðinu dótnur í afleiddum samsetningum en þar hef-
ur orðið misst sína upphaflegu nafnorðsmerkingu og orðið að við-
skeyti, sbr. Halldór Halldórsson (1976:163). Hér er hliðstæðan fólgin
í því að við það að verða viðskeyti missir orðið merkingu sína.32 Aðra
hliðstæðu gæti verið að finna í notkun (erlenda) viðskeytisins -ism- í
orðum eins og egóismi og sadismi; viðskeytið er nokkuð frjótt, sbr. Sig-
urð Jónsson (1984:158 o.v.). Það er jafnframt notað sem stofn sjálfstæðs
orðs, ismi 'stefna', sbr. ÍO (2002).33
Dæmi eru um að sagnir geti verið viðskeyti.34 í tyrknesku hafði
sögnin etmek 'gera' frjálsa dreifningu, var notuð ein og sér. Nú er hún
bundin því að á undan fari nafnorð, oftast erlent; samsetningin er því
setningafræðileg heild. Underhill (1976:246) nefnir t.d. sögnina telefon-
etmek 'hringja (= gera hringingu)' sem dæmi um þetta. Allt þetta leiðir
hugann að því hvort líta megi á búa og gera í samsetningum sem við-
skeyti. Dæmi um það væru t.d. sagnir eins og herbúa, vélbúa og vígbiía
annars vegar eða hlutgera, raungera og tákngera hins vegar. Þess skal
getið að Gustavs (1989:103-104) sem einmitt bendir á merkingarlega
hliðstæðu fci/fl-sagnanna við væða, sbr. 2.3, nefnir ekki þann möguleika
að líta á búa í þessu sambandi sem viðskeyti.
32Þýska heit líkist væða í flestum skilningi. Það er oftast notað sem viðskeyti enda
þótt það sé til sem sérstakt orð í mállýskum, sbr. Meid (1967:220). í íslensku er
(töku)viðskeytið -heit í orðum eins og í skemmtilegheit.
33Vel er hugsanlegt að istni sem sjálfstætt orð sé bakmyndað af afleiddu orðunum.
(Ábending yfirlesara.)
31Jón Gunnarsson benti á þetta.