Orð og tunga - 01.06.2005, Blaðsíða 118
116
Orð og tunga
5.4 Söguleg þróun
Notkun og stöðu væða mætti lýsa á eftirfarandi hátt í ljósi þess sem
rætt hefur verið hér á undan:
(19) 1. væða: sjálfstæð sögn
2. væða: sjálfstæð sögn eða viðskeyti
Fyrra stigið á við fornmálið. Þá er væða sjálfstæð; merkingin er 'klæða,
færa í föt (váðir)'. A því stigi var nafndregna sögnin hervæða (af herváð-
(ir)) samsett. A öðru stiginu er komið að nútímamálinu. Þá er væða
annars vegar sjálfstæð en sjaldgæf sögn í merkingunni 'klæða, búa'
og hins vegar afar frjótt viðskeyti. Þar með hefur sögnin hervæða verið
endurtúlkuð og væða orðin að viðskeyti. Niðurstaðan er því sú að væða
hefur aukist að hlutverkum frá því að vera (einungis) sögn og við end-
urtúlkunina hefur inntaksorð fengið málfræðilegt hlutverk (grammat-
icalization), sbr. t.d. Hopper og Traugott (1993:2). Það er líka í fullu
samræmi við skýringu Kurylowicz (1965:52) á fyrirbærinu, sbr. líka
Campbell (1999:238):
(20) Grammaticalisation consists in the increase of the range of a
morpheme advancing from a lexical to a grammatical or from
a less grammatical to a more grammatical status.
Það sem gerst hefur við endurtúlkunina er að það nýja, viðskeytið, er í
aðalhlutverki og þar með ómarkað, en hið gamla lifir en í þrengri notk-
un. Þetta væri líka skýrt dæmi um fjórða lögmál Kurylowicz (1947),
sbr. einnig Hock (1991:223-227), sem kveður á um varðveislu eldri
forma í aukahlutverkum en nýrra í aðalhlutverkum.
Segja má að annað stigið, nútímamálið, sé grátt svæði og að ýmis-
legt geti gerst. Hugsanlegt er að ástandið verði áfram eins og það er
nú. Einnig gæti væða einungis verið notað sem viðskeyti; það væri
þriðja stig ferlisins. Litlar líkur eru hins vegar til þess að þróunin snúi
til baka til upphafsins.
6 Lokaorð
í þessari grein hefur verið rætt um sögnina væða og notkun hennar
lýst frá fornmáli til nútímans. Einkum var hugað að samsetningum
enda er sögnin svo til eingöngu þannig notuð; það sama á við um
nafnorðið væðing. Frjáls dreifing er hins vegar lítil (væða) eða engin
(væðing). í fimmta hluta voru færð að því rök að greina væða umfram