Orð og tunga - 01.06.2005, Qupperneq 128
126
Orð og tunga
Til að átta sig á hugtakalýsingunni í OH er rétt að skoða dæmi.
Undir hugtakinu nægjusemi eru m.a. eftirfarandi orð og orðasambönd:
(11) vera nægjusamur, vera þurftarlítill, vqra þurftarsmár, vera þurftargrann-
ur, komast af með <lítið; þúsund krónur>, lifa á loftinu, tjalda því sem til
er, fleira er matur en feitt kjöt, sá þarf lítið sem lítið gimist, litlu verður
Vöggur feginn...
Hér kennir margra grasa og hér er ýmislegt sem á ekki augljóslega
heima undir einni flettu, þ.e. lýsingarorð sem merkja 'nægjusamur',
orðasambönd af ýmsu tagi og málshættir sem tengjast nægjusemi. Af
þessu má sjá að OH er allt í senn: samheitaorðabók, bók um föst orða-
sambönd og málsháttasafn.
Dæmið hér að ofan sýnir líka að bókin hentar mjög vel öllum þeim
sem vilja auðga orðaforða sinn. Hugtökunum í OH fylgir slíkur fjöldi
orða, orðasambanda og málshátta að flestir notendur hljóta að verða
miklu fróðari um orðaforða málsins við kynni sín af bókinni. Orða-
og orðasambandaskráin í seinni hluta bókarirtnar er líka stórfróðleg
og ekki spillir fyrir að uppsetning dæmanna er mjög aðgengileg. Þetta
kemur sér sérstaklega vel í stórum flettum með mjög algengum orð-
um. Það er t.d. mun auðveldara að fá yfirlit yfir notkun sagnarinnar
eiga með því að fletta upp í OH en að skoða samsvarandi flettu í ÍO.
Þar að auki eru notkunardæmin um þessa tilteknu sögn miklu fleiri
í OH en IO. Það fer því ekki á milli mála að sagnlýsingin í OH hefur
mjög mikið gildi.
3.2 Miðmynd
Það er líka mikill kostur við sagnlýsinguna í OH að miðmynd sagna
er alltaf sjálfstæð flettimynd gagnvart germyndinni. Sá sem er að leita
að sögnunum finnast, hafast og segjast í OH getur því farið beint í sam-
svarandi flettur í orða- og orðasambandaskránni. í ÍO verður notand-
inn hins vegar að fletta undir sögnunum finna, hafa og segja og tína
saman dæmin um miðmyndina því þau eru ekki öll á sama stað.
Sú venja að setja miðmynd undir samsvarandi germynd í orða-
bókum byggist væntanlega á þeirri gamalkunnu hugmynd að mið-
mynd sé beygingarmynd sagna og eigi því ekki kröfu á sjálfstæðri
flettimynd frekar en t.d. þátíð. Þetta er þó afar hæpið vegna þess að
margar sagnir koma alls ekki fyrir í miðmynd (t.d. kunna, roðna og
vera) og merkingarvensl germyndar og miðmyndar eru æði flókin og