Orð og tunga - 01.06.2005, Page 128

Orð og tunga - 01.06.2005, Page 128
126 Orð og tunga Til að átta sig á hugtakalýsingunni í OH er rétt að skoða dæmi. Undir hugtakinu nægjusemi eru m.a. eftirfarandi orð og orðasambönd: (11) vera nægjusamur, vera þurftarlítill, vqra þurftarsmár, vera þurftargrann- ur, komast af með <lítið; þúsund krónur>, lifa á loftinu, tjalda því sem til er, fleira er matur en feitt kjöt, sá þarf lítið sem lítið gimist, litlu verður Vöggur feginn... Hér kennir margra grasa og hér er ýmislegt sem á ekki augljóslega heima undir einni flettu, þ.e. lýsingarorð sem merkja 'nægjusamur', orðasambönd af ýmsu tagi og málshættir sem tengjast nægjusemi. Af þessu má sjá að OH er allt í senn: samheitaorðabók, bók um föst orða- sambönd og málsháttasafn. Dæmið hér að ofan sýnir líka að bókin hentar mjög vel öllum þeim sem vilja auðga orðaforða sinn. Hugtökunum í OH fylgir slíkur fjöldi orða, orðasambanda og málshátta að flestir notendur hljóta að verða miklu fróðari um orðaforða málsins við kynni sín af bókinni. Orða- og orðasambandaskráin í seinni hluta bókarirtnar er líka stórfróðleg og ekki spillir fyrir að uppsetning dæmanna er mjög aðgengileg. Þetta kemur sér sérstaklega vel í stórum flettum með mjög algengum orð- um. Það er t.d. mun auðveldara að fá yfirlit yfir notkun sagnarinnar eiga með því að fletta upp í OH en að skoða samsvarandi flettu í ÍO. Þar að auki eru notkunardæmin um þessa tilteknu sögn miklu fleiri í OH en IO. Það fer því ekki á milli mála að sagnlýsingin í OH hefur mjög mikið gildi. 3.2 Miðmynd Það er líka mikill kostur við sagnlýsinguna í OH að miðmynd sagna er alltaf sjálfstæð flettimynd gagnvart germyndinni. Sá sem er að leita að sögnunum finnast, hafast og segjast í OH getur því farið beint í sam- svarandi flettur í orða- og orðasambandaskránni. í ÍO verður notand- inn hins vegar að fletta undir sögnunum finna, hafa og segja og tína saman dæmin um miðmyndina því þau eru ekki öll á sama stað. Sú venja að setja miðmynd undir samsvarandi germynd í orða- bókum byggist væntanlega á þeirri gamalkunnu hugmynd að mið- mynd sé beygingarmynd sagna og eigi því ekki kröfu á sjálfstæðri flettimynd frekar en t.d. þátíð. Þetta er þó afar hæpið vegna þess að margar sagnir koma alls ekki fyrir í miðmynd (t.d. kunna, roðna og vera) og merkingarvensl germyndar og miðmyndar eru æði flókin og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.