Orð og tunga - 01.06.2005, Side 135
Umsagnir um bækur
133
'teigur; tí' (golfmál), svo tekin séu dæmi um orð sem ekki er að finna
þar.
Um fjórðungur flettugreinanna hefst á stuttu yfirliti um ýmsa þætti
í sögu orðs, leið þess úr ensku í önnur Evrópumál o.fl. áður en til-
greind eru þau ofangreindra 16 tungumála sem tekið hafa orðið upp,
orðmynd í hverju máli, framburður, beyging, tími upptöku (elsta
dæmis), notkunarsvið, þýðingar, hliðstæður eða jafngildi innan tungu-
máls o.m.fl. - nokkuð misnákvæmlega eftir tungumálum og orðum
(sbr. bls. xxi-xxv). U.þ.b. fjórðungi flettugreina fylgir skýringartákn-
mynd, femingur sem skipt er í 16 fleti, einn fyrir hvert tungumál
(nokkum veginn í réttri landfræðilegri afstöðu tungumálanna hvers
til annars) og eru fletimir skyggðir á mismunandi hátt eftir því hvort
eða hversu vel orðin eru viðurkennd sem hluti af orðaforða viðkom-
andi tungumáls (sbr. lýsingu á bls. xx og skýringarmynd á bls. xxi).
Markmið orðabókarinnar er að sjálfsögðu annað en venjulegra
orðabóka og samanburður allt að 16 tungumála innan flettugreinar
veldur því að innra skipulag greina er óhefðbundið. Hætt er við að
mörgum þyki efninu skorinn þröngur stakkur þegar í flettugreinarn-
ar er komið, og þær um margt óaðgengilegar þótt skipulagið venjist
við notkun. Notað er sérsamið kerfi skammstafana og táknunar sem
skýrt er allítarlega með dæmum í inngangi, og er ekki vanþörf á því.
Þeim sem hér skrifar reyndist það a.m.k. nokkuð seinlegt verk í byrj-
un að fulltúlka meðallangar flettur og þurfti mikið að fletta á milli
orðbókarhlutans og formála.
Ljóst er að ritstjóra bókarinnar hefur verið talsverður vandi á
höndum að samræma upplýsingar úr 16 tungumálum sem safnað var
saman af a.m.k. 25 fræðimönnum, og koma þeim á framfæri á skipu-
legan hátt innan hins knappa forms flettugreinanna án þess að mikil-
vægar upplýsingar fari forgörðum eða eitthvað misskiljist. Við orðið
bumper 'stuðari' stendur um íslensku: „Ic < 1: stuðari". Af þessu má
ráða að bumper sé óalgengara („<", sbr. bls. xiv og bls. xxv) en stuðari,
en sé eigi að síður til í málinu. (Talan „1" á við merkingarsvið). Bú-
ast má við að þessar upplýsingar komi mörgum Islendingum á óvart
en veiti útlendingum falskar upplýsingar; hér vantar sárlega einhverja
táknun sem segði að orðið butnper sé (svo að segja) óþekkt og ónothæft
í málinu í þeirri merkingu sem hér um ræðir.
Sem annað dæmi má taka orðagreinina bubblegum, og þá jafnframt
kynna dálítið nánar innri byggingu slíkrar greinar. Fram kemur að