Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 16
6
Orð og tunga
Útvarpsþátturinn íslenskt mál, sem hér hefur þegar verið minnst
á, skipar sérstakan sess í sögu Orðabókar Háskólans. Um miðjan
sjötta áratug síðustu aldar voru þeir orðabókarmenn, Asgeir Blöndal,
Jakob Benediktsson og Jón Aðalsteinn Jónsson, fengnir til að hafa
umsjón með honum. Þessi þáttur fjallaði upphaflega um hin ýmsu
svið tungunnar, og á þeim vettvangi var margvíslegum spurningum
hlustenda svarað um sögu tungunnar og einstakra orða, en ekki síst
um rétt mál og rangt. í meðförum orðabókarmanna þróaðist þáttur-
inn smám saman í orðasöfnunarþátt í þágu orðabókarstarfsins. Þessi
útvarpsþáttur var sérstakt áhugamál Asgeirs og ég hygg að á engan
sé hallað þó að fullyrt sé að hann hafi staðið þar fremstur meðal jafn-
ingja. Honum var einkar lagið að setja efnið fram á eftirtektarverð-
an hátt og flytja það áheyrilega. Hann sparaði sér enga fyrirhöfn til
að ná sem bestum árangri: kynnti sér saumaskap, refaveiðar, gang í
hrossum - svo að fátt eitt sé nefnt - til að geta rætt um þessa hluti af
nokkurri þekkingu og með eðlilegu tungutaki, svo að hann næði sem
best til fróðleiksfólks í þessum efnum. Með söfnunarstarfinu á þess-
um vettvangi hefur hann með samstarfsfólki sínu lagt fram ótrúlegan
skerf, en jafriframt jók hann sjálfur jafnt og þétt við þekkingu sína á
orðaforðanum og nýtti hana til þeirra orðsifjarannsókna sem hann
sinnti alla tíð og birtust síðan í hinu mikla verki hans, Islenskri orðsifja-
bók, sem kom út að honum látnum árið 1989.
Um og upp úr miðri síðustu öld komu út þrjár orðabækur um ís-
lenskar orðsifjar. Þær eru allar samdar á þýsku. Er þar fyrst að nefna
bækur þeirra Holthausens (1948) og Jan de Vries (1962) sem þegar er
getið. Þessi verk taka eingöngu til forna málsins eins og heiti þeirra
bera með sér og vísa lítt til íslensks nýmáls og líða fyrir það eins og
Ásgeir sýndi fram á í áðurnefndum ritdómum sínum um þessi verk.2
Árið 1956 lauk Alexander Jóhannesson við mikla orðsifjabók, Islánd-
isches etymologisches Wörterbuch. í formála (1956:v-vi) tekur hann
fram að hann hafi eftir föngum nýtt sér orðaforða frá síðari öldum
en vísar einkum til orðabóka í því efni, allt frá Guðmundi Andrés-
syni til orðabókar Sigfúsar Blöndals. Enn fremur hefur hann tekið
með tökuorð „die fur lángere Zeit in der Sprache lebten oder im
Neuislándischen vorkommen, ...". Verk Alexanders sker sig úr öðr-
um orðabókum sem fjalla um orðsifjar einstakra mála að því leyti að
„flettiorðin" eru indóevrópskar orðrætur og undir hverja rót er skipað
2 Þessir ritdómar eru endurprentaðir í greinasafni Asgeirs, Urfórum orðábókarmanns,
sem Stofnun Áma Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út í aldarminningu
hans.