Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 14

Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 14
4 Orð og tunga mætti orðfræði annars vegar og málfræði hins vegar. Að vísu er þetta allt málfræði, en samt sem áður tel ég að þessi skipting eigi rétt á sér. Orð/ræð/greinarnar fjalla einkum um einstök orð, aldur þeirra í málinu eða útbreiðslu þeirra í landshluta, sýslu eða héraði, upp- runa og skyldleika við önnur orð málsins og samsvaranir í skyldum grannmálum norrænum, og öðrum germönskum og indóevrópskum málum. Hér er á ferðinni orðfræði og orðsifjafræði. Málfræðigreinarnar eru lengri greinar um tiltekin málfræðileg, einkum málsöguleg við- fangsefni, bæði hljóðfarsleg og orðmyndunarleg og taka ekki til einstakra orða heldur til tiltekinna atriða og einkenna, erfða eða breytinga í málkerfinu. Orðfræðiskriíunum má enn fremur skipta í tvo þætti. Þar er annars vegar um að ræða eiginleg orðsifjaskrif eins og ritdómarnir um orðsifja- bækur þeirra Holthausens og Jan de Vries. Þetta er svo viðamikil iðja að telja verður alveg sérstakan þátt í fræðiskrifum Ásgeirs. Ritdóm- urinn um bók Holthausens er 15 síður að lengd og dómurinn um verk de Vries, Altnordisches etymologisches Wörterbuch, birtist í þrennu lagi, fyrst í Skírni árið 1957, en síðan í tveimur árgöngum íslenzkrar tungu, 1. og 3. árgangi, samtals 33 þéttprentaðar síður með smáu letri. En þessi skrif verða ekki metin eftir leturþéttleik og blaðsíðufjölda. Það eru vissulega efnistökin sem máli skipta og þau eru þannig í stórum dráttum að eftir nokkurn inngang, þar sem Ásgeir lýsir innri skipan og röklegu samhengi verksins, ætlun höfundar, eins og hún kemur fram í formálsorðum, leggur hann nokkurn dóm á hvernig til hefur tekist og gengur síðan á stafrófsröðina bókina á enda og gagnrýnir það sem honum finnst aðfinnsluvert, óljóst eða beinlínis rangt. Hann leggur jafnframt fram sínar eigin skýringar, þar sem við á, oftar en ekki með skírskotun til dæma úr síðari tíma íslensku, ýmist úr ritum eða mæltu máli. Enn fremur rekur hann hvernig til hefur tekist um einstaka efnisþætti, eins og t.d. tökuorðaþáttinn, örnefna- og viðurnefnaskýringar í bók Holthausens eða áhrif kenninga Jost Triers (1951) á orðsifjaskýringar Jan de Vries. Jan de Vries gaf verk sitt út í einstökum heftum (1957-61), og ég efast um að ritdómur Ásgeirs hefði orðið jafn efnismikill og ítarleg- ur og raun varð á, ef verkið hefði komið út í einu bindi. Ritdómur þessi vakti athygli á sínum tíma, a.m.k. í þeim hvirfingum, þar sem orðsifjafræði er stunduð. Þegar verk de Vries hafði komið út í alls tíu heftum, var það gefið út í einu bindi árið 1962 sem nefnt var „Önnur útgáfa endurbætt" (Zweite verbesserte Auflage). Meðal formálsefnis er sex blaðsíðna kafli sem nefnist „Leiðréttingar og viðaukar"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.