Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 156
146
Orð og tunga
Ásgeir hefur líklega byrjað að vinna við orðabókina 1979 eða 1980,
og var að fram á haust 1983. Ásgeir vann að orðsifjabók sinni bæði
áður en þetta starf hófst og eftir að því lauk, og á árunum fyrir útgáfu
er líklegt að þessi iðja hafi tengst með einhverjum hætti.* 2
Sautján orð og orðhópar eru undir í þessari athugun, þ.e. myndir
flettiorðs eða náskyld orð sem litið er á í einu lagi.
Val samanburðarorðanna byggist á óbirtri könnun3 um heimildir
nýjunga og breytinga í annarri útgáfu íslenskrar orðabókar, og er
miðað við að um samanburðarorðin séu einu heimildir Í02 í Tal-
málssafni Orðabókar Háskólans (Tms.) eða í orðasöfnum frá fyrri
öldum sem Orðabókin varðveitir í sérstökum seðlasöfnum (seðlar úr
orðabókarhandriti Jóns Olafssonar frá Grunnavík og „gulu seðlarnir"
úr öðrum gömlum söfnum).4 Dæmi um sum orðanna er einnig að
finna í Ritmálsskrá Orðabókarinnar (Rms.) en hafa þá yfirleitt ekki
verið helsta heimild Í02-höfunda. Með þessari afmörkun má heita
víst að Ásgeir hafi vélað um samanburðarorðin við undirbúning
Í02.
Ur þeim hópi orða sem svona var ástatt um í athuguninni voru
svo tínd til þau sem ekki eiga sér þekkta fjölskyldu, og samsetningar
komu því aðeins til greina að hugsanlegur athugunarliður ætti sér
ekki þokkalega augljósa sjálfstæða orðmynd. Orðin ættu því að vekja
sérstakan áhuga orðsifjafræðings. Til samanburðar er nýttur sá þáttur
umfjöllunar sem er sameiginlegur orðsifjabók og almennri orðabók,
uppflettiorð með afbrigðum og merkingarskýring, en einnig vísbend-
ingar um aldur, útbreiðslu og málsnið.
Orðin og orðhóparnir 17 eru þau sem þessi skilyrði áttu við í þeim
kafla sem tekinn var til athugunar í Í02, en sá fyrirvari skal gerður að
stundum er mjótt á munum.
Handrit Í02 var athugað á Þjóðskjalasafni og kom í ljós að tólf
flettnanna sautján eru þar færðar með hendi Ásgeirs. Hönd Árna er
um íslenskan orðaforða mun ekki að finna" (bls. VIII). Á upplýsingasíðu ([IV])
eru þeir jafnsettir í örstuttri bókarlýsingu: „Ámi Böðvarsson og Ásgeir Blöndal
Magnússon önnuðust endurskoðun." Ásgeir vann sín verk að Í02 á OH að
loknum almennum vinnudegi en Ámi var þar ekki við endurskoðunarstörf.
Samtöl við Guðrúnu Kvaran og Gunnlaug Ingólfsson, október 2009.
2 Samtöl við Guðrúnu og Gunnlaug í október 2009. Ásgeir hætti störfum við
Orðabók Háskólans í árslok 1979 og gat þá einbeitt sér að þessu verki.
3 Könnunin tók til kaflans frá d til 2 draga á um I6V2 síðu í 102. Það er um 1,3% af
heildarsíðufjölda bókarinnar, og samsvarar tæplega 1,7% í Osb.
4 Sjá um Talmálssafn og gömul söfn í vörslu Orðabókarinnar m.a.: Guðrún Kvaran
1988; sama 2008:156-160; Gunnlaugur Ingólfsson 1988.