Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 167
Mörður Árnason: Ásgeir, Orðsifjabókin og ÍO 1983
157
í Osb. segir að stofnsérhljóð fyrri liðar sé óvíst, sem um 20. aldar-
orð af þessu tagi merkir að ekki sé ljóst hvort það á að rita með i eða
y. Síðari kosturinn hefði tengt orðið við hinn dularfulla dymbil, sem
fræðimenn hafa velt fyrir sér frá dögum Guðmundar Andréssonar.
Þær skýringar miðast flestar við að á dymbildögum sé reynt að draga
úr hávaða (Árni Björnsson 1993:618-636; Osb.:140). í Osb. er þessi
tenging líka nefnd. Samanburður orðfæris í skýringum flettnanna
dimbiltá og timbiltá bendir raunar til þess að höfundur hafi ekki að
fullu gert upp hug sinn um orðsifjarnar.
Flettuna vantar í handrit 102, og hefur væntanlega bæst við í próf-
örk.
dings, no.
Í02 dings „O (lóða)flækja ..."
Osb. dings „(nísl.). Sjá dingull."
dingull „... Sbr. einnig nísl. dings h. 'lóðarflækja',
dingsa s. 'dingla'..."
Merkingarskýring er nánast söm. í Osb. er orðið hinsvegar skýrt í
orðhópi aftan uppflettiorðsins dingull og sérstaklega tengt sögninni
dingsa, sem ekki er í 102. Orðið er talið staðbundið í 102 en engin slík
ábending gefin með því í Osb.
Sameiginlegar heimildir eru að minnsta kosti tvö dæmi í Tms. Annað
er frá Lúðvík Kristjánssyni, ótímasett og því líklega gamalt, þar sem
Djúpmenn og Breiðfirðingar eru bornir fyrir því að lóðir séu „í einu
dingsi" þegar þær hafa flækst saman. Þetta kemur síðan fram í fjórða
bindi Sjávarháttanna frá 1985 (LKrlslsjáv. IV, 145; heimildarmaður
nefndur í Olafsvík) og ratar þannig sem stakdæmi í Rms. Hitt dæmið
í Tms. er frá heimildarmanni á Dalvík og er merking sú sama og hjá
Lúðvík. Seðlarnir eru tveir, um það bil samhljóða, annar ótímasettur,
hinn frá 1973. Dalvíkingurinn telur þetta hafa borist norður með
vermönnum úr Bolungarvík.
Líklega hefur verið spurt um orðið veturinn 1980-81, því síðarnefnda
árið bætast Tms. þrjú dæmi um orðið, öll frá Vestfirðingum, en þar af
eitt af Ströndum. Er líklegt að þessi dæmi hafi líka komið við sögu
við vinnuna að Í02. Merkingin er þó almennari í tveimur þeirra,
um 'flækju' „eða eitthvert samloðandi rusl". Þá bætist við dæmi frá
Akranesi um lóðarflækju árið 1985.
Sögnin sem tengd er orðinu í Osb., dingsa með merkingunni
'dingla', finnst ekki í bókum eða söfnum sem hér hafa verið könnuð.