Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 157
Mörður Árnason: Ásgeir, Orðsifjabókin og ÍO 1983
147
á einni flettu. Fjórar flettnanna vantar í handritið og hafa væntanlega
bæst við í próförk, en þær hafa ekki varðveist svo kunnugt sé. Þessara
fimm tilvika verður getið í umfjöllun um orðin og orðhópana.
Hefst þá lestur samanburðarorðanna sautján.
Sautján orð
dalsa, so.
Í02 dalsa „d. með e-ð O valsa með e-ð."
Osb. dalsa, dallsa „(nísl.) 'róta til, dangla í'; d. með, d. um
'valsa með, valsa um'..."
Umfjöllun Osb. er verulega aukin frá Í02. 1102 er sögnin eingöngu
sýnd í einu agnarsambandi. í Osb. hefur sögnin tvö afbrigði og er
sýnd í tveimur samböndum, grunnmerking er tilgreind og einnig
sérstök merking sambandanna. Ekki er ljóst hvort bæði afbrigði taka
samböndin tvö, en það skiptir ekki öllu máli fyrir orðsifjarnar.
í Í02 er orðið sagt staðbundið. í Osb. er ekkert slíkt tákn en orðið
sagt ný- eða nútímaíslenskt með skammstöfuninni „nísl." sem einkum
virðist notuð um það orðfæri síðara tíma sem ekki á sér augljósan
uppruna á ákveðinni öld.5
Fyrir afbrigðinu dallsa - með -dl-framburði - hefur höfundur Osb.
heimild sem ekki hefur fundist við þessa athugun, og það á einnig við
um grunnmerkinguna. Hún er svipuð og í norsku sögninni dolse sem
tilfærð er til samanburðar.
Dæmi eru um sögnina í Tms. Elst virðist ódagsett tilvitnun í Þórð
Tómasson í Skógum sem segir að dalsa með e-ð merki að 'valsa með
e-ð'. Flestir ódagsettir seðlar í Tms. eru frá árdögum safnsins þegar
ekki höfðu skapast fastar venjur um frágang. Líklegt er að þessi
seðill sé heimild Í02, en þá hefur væntanlega einnig verið kominn í
Rms. seðill sem sýnir sambandið dalsa milli í merkingunni 'flakka á
milli, valsa á milli' í bókmenntaumfjöllun eftir Einar Olaf Sveinsson
frá 1930 (3Ið 1930, 193). Hann er uppalinn í Mýrdal. Þetta samband
ratar þó ekki í 102-flettuna, og heldur ekki í orðsifjabókina, en má
5 Sbr. skýringu skammstafana bls. xxv. Varla er um eldra mál að ræða en frá síðari
hluta 19. aldar. Stundum eru orð úr Tms. merkt svo, og hafa höfundi líklega þótt
þau gamalleg. Orð úr vasabókum Bjöms M. Ólsens em ýmist sögð „nísl." eða frá
19. öld í Osb. Fróðleikur úr tölvuskeyti frá Guðrúnu Kvaran 4. október 2010.