Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 80
70
Orð og tunga
ÁBIM tiltekur samkvæmt þeim einnig þekkjast í ritmáli. ÁBIM telur
orðið ef til vill austurnorræna orðmynd og vísar í sænsku og dönsku
gump 'lend'.
5.2 Orð hjá ÁBIM en ekki BH
Orðin sem ÁBIM tekur með í orðsifjabókina en BH hefur ekki eru:
glimt, gotta sér, grobbinn, groms, og grotna.
Við glimt stendur hjá Hallgrími aðeins ,,d." fyrir danska. Ovíst er
hvaða merkingu hann hafði í huga. ÁBIM gefur merkingarnar 'ærsl,
ofurkæti; ástar- eða holdfýsnarmerki; yxnamerki á kú, það að kýr
beiðir; smá-skýjarof' en getur þess einnig að merkingin 'hæfileika-
merki (t.d. í skáldverki)' sé tökumerking úr dönsku. Þá merkingu er
að finna í ODS (1924:1078). Elsta dæmi í Rm er í merkingunni 'kæti,
ærsl' og er frá síðasta þriðjungi 18. aldar.
Við gotta sér stendur hjá HSch: ,,d. gotte sig" en íslenskt skýringarorð
hefur hann ekki. ÁBIM aldursmerkir það „(nísl.)" og segir merkinguna
vera 'gæða sér á, láta fara vel um sig, snurfusa sig'. Hann segir sögnina
tökuorð úr dönsku godte sig, godtes 'bæta, fagna, gæða sér á'. í Rm
eru fáein dæmi og hið elsta þeirra frá síðasta þriðjungi 19. aldar. I
öllum tilvikum stýrir sögnin þágufalli. I Tm er aðeins ein heimild úr
Skagafirði um að gotta sig í merkingunni 'éta e-ð gott'.
Um lýsingarorðið grobbinn vísast til grobb í 5.1.
Við groms stendur hjá HSch: „d. Grums, ísl. korgur, undanlát".
Elstu dæmi Rm eru frá 19. öld. ÁBIM telur orðið líklega tökuorð úr
dönsku grums 'úrgangur, fiskslóg'.
Við grotna setur HSch ekkert annað en merkinguna 'rotna, fúna,
migla'. í Rm eru elst dæmi frá miðri 19. öld en ÁBIM aldursmerkir
sögnina 18. öld og segir hana leidda af lýsingarorðinu grotinn 'rotinn,
sundurmorknaður'. Um það er engin heimild í Rm. Ekkert bendir til
að sögnin sé fengin að láni.
5.3 Orð hjá BH en ekki ÁBIM
Orðin sem BH hefur í orðabók sinni en ÁBIM tekur ekki með eru:
gnýðafyrir, grafskrift, grafsteinn, gráhærður, grápappír, grashoppa, grobbari,
grobbían, grunn, gunst og gunstugur.
Við gnýðafyrir setur HSch íslensku sögnina hnoða. BH gefur merk-
inguna 'arbejde igjennem, ælte' við flettuna gnyda en ÁBIM hefur
ekki flettuna gnýða með -ý- en aftur á móti gniða, niða í merkingunni