Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 98
88
Orð og tunga
orðinu kpr fengin náskyld orð innan germönsku, og merkingarþróun-
in er ekki fjarstæðukennd. Rétt eins og í hinum germönsku málun-
um hefur merkingin þróast frá því að vera 'kveinstafir' yfir í 'sorg,
áhyggja, umhyggja' og í norrænu til merkingarinnar 'ellihrumleiki'
(þar sem hinn karlægi þarf á umhyggju annarra að halda og krank-
leiki getur bæði verið líkamlegs og andlegs eðlis). Einnig má hugsa
sér að umhyggjumerkingin hafi þróast yfir í umhirðu- og þrifnaðar-
merkinguna sem birtist í ísl. so. kara 'sleikja slím' og skyldum orðum
og þau séu því líka skyld orðunum kgr og karnaðr.s Ef þessi lýsing er
rétt þarf nafnorðið kgr ekki að hafa haft merkinguna 'rekkja' nema
óbeint í nafninu á sæng Heljar (sjá grein 3.1).
Þar sem norræn nafnorð með viðskeytið -naðr hafa verið leidd af
ýmiss konar grunnorðum (sbr. grein 2.2) er ekkert því til fyrirstöðu að
gera ráð fyrir að orðið karnaðr hafi verið leitt beint af nafnorðinu kgr. Þó
gæti einnig hugsast að germanska veika sögnin *karön, sem varðveitt
er í austur- og vesturgermönskum málum eins og áður sagði, hafi
einnig átt afkomanda í norrænu og sú sögn hafi verið grunnorðið sem
orðið karnaðr var leitt af (þá físl. so. *kara, sbr. tengsl so. fara og no.
farnaðr 'ferð'). Úr því að orð með viðskeytið -naðr hafa margvíslega
merkingu (sbr. 2.2) vísar sú hugmynd að karnaðr gæti verið leitt af kgr
ekki á nákvæmlega skilgreinda merkingu. Stundum hefur orð með
viðskeytið -naðr reyndar svipaða merkingu og orð sem fyrir var, sbr.
físl. no. dugr og dugnaðr sem tengjast bæði so. duga.
Ef rétt er að frumgermanska nafnorðið *karö 'kveinstafir, sorg,
áhyggja' og sögnin *karön 'kveina, hafa áhyggjur' hafi verið til í
forsögu norrænu og forníslenska nafnorðið kgr sé beint framhald af
no. *karö má ljóst vera að kgr hefur ekki skipt í einu vetfangi yfir í
merkinguna 'ellihrumleiki' eða 'sjúkrabeður'. Gera má ráð fyrir að
um tíma hafi merkingin 'áhyggja' lifað enn (hugsanlega líka í so. *kara
'hafa áhyggjur'), en jafnframt hafi verið farið að tengja orðið sérstak-
lega við ástand gamalmenna sem lögðust og lágu í kör. Má hugsa
óvíst að wö-stofna myndir hafi verið til, en til greina kemur að samsetningar með
kgr- hafi orðið til fyrir áhrif frá samsetningum með reö-stofna orðum (t.d. gr-skot,
dggg-skór). Þar sem orðið kgr kemur einkum fyrir í orðasamböndunum leggjask
í kgr og liggja í kgr má einnig hugsa sér að þágufallsmyndin kgr hafi laumað sér
inn í samsettu orðin kgrlægr, kgrleginn, kgrlegsmaðr og kgrlægimaðr, en annar liður
þeirra samsetninga er einmitt leiddur af so. liggja.
8 Þessi hugmynd er komin frá ónafngreindum ritrýni tímaritsins sem benti á að
tengja mætti saman tvær tillögur Asgeirs um uppruna no. karnaðr, þ.e. skyldleika
við orð með þrifnaðarmerkingu annars vegar og orð með merkinguna 'umhyggja'
hins vegar.